5 ráð til að umgangast erfitt fólk

Samkvæmt dr. Phil, Iyanla Vanzant, T. D. Jakes, Steve Harvey og Oprah Winfrey eru fimm ólíkar leiðir til að umgangast erfitt fólk. Í myndbandinu hér að neðan segir dr. Phil að við þurfum að greiða ákveðinn kostnað í öllum okkar samböndum.

„Ef þú þarft að fórna þér í sambandinu er kostnaðurinn þú. Það er ansi dýrkeypt samband. Hins vegar má alltaf færa fórnir og slíkur kostnaður er þá eins konar aðlögun,“ segir hann. Að mati dr. Phil áttu ekki að fórna þér fyrir samband.

Vanzant segir að við þurfum að hafa kraft til að segja nei, kraft til að segja já og ekki útskýra okkur neitt. T.D. Jakes segir að við þurfum að auka skilning okkar á fólki, til dæmis þegar kemur að fjölskyldumeðlimum. Ef einhver er að ganga í gegnum áskorun þá má ekki gera kröfur um að hann endurgjaldi samskipti við þig á heilbrigðan hátt. Taktu tillit og sýndu skilning. Lækkaðu kröfurnar.

Steve Harvey segir að mikilvægt sé að fjarlægja hatara úr lífinu okkar. Hann segir að þeir sem sjá alltaf hið neikvæða við hlutina séu ekki velkomnir inn í hans líf. Lífið gerist og hlutirnir líka. „Ég þarf ekki að hafa fólk sem sér bara neikvæðu hlutina í kringum mig,“ segir hann.

Oprah Winfrey segir að Maya Angelou hafi kennt sér að hlusta ekki á vondar raddir. Hún kenndi mér: „Þær hafi ekkert í það ljós sem Guð hefur nú þegar skínandi á andlit þitt,“ segir hún. „Svo ég lærði að fókusera á ljósið sem Guð hefur á mér, en ekki á fólkið sem reynir að halda uppi ljóstýru af illu um mig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál