Er fyrsta árið í hjónabandi það erfiðasta?

Pippa Middleton og James Matthews eru meira en hálfnuð með …
Pippa Middleton og James Matthews eru meira en hálfnuð með fyrsta árið sitt sem hjón. mbl.is/AFP

Því hefur stundum verið haldið fram að fyrsta árið í hjónabandi sé það erfiðasta, eins og að eftir fyrsta árið sé allt bara niður í móti. Sérfræðingar eru ekki endilega sammála þessu en þetta virðist vera leifar af gömlum sið þegar fólk bjó ekki saman áður en það gifti sig. 

Sérfræðingur sem Women's Health ræddi við vill meina að fólk sem glími við mörg vandamál fyrsta árið í hjónabandinu hafi glímt við þessi vandamál áður en það gifti sig. Fyrsta árið ætti að vera yndislegt. 

Reynsla sérfræðingsins kennir honum að það fólk sem glímir við vandamál stuttu eftir brúðkaup hafi reynt að grafa vandamál sín fyrr í sambandinu. Það tók því ekki á vandamálum sem varðar hvernig lífi fólk vilji lifa eins og jafnvægi á vinnu, áhugamálum og fjölskyldu. 

Vandamálið er líklega að verða úrelt og frá því þegar fólk bjó ekki saman fyrir hjónaband. Annar sérfræðingur segir það gott að fólk búi saman áður enda geta vandamál komið upp í sambúð sem koma ekki upp þegar fólk býr hvort á sínum staðnum. Fyrsta árið fer því oft í að takast á um hreinlæti eða hvernig fólk tekst á við vandamál. Um leið kemur upp ákveðið fyrirgefningarhugarfar sem er nauðsynlegt fyrir öll heilbrigð sambönd. 

Ætli öll árin hafi verið erfið í hjónabandi Díönu prinsessu …
Ætli öll árin hafi verið erfið í hjónabandi Díönu prinsessu og Karls Bretaprins? Ljósmynd/RR Auction
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál