Íþróttirnar sem virka á Tinder

Golfmynd gæti gert útslagið.
Golfmynd gæti gert útslagið. mbl.is/Thinkstockphotos

Það skiptir máli er að koma réttu upplýsingunum á framfæri á stefnumótasíðum og stefnumótaforritum. Fólk sem stundar íþróttir og hreyfingu virðist heilla hitt kynið eins og kom fram í tilraun sem Independent  greinir frá. 

Í tilrauninni kom í ljós að það að taka fram að maður stundi ákveðnar íþróttir getur stóraukið líkur á því að kynnast einhverjum á Tinder. Í tilrauninni voru gervinotendur búnir til og notandanum breytt með nokkurra daga milli bili. 

Með tilrauninni sem var þó ekki hávísindaleg kom í ljós að það jók líkurnar töluvert hjá karlmönnum að nefna íþróttir. Ruðningur kom best út en ólíklegt er að það sama eigi við á Íslandi enda ekki vinsæl íþrótt hér á landi. Lyftingar komu í öðru sæti og golf í því þriðja. Gæti það gefið einhverja mynd af því sem virkar hér á landi enda vinsælar íþróttir. 

Það sama á greinilega ekki við um karla og konur enda virtust karlmenn heillast lítið af ruðningi. Það virkaði vel að nefna dans, lyftingar komu þar á eftir og fimleikar í því þriðja.

Fólk sem lyftir heillar fólk af báðum kynjum.
Fólk sem lyftir heillar fólk af báðum kynjum. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál