Kynlífið með framhjáhaldinu frábært

Konan fór að halda fram hjá eftir að unnustinn kom …
Konan fór að halda fram hjá eftir að unnustinn kom illa fram við hana. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem finnur ekki fyrir samviskubiti leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun.

Kynlífið með ástmanni mínum er svo spennandi að ég finn ekki fyrir samviskubiti við að svíkja unnustann minn. Ég hef aldrei haldið fram hjá neinum áður en mér líður öðruvísi nú. Ég hef verið með unnusta mínum í þrjú ár en áttaði mig á því að við fjarlægðumst hvort annað þegar ég missti fóstur í fyrra og honum virtist vera alveg sama. 

Þegar ég lít til baka þá var hann búinn að vera fjarlægur í smá tíma fyrir það. Unnusti minn er 28 ára og ég er 27 ára og við höfum þekkst síðan við vorum í skóla. Við vinnum bæði fulla vinnu en ég geri allt heima. Ég elda alltaf og þríf og þarf alltaf að taka til eftir hann. Hann hjálpar aldrei og ef ég bið hann um það leiðir það til rifrildis. 

Ég kynntist elskhuga mínum þegar ég átti í erfiðleikum í sambandinu. Hann kom til mín og spurði hvort hann gæti hjálpað. Hann sagði ég liti út fyrir að vera undir álagi. Hann kom bílnum mínum af stað og lét mig hafa símanúmerið sitt og sagði að ég gæti hringt í hann hvenær sem ég vildi til að tala. 

Ég átti afmæli stuttu seinna. Unnusti minn minn hafði ekki gefið mér neitt um morguninn en ég hélt að hann myndi koma mér á óvart um kvöldið. Hann kom mér á óvart en ekki eins og ég átti von á. Upp úr þurru tilkynnti hann mér að hann ætlaði að fara út með vinum sínum af því að það þyrfti að hressa einn við. 

Þegar ég mótmælti sagðist hann hafa gleymt því að ég ætti afmæli og að hann mundi bæta mér það upp um helgina. Ég var svo reið eftir að hann fór út að ég hringdi í manninn af bílastæðinu. Við hittumst í drykk og það voru straumar á milli okkar. Við fórum heim til hans eftir á og stunduðum kynlíf. Það besta sem ég hef stundað. 

Hann er 31 árs og í sambandi en við hittumst eins oft og við getum og kynlífið verður bara betra. Ég veit að það er rangt af mér en mér líður ekki illa. Mér líður eins og ég sé elskuð þegar ég er með honum. 

Konan segir kynlífið með framhjáhaldinu bara verða betra.
Konan segir kynlífið með framhjáhaldinu bara verða betra. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að framhjáhaldið geri vandamál hennar og unnustans aðeins verra. Það hafi verið vandamál til staðar sem versnaði bara við fósturmissinn. 

Kynlífið er kannski frábært en það lítur ekki út fyrir að elskhugi þinn ætli að hætta í sínu sambandi. Þetta gæti bara endað með því að þú verður sár og enn þá í óhamingjusambandi. Segðu elskhuga þínum að þú þurfir að vinna úr sambandsmálum þínum og það þurfi hann einnig að gera. Hættu síðan að hitta hann þangað til að þið vitið bæði hvað þið viljið. 

Ákveddu síðan hvort það sé hægt að bjarga sambandi þínu og unnusta þíns. Segðu að þú sért orðin þreytt á því að gera allt heima og settu kröfu um að þið deilið verkefnunum. Jafnvel þó svo að þið haldið áfram að vera saman, ekki byrja að plana annað barn. Það er ekki gott að fæða barn inn í erfitt samband. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál