Vissi ekki hvað egglos var og ...

Kara Kristel Ágústsdóttir skrifar um samskipti kynjanna á bloggsíðu sinni.
Kara Kristel Ágústsdóttir skrifar um samskipti kynjanna á bloggsíðu sinni.
„Það er ótrúlega margt sem ég óska þess að ég hefði vitað, sem ég óska þess að væri kennt í skólum. Ég er búin að ræða þetta við nokkrar vinkonur mínar og ég ætla birta nokkrar færslur á næstunni um aðalatriðin sem við óskum þess að einhver hefði kennt okkur,“ segir Kara Kristel Ágústsdóttir í sinni nýjust bloggfærslu: 

Egglos!

Hvað er egglos? Í alvöru, ég sat inni í herbergi með lækni, 18-19 ára, að fá þær fréttir að ég væri ólétt. Og það fyrsta sem hún spyr mig er hvenær ég var seinast á blæðingum. Svo kemur hún með einhverja óskiljanlega reikniformúlu um hversu langt ég var gengin, og nefnir að ég hafi orðið ólétt á egglosi.

Sorry en hvað er egglos? Ég veit að ég er ekki heimsk, flestar vinkonur mínar sem hafa líka verið óléttar höfðu ekki hugmynd um hvað egglos væri. Það er ekki kennt í skólum. En þegar maður veit hvað það er þá meikar það mikinn sens. Og meikar eiginlega ekki sens að þetta sé ekki kennt.

Egglos á sér oftast stað í miðjum tíðahring, gróflega reiknað 2 vikum eftir fyrsta dag seinustu blæðinga, 2 vikum fyrir næstu blæðingar. Þegar egglosið er eru langmestu líkurnar á því að verða ólétt, því eggið vill frjóvga sig. Það eru nokkrir dagar til og frá sem eru hættudagar, því sæði getur auðvitað lifað í nokkra daga inni í manni. Ef eggið frjóvgast ekki þá byrja blæðingar.

Þetta hljómar svo basic, allir ættu að vita þetta, en það er bara ekki raunin. 

Eflaust margir sem lesa þetta og hugsa, þvílíka vitleysan að vita ekki hvað egglos er.
En er það í alvöru vitleysa? Er þetta kennt? Fæðumst við bara með þessa vitneskju?

Ég vil taka það fram að ég er ekki neinn sérfræðingur, ég vil bara að allar stelpur sem eru kynþroska læri um þetta. Ég sjálf sökk[ti] mér ofan í lestur um þetta á sínum tíma, mér fannst magnað að ég vissi þetta ekki. 

Ég vona að kynfræðslur [sic] grunnskóla á Íslandi séu orðnar skárri en þær voru þegar ég var, en mig grunar að það sé ekki málið. Hver ber ábyrgð á að fræða?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál