10 atriði sem drepa kynhvötina

Það er ýmislegt sem hefur áhrif á kynhvötina.
Það er ýmislegt sem hefur áhrif á kynhvötina. mbl.is/thinkstockphotos

Minna kynlíf stafar oft af minni kynhvöt. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að löngunin minnkar. Men's Fitness fór yfir nokkur atriði sem eiga þátt í því að kynhvöt karlmanna minnkar. Atriðin geta í mörgum tilfellum einnig átt við konur. 

Hreyfingarleysi

Þegar fólk er duglegt að hreyfa sig verður það oft ánægt með líkama sinn sem getur skilað sér upp í rúm. „Þegar þú ert endurnærður eftir æfingu og líður vel með líkama þinn ertu líklegri til þess að byrja og njóta kynlífs með maka,“ sagði sambandssérfræðingur. 

Þreyta

Það getur borgað sig að fara stundum aðeins fyrr að sofa til þess að ná góðum svefni. Rannsókn sýndi fram á það að skortur á svefni geti gert það verkum að kynhvötin minnkar. 

Skyndibiti

Of mikið skyndibitaát getur valdið því að kynhvötin minnkar. Fitan og saltið getur dregið úr blóðflæði og þar af leiðandi getur verið erfiðara fyrir menn að standa sig. Auk þess sem fólk getur orðið þrútið og uppþornað sem skilar sér ef til vill ekki í fatafækkun. 

Hreyfing hefur góð áhrif á kynhvötina.
Hreyfing hefur góð áhrif á kynhvötina. mbl.is/Thinkstockphotos

Stress

Stressandi vinna hjálpar ekki mikið í kynlífinu heldur þvert á móti getur stressið dregið úr kynhvötinni. 

Kannabisreykingar

Kannabisreykingar gera ekki mikið fyrir kynhvötina en testósteróngildi líkamans lækkar við reykingar. 

Sætindi

Það hjálpar ekki kynhvötinni að úða í sig nammi eða drekka sæta drykki. Sykurinn hefur slæm áhrif á kynhvötina. 

Tölvur og snjallsímar

Mikil tölvu- og snjallsímanotkun getur haft slæm áhrif á ástarsambönd. Mælt er með því að prófa að sniðganga raftækin eitt kvöld og sjá hvort eitthvað breytist. 

Langrækni

Ef fólk á erfitt með að fyrirgefa og gleyma einhverju pirrandi sem maki þess gerði fyrir löngu hefur það áhrif á sambandið. „Þegar þú ert með óleysta reiði gagnvart maka þínum eða óleysta reiði gagnvart öðrum kemur það í veg fyrir að þú sért í núinu sem er nauðsynlegt til þess að viðhalda góðri kynhvöt og fá fullnægingu,“ segir sambandssérfræðingurinn. 

Lyf

Lyf geta haft áhrif á kynhvötina og því er nauðsynlegt að lesa fylgiseðlana vel og fylgjast með aukaverkunum.

Kvölddrykkja

Einn eða tveir drykkir geta komið þér í rétta gírinn en ef mikið meira er drukkið getur það haft þveröfug áhrif. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál