Ný pör ættu bara að hittast tvisvar í viku

Alex Rodriguez og Jennifer Lopez fóru geyst af stað. Ætli …
Alex Rodriguez og Jennifer Lopez fóru geyst af stað. Ætli sambandið endist? mbl.is/AFP

Fólk sem er nýbyrjað að rugla saman reytum getur oft ekki hætt að hugsa um hvort annað og vill bara vera með hvort öðru. Sumir fagaðilir mæla þó frekar með því að fólk sem er nýbyrjað saman ætti að passa að eyða ekki miklum tíma saman. 

Independent greinir frá skoðunum geðlæknisins Scott Carroll sem er höfundur bókar um hvernig maður eigi giftast þeim sem manni er ætlað. Að hittast einungis tvisvar í viku er lykillinn að góðri sambandsbyrjun að mati Carrolls. 

Að hans mati er mikilvægt að hittast jafnsjaldan og hann telur til þess að fólk fái rými til þess að ná að átta sig á sínum dýpstu tilfinningum. „Þessar dýpstu tilfinningar eru mikilvægar af því þær hjálpa þér að sjá öll vandamál og viðfangsefni.“

Seth Myers er annar fræðimaður sem hefur sýnt tíðum samverustundum áhuga. Sem sálfræðingur hefur hann séð að það að flýta sér í byrjun sambands getur eyðilagt fyrir fólki. Hann segir að kynferðislegur áhugi aukist ef fólk hittist of oft sem gerir það að verkum að tilfinningarnar verða oft eftir. Það hafi áhrif þegar stefnt er að langtímasambandi. 

Ef fólki er hins vegar raunverulega ætlað að vera saman vill Myers þó ekki meina að tíðar samverustundir eyðileggi fyrir fólki. 

Þessi er ef til vill búin að eyða of miklum …
Þessi er ef til vill búin að eyða of miklum tíma með nýja kærastanum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál