10 atriði sem drepa kynhvötina

Það er ýmislegt sem hefur áhrif á kynhvötina.
Það er ýmislegt sem hefur áhrif á kynhvötina. mbl.is/thinkstockphotos

Minna kynlíf stafar oft af minni kynhvöt. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að löngunin minnkar. Men's Fitness fór yfir nokkur atriði sem eiga þátt í því að kynhvöt karlmanna minnkar. Atriðin geta í mörgum tilfellum einnig átt við konur. 

Hreyfingarleysi

Þegar fólk er duglegt að hreyfa sig verður það oft ánægt með líkama sinn sem getur skilað sér upp í rúm. „Þegar þú ert endurnærður eftir æfingu og líður vel með líkama þinn ertu líklegri til þess að byrja og njóta kynlífs með maka,“ sagði sambandssérfræðingur. 

Þreyta

Það getur borgað sig að fara stundum aðeins fyrr að sofa til þess að ná góðum svefni. Rannsókn sýndi fram á það að skortur á svefni geti gert það verkum að kynhvötin minnkar. 

Skyndibiti

Of mikið skyndibitaát getur valdið því að kynhvötin minnkar. Fitan og saltið getur dregið úr blóðflæði og þar af leiðandi getur verið erfiðara fyrir menn að standa sig. Auk þess sem fólk getur orðið þrútið og uppþornað sem skilar sér ef til vill ekki í fatafækkun. 

Hreyfing hefur góð áhrif á kynhvötina.
Hreyfing hefur góð áhrif á kynhvötina. mbl.is/Thinkstockphotos

Stress

Stressandi vinna hjálpar ekki mikið í kynlífinu heldur þvert á móti getur stressið dregið úr kynhvötinni. 

Kannabisreykingar

Kannabisreykingar gera ekki mikið fyrir kynhvötina en testósteróngildi líkamans lækkar við reykingar. 

Sætindi

Það hjálpar ekki kynhvötinni að úða í sig nammi eða drekka sæta drykki. Sykurinn hefur slæm áhrif á kynhvötina. 

Tölvur og snjallsímar

Mikil tölvu- og snjallsímanotkun getur haft slæm áhrif á ástarsambönd. Mælt er með því að prófa að sniðganga raftækin eitt kvöld og sjá hvort eitthvað breytist. 

Langrækni

Ef fólk á erfitt með að fyrirgefa og gleyma einhverju pirrandi sem maki þess gerði fyrir löngu hefur það áhrif á sambandið. „Þegar þú ert með óleysta reiði gagnvart maka þínum eða óleysta reiði gagnvart öðrum kemur það í veg fyrir að þú sért í núinu sem er nauðsynlegt til þess að viðhalda góðri kynhvöt og fá fullnægingu,“ segir sambandssérfræðingurinn. 

Lyf

Lyf geta haft áhrif á kynhvötina og því er nauðsynlegt að lesa fylgiseðlana vel og fylgjast með aukaverkunum.

Kvölddrykkja

Einn eða tveir drykkir geta komið þér í rétta gírinn en ef mikið meira er drukkið getur það haft þveröfug áhrif. 

mbl.is

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

Í gær, 16:00 „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

Í gær, 13:16 Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

Í gær, 11:06 „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

Í gær, 08:00 „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

í fyrradag Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

í fyrradag Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í fyrradag Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

í fyrradag Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í fyrradag Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í fyrradag Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

í fyrradag Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

19.2. Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

18.2. Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »