Vikuskammturinn kláraðist

Maðurinn missti sjálfsöryggið eftir að konan fór að hafna honum.
Maðurinn missti sjálfsöryggið eftir að konan fór að hafna honum. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlíf para minnkar oft samhliða lengd sambandsins. Karlmaður leitaði til Diedre, ráðgjafa The Sun, þegar löngum nóttum fór að fækka. 

Kæra Deidre, ég bað kærustuna mína um að stunda kynlíf en hún sagði að ég væri búinn með vikuskammtinn. Við erum búin að að vera saman í fjóra mánuði og við áttum það til að stunda kynlíf þrisvar, fjórum sinnum í viku. Við erum bæði 25 ára. 

Nú gerum við það bara einu sinni í viku og hún hafnar mér alltaf þegar ég reyni. Þetta er eins og þetta sé meira eins og húsverk fyrir hana núna. Ég spurði hana og hún sagði mér að hún elskaði mig en liði vel með mér núna þannig að henni finnst hún ekki þurfa gera það jafnoft. Ég er hins vegar ekki jafnsjálfsöruggur og áður þegar hún hafnar mér í sífellu. 

Ráðgjafinn bendir manninum á að ef hún hafi verið að stunda kynlíf aðallega til þess að halda í hann hafi kynlífið ekki verið góð reynsla fyrir hana. 

Þetta er eitthvað sem þið verðið að vinna að í sameiningu, eftir það gæti hún viljað meira kynlíf. Þú getur ekki gert henni til hæfis nema hún segir þér hvernig hún vilji fá það. 

mbl.is/Thinkstockpotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál