Sjö ástæður framhjáhalds

Ástæður framhjáhalds eru mismunandi.
Ástæður framhjáhalds eru mismunandi. mbl.is/Thinkstockphotos

Það vill enginn lenda í því að láta halda fram hjá sér og fæstir leggja upp með að halda fram hjá manneskju þegar byrjað er með henni. Samt sem áður er framhjáhald nokkuð algengt og fyrir því eru ýmsar ástæður eins og kemur í ljós í nýrri rannsókn sem Independent greinir frá. 

Ástleysi

Algengasta ástæðan var sú að ástin var ekki lengur jafnsterk og áður. Er þetta merki um að einstaklingum líði eins og þeir séu ekki elskaðir jafnmikið og áður. 

Vilja fleiri kynlífsfélaga

Einkvæni er ekki öllum dýrategundum eðlislægt og það sama á við um mannfólkið. Þetta hefur því lítið að gera með manneskjuna sem er verið að halda fram hjá. Sökin er alfarið þeirra sem fullnægja ekki kynlífsþörf sinni með einni manneskju. 

Lítil tilfinning fyrir skuldbindingu

Tæpur helmingur taldi ástæðuna fyrir því að hafa haldið fram hjá vera þá að þeim fannst þeir ekki skuldbundnir maka sínum. 

Aðstæðurnar

Það er ekkert klisjulegra en að kenna ofdrykkju um heimskulega hegðun. Þó völdu margir að kenna áfengi um hegðun sína. Það verður hins vegar að viðurkennast að þó svo að fólk geti hagað sér heimskulega eftir of marga drykki þá breytast fæstir í allt aðra manneskju. 

Til að auka sjálfsöryggi

Í stað þess að fara á sjálfsstyrkingarnámskeið kjósa sumir að halda fram hjá til að fá staðfestingu á vinsældum sínum. 

Reiði

Margir segja að reiði hafi spilað inn í ákvörðun um ótrúnað og getur þá verið að einhverjir séu að hefna sín á maka sínum. 

Til að stunda kynlíf

Flestir sögðu að ástæðan fyrir framhjáhaldinu hefði bara verið sú að stunda kynlíf. Það er að segja það var útskýring karlmanna.

Einkvæni er ekki fyrir alla.
Einkvæni er ekki fyrir alla. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál