Undir kjólnum leyndist typpi

Maðurinn var hissa þegar konan fór úr fötunum.
Maðurinn var hissa þegar konan fór úr fötunum. mbl.is/Thinkstockphotos

Karlmaður leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun, eftir að hann fór heim með konu með karlkynskynfæri. 

Kæra Deidre, ég fór heim með konu sem ég hitti á næturklúbbi. Ég varð hissa þegar við fórum úr fötunum og sá að hún var með karlkynskynfæri. Þetta var mjög óvænt en við skemmtum okkur þó vel í rúminu.

Ég er 46 ára gamall karlmaður og hef alltaf verið gagnkynhneigður. Ég var giftur í 24 ár áður en ég skildi og aldrei hefur verið kvartað undan því hvernig ég stend mig í rúminu.

Gamall kunningi hafði samband og stakk upp á því að færum út saman. Við byrjuðum á barnum og svo stakk hann upp á því að við færum á hinsegin stað. Ég var ekki hrifinn en hann sagði mér að það mætti allskonar fólk og það væri góð stemming þar. Ég samþykkti og varð að viðurkenna að hann hafði rétt fyrir sér. Svo byrjaði kona að dansa við mig. Hún virtist vera 35 ára með augu sem báðu mig að koma með sér í rúmið. Hún bað mig um að kaupa handa sér drykk og þá vissi ég að ég ætti séns. 

Hún bauð mér heim til sín, vinur minn var þá farinn heim. Um leið og við komum inn byrjaði hún að klæða mig úr og ýtti mér í rúmið. Hún fór úr nærbuxunum og þá sá ég hvað hún hafði að geyma. 

Hún kyssti mig daginn eftir og gaf mér tebolla. Við fengum númerið hvort hjá öðru og síðan fór ég heim. „Hittumst aftur,“ sendir hún mér. Mér finnst það freistandi en hvað segir það um mig? Er ég að verða samkynhneigður eftir öll þessi ár?

Maðurinn hélt að hann væri samkynhneigður.
Maðurinn hélt að hann væri samkynhneigður. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að málið sé ósköp einfalt, kynhneigð fólks er á meira reiki en við höldum. 

Það er ekki óalgengt að maður eða kona sem hefur alltaf skilgreint sig sem gagnkynhneigða manneskju finni seinna ást með manneskju af sama kyni. Í þínu tilfelli féllst þú fyrir manneskju sem þú hélst að væri kona en uppgötvaðir síðan að væri með kynfæri karls. 

Það var mögulega undrunin og ruglingurinn sem kveikti í þér, að minnsta kosti að hluta til. Ef þú ætlar þér að taka þetta lengra, af hverju ekki að prófa það? Eins og með aðra nýja maka, taktu þetta bara skref fyrir skref og stundaðu öruggt kynlíf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál