Kynlífið með framhjáhaldinu frábært

Konan fór að halda fram hjá eftir að unnustinn kom ...
Konan fór að halda fram hjá eftir að unnustinn kom illa fram við hana. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem finnur ekki fyrir samviskubiti leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun.

Kynlífið með ástmanni mínum er svo spennandi að ég finn ekki fyrir samviskubiti við að svíkja unnustann minn. Ég hef aldrei haldið fram hjá neinum áður en mér líður öðruvísi nú. Ég hef verið með unnusta mínum í þrjú ár en áttaði mig á því að við fjarlægðumst hvort annað þegar ég missti fóstur í fyrra og honum virtist vera alveg sama. 

Þegar ég lít til baka þá var hann búinn að vera fjarlægur í smá tíma fyrir það. Unnusti minn er 28 ára og ég er 27 ára og við höfum þekkst síðan við vorum í skóla. Við vinnum bæði fulla vinnu en ég geri allt heima. Ég elda alltaf og þríf og þarf alltaf að taka til eftir hann. Hann hjálpar aldrei og ef ég bið hann um það leiðir það til rifrildis. 

Ég kynntist elskhuga mínum þegar ég átti í erfiðleikum í sambandinu. Hann kom til mín og spurði hvort hann gæti hjálpað. Hann sagði ég liti út fyrir að vera undir álagi. Hann kom bílnum mínum af stað og lét mig hafa símanúmerið sitt og sagði að ég gæti hringt í hann hvenær sem ég vildi til að tala. 

Ég átti afmæli stuttu seinna. Unnusti minn minn hafði ekki gefið mér neitt um morguninn en ég hélt að hann myndi koma mér á óvart um kvöldið. Hann kom mér á óvart en ekki eins og ég átti von á. Upp úr þurru tilkynnti hann mér að hann ætlaði að fara út með vinum sínum af því að það þyrfti að hressa einn við. 

Þegar ég mótmælti sagðist hann hafa gleymt því að ég ætti afmæli og að hann mundi bæta mér það upp um helgina. Ég var svo reið eftir að hann fór út að ég hringdi í manninn af bílastæðinu. Við hittumst í drykk og það voru straumar á milli okkar. Við fórum heim til hans eftir á og stunduðum kynlíf. Það besta sem ég hef stundað. 

Hann er 31 árs og í sambandi en við hittumst eins oft og við getum og kynlífið verður bara betra. Ég veit að það er rangt af mér en mér líður ekki illa. Mér líður eins og ég sé elskuð þegar ég er með honum. 

Konan segir kynlífið með framhjáhaldinu bara verða betra.
Konan segir kynlífið með framhjáhaldinu bara verða betra. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að framhjáhaldið geri vandamál hennar og unnustans aðeins verra. Það hafi verið vandamál til staðar sem versnaði bara við fósturmissinn. 

Kynlífið er kannski frábært en það lítur ekki út fyrir að elskhugi þinn ætli að hætta í sínu sambandi. Þetta gæti bara endað með því að þú verður sár og enn þá í óhamingjusambandi. Segðu elskhuga þínum að þú þurfir að vinna úr sambandsmálum þínum og það þurfi hann einnig að gera. Hættu síðan að hitta hann þangað til að þið vitið bæði hvað þið viljið. 

Ákveddu síðan hvort það sé hægt að bjarga sambandi þínu og unnusta þíns. Segðu að þú sért orðin þreytt á því að gera allt heima og settu kröfu um að þið deilið verkefnunum. Jafnvel þó svo að þið haldið áfram að vera saman, ekki byrja að plana annað barn. Það er ekki gott að fæða barn inn í erfitt samband. 

mbl.is

Elur upp knattspyrnustjörnur í fremstu röð

Í gær, 20:41 Ragnhildur Sveinsdóttir er fótboltamamma sem kennir börnum sínum að gefast ekki upp. Hún er búsett í Madríd þar sem synir hennar æfa með spænska stórveldinu Real Madrid. Meira »

Taktu Marie Kondo á snyrtivörurnar

Í gær, 19:41 Það getur verið flókið að fara að sofa ef maður ætlar að hugsa vel um húðina. Hreinsir, serum, krem og tóner fylla hillurnar. Hvernig væri að taka Marie Kondo á snyrtivörurnar og spyrja sig, vekja þessar vörur gleði hjá þér? Meira »

Einstakur stíll Tinu Kunakey

Í gær, 18:30 Fyrirsætan Tina Kunakey er með flottan fatastíl þar sem hún blandar saman vönduðum efnum og ólíkum stílum.  Meira »

Bestu kynlífsráð karlmanna

Í gær, 14:25 Mjaðmahringir í stað þess að hreyfa sig inn og út er eitthvað sem gerir kynlífið betra ef farið er eftir ráðum venjulegra karlmanna sem kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox hefur talað við. Meira »

Anna Eiríks kennir æfingar Jennifer Lopez

Í gær, 11:00 Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, kennir á splunkunýju námskeiði í haust sem byggt er á æfingakerfi Jennifer Lopez. Um er að ræða æfingar í heitum sal og getur fólk valið þrjú erfiðleikastig. Meira »

Lilja breytir um takt eftir þrotlausa vinnu

Í gær, 05:00 Lilja Ingvadóttir, einkaþjálfari og fitness-drottning, fór fram úr sjálfri sér í fyrra þegar hún keppti á tveimur fitness-mótum á níu mánuðum. Að hennar sögn er það allt of mikið og vont að ná ekki almennilegri hvíld inni á milli. Meira »

„Góð nema hún finni til svengdar“

Í gær, 05:00 Skemmtikrafturinn Eva Ruza hefur alltaf verið mjög meðvituð um heilbrigðan lífsstíl og hreyfingu. Hún keppir ekki í járnkarlinum ennþá, þó hún æfi mörgum sinnum í viku. Meira »

Svona heldur Crawford rassinum flottum

í fyrradag Cindy Crawford er í frábæru formi 53 ára gömul. Hún er dugleg að fara í ræktina og þá fá rass- og lærvöðvarnir að finna fyrir því. Meira »

Tæp 35 kíló farin á nokkrum mánuðum

í fyrradag Spéfuglinn Stephen Fry var yfir 130 kíló í apríl en hefur nú grennst um tæp 35 kíló. Lykillinn er göngutúrar, hljóðbækur, hlaðvörp og jú, rétt mataræði. Meira »

10 ketó-heilræði Jennu Jameson

í fyrradag Ketó-drottningin Jenna Jameson veit hvað hún syngur þegar kemur að ketó-mataræðinu, enda hefur hún lést um 36 kíló á mataræðinu. Hér eru hennar bestu ráð. Meira »

Gyða Dís er í betra formi 54 ára en tvítug

í fyrradag Gyða Dís Þórarinsdóttir, jógakennari í Shree Yoga, breytti algerlega um stefnu fyrir 16 árum eftir að hafa lifað á súkkulaði og gosi til að komast í gegnum erfið tímabil. Meira »

Súpan sem hafin er yfir alla fegurðarstaðla

í fyrradag „Við höfum staðið vaktina í allnokkur ár núna og þetta hefur fest sig rækilega í sessi, hvort sem er meðal gesta eða hjá okkur sem vinnum að þessu,” segir Gísli T. Gíslason, markaðsstjóri Nettó um hina geysivinsælu Diskósúpu sem árlega er á boðstólnum í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Meira »

Ásdís Hjálms: Þorir þú að lifa betra lífi?

í fyrradag Þægindahringurinn er til þess gerður að við lifum af. Þú lifðir af gærdaginn svo ef þú gerir eins og í gær þá er mjög líklegt að þú komir til með að lifa af daginn í dag líka. Þægindahringnum er alveg sama um framtíðina, hann vill bara að þú lifir af í dag. Meira »

Var 10 kílóum þyngri og fór að hlaupa

23.8. Erlendur Steinn Guðnason er tölvunarfræðingur og fjögurra barna faðir í Vesturbænum. Hann er á leið í sitt fimmta maraþon í Berlín í haust og verður hraðastjóri í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Meira »

Barnalæknirinn býr vel í vesturbænum

23.8. Guðrún Scheving Thorsteinsson barnalæknir hefur sett sína huggulegu íbúð við Grenimel í Reykjavík á sölu.   Meira »

IKEA-ferðin breytti framtíðarplönunum

23.8. Auður Helga Guðmundsdóttir var ekki á þeim buxunum að breyta til í lífi sínu þegar hún hitti fyrrverandi vinnuveitanda sinn og lífið tók óvænta stefnu. Meira »

Þorbjörg: Ofþyngdin er alheimsvandamál

23.8. „Allar eldumst við og verðum eldri með hverjum deginum sem líður. Að eldast vel og fallega þarf ekki að vera nein barátta. Hins vegar getur það verið meira eða minna erfið áskorun að takast á við afleiðingar af lífsstíl þar sem ellikerling hefur keyrt á framúrbrautinni í mörg ár. Of margar konur upplifa sig ekki sem hraustar, orkumiklar og glaðar en burðast með streitueinkenni, svefntruflanir og þreytu, verki og bólgur, skaddaða húð og djúpar hrukkur.“ Meira »

Farðinn sem þú finnur ekki fyrir

23.8. Einn umtalaðasti farði haustsins er loksins kominn til Íslands. Í boði eru 50 litatónar og hyljari í sömu línu kemur í 25 litatónum. Meira »

Þetta heldur áfram að vera í tísku á heimilinu

23.8. Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort húsgögnin sem þig langar í verði dottin úr tísku á morgun er gott að fara yfir hvað sérfræðingar segja um málið. Meira »

Skipuleggðu þig fyrir kynlíf

22.8. Hugsar þú um innkaupalistann eða skipuleggur helgarþrifin í höfðinu á meðan þú stundar kynlíf? Hér er einfalt ráð til þess að hætta því og vera algerlega til staðar á meðan þú stundar kynlíf. Meira »

Thelma Ásdísardóttir léttist um 74 kíló

22.8. Thelma Ásdísardóttir, baráttukona gegn kynferðislegu ofbeldi, er nær óþekkjanleg á forsíðu Vikunnar en þar talar hún opinskátt um hvernig hún fór að því að léttast um 74 kíló. Meira »