Hrikaleg kynlífsóhöpp

Það þarf að hafa varann á í kynlífi eins og …
Það þarf að hafa varann á í kynlífi eins og öðru. mbl.is/Thinkstockphotos

Mörgum finnst leiðinlegt að fara til læknis og enn fleirum finnst örugglega verra að fara upp á slysó. Það er því rétt hægt að ímynda sér hversu skemmtilegt það er að fara með kynlífsmeiðsl upp á bráðamóttökuna. Women's Health fór yfir nokkur eftirminnileg tilvik sem læknar hafa þurft að takast á við.  

Kona fór á bráðamóttökuna eftir að maki hennar veitti henni munnmök rétt eftir að hann borðaði kryddaðan mat. Sterka sósan sem hann hafði innbyrt fyrir kynlífið gerði það að verkum að konan fékk væg brunasár á kynfærasvæðið. 

Læknir lenti stundum í því að þurfa að fjarlægja hluti úr endaþarmi fólks. Meðal þess sem hann þurfti að fjarlægja var bleikur hafnabolti og í annað sinn þurfti að fjarlægja nokkuð stóra kartöflu. 

Einn læknir man eftir því þegar maður kom á bráðamóttökuna með eiginkonu sinni með það sem kallað er brotið typpi. Maðurinn hafði lent í óhappinu með vændiskonu í hádeginu en útskýringin sem eiginkona hans fékk var að hann hafði hlaupið á rafmagnsstaur. Læknirinn vissi að sjálfsögðu að það væri lygi enda brotnar typpið ekki við mörg tilefni. 

Læknir aðstoðaði karlmann sem var nýbyrjaður í háskóla. Hafði samnemandi hans með teina verið að veita honum munnmök þegar teinarnir opnuðust. Neminn var með skrámur á typpinu auk þess sem bakteríur úr matarleifum úr teinunum höfðu fóðrað sárið. 

Læknir þurfti að hjálpa manni komnum yfir sextugt sem hafði sett giftingarhringinn á typpi sitt. Maðurinn sem átti í erfiðleikum að halda reisn hafði lesið á netinu að það gæti hjálpað að setja hring á typpið. Því miður fyrir manninn var ekki verið að tala um venjulegan giftingarhring. Læknarnir reyndu að klippa hringinn en það gekk ekki upp. Kallað var á slökkviliðið en ekkert gekk hjá þeim heldur. Læknirinn hringdi því í skartgripabúð en hafði ekkert upp úr því. Að lokum náði læknirinn þó að saga hringinn af og sjúklingurinn fékk fræðslu um stinningarlyf. 

Allt kynlíf endar ekki með kúri undir sæng.
Allt kynlíf endar ekki með kúri undir sæng. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál