Á að pissa fyrir eða eftir kynlíf?

Ekki er nauðsynlegt að hlaupa á klósettið í miðjum forleik.
Ekki er nauðsynlegt að hlaupa á klósettið í miðjum forleik. mbl.is/Thinkstockphotos

Margar konur fara á klósettið eftir samfarir og margar fara einnig fyrir samfarir. Þessar klósettferðir eru ekki alltaf vegna þess að konum er mál heldur eru farnar í fyrirbyggjandi tilgangi. Það getur hins vegar dregið úr stemmningunni að hlaupa á klósettið í byrjun forleiks eða tíu sekúndum eftir fullnægingu, stóra spurningin er því eru þessar klósettferðir nauðsynlegar?

Konum hefur lengi verið ráðlagt að pissa eftir samfarir til þess að koma í veg fyrir til dæmis blöðrubólgu. Women's Health greinir frá því að kvensjúkdæmalæknirinn Sarah Horvath segi að það sé ekki nauðsynlegt samkvæmt læknavísindunum að pissa rétt fyrir kynlíf og konur þurfi heldur ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að pissa eftir á, nema þær séu líklegar til þess að fá oft blöðrubólgu. 

Mary Jane Minkin, prófessor við Yale-háskóla, tekur undir með Horvath. „Þrátt fyrir að ég hvetji súklinga mína að pissa fyrir og eftir kynlíf er ekki til mikið af vísindalegum upplýsingum sem styðja þennan ávana,“ segir Minkin sem eins og Horvoth hvetur fólk til þess að drekka vel. 

Horvoth hvetur þó konur til að pissa ef þeim er mál og ekki hafa áhyggjur af kúri eftir samfarir ef þær þurfi á klósettið. „Ef þú þarft að fara, farðu,“ segir hún. 

Samkvæmt þessum sérfræðingum er því ekki nauðsynlegt að pissa fyrir og eftir kynlíf nema konur fái oft blöðrubólgu. Þetta virðist vera ávani sem sumir mæla enn með og líklega engin sérstök ástæða að hætta enda ekki ástæða til að taka óþarfa áhættu. Það virðist þó ekki vera hundrað í hættunni ef að klósettferðin gleymist í hita leiksins.

Ef konur þurfa að pissa eftir kynlíf ættu þær að …
Ef konur þurfa að pissa eftir kynlíf ættu þær að drífa sig á klósettið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál