Geirvörtur og snípur afar næm svæði

Konan nýtur þess ekki þegar eiginmaður hennar reynir að örva …
Konan nýtur þess ekki þegar eiginmaður hennar reynir að örva sníp hennar og geirvörtur. mbl.is/Thinkstockphotos

Nýgift kona sem á í vanda í kynlífinu leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ég er 33 ára og nýgift. Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi. Ég var misnotuð sem barn en ég hef ekki fundið fyrir þessu vandamáli áður. Tækni eiginmanns míns gæti verið málið en ég var líka í stórri aðgerð og fóstri var eytt, hver ætli sé ástæðan?

Ráðgjafinn leggur áherslu á að hún tali um þetta við eiginmann sinn og hann þurfi að hjálpa henni að leita svara. Hún útilokar ekki að aðgerðin gæti hafa haft áhrif sem og sagan um misnotkunina. 

Hjálpaðu honum að skilja nákvæmlega hver tilfinningin er og biddu sérstaklega um það sem þú þarft á að halda. Margar konur eru hræddar við að gagnrýna bólbrögð maka síns eða afhjúpa viðkvæmni sína. Ef þú hins vegar ræðir þetta án þessa að kenna honum um getur þetta leitt af sér betra kynlíf og meiri nánd og betri tengsl. 

Þegar sannleikurinn er sagður um kynferðislegar þarfir er mikilvægt að ítreka ást þína á makanum og láta hann vita hvað er jákvætt í kynlífinu. Hjálpaðu honum síðan að skilja sérstakar þarfir þínar og reyndu að vera nógu hugrökk til þess að deila sjálfsfróunartækni þinni með honum. Stjórnaðu öllum tilraunum hans blíðlega þangað til að hann nær þessu rétt, verðlaunaðu hann þá með því að koma til móts við hans þarfir. 

Hjónin verða að finna lausn í sameiningu.
Hjónin verða að finna lausn í sameiningu. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál