Konan fær fullnægingu í forleiknum

Manninum finnst eins og forleikurinn snúist bara um konuna.
Manninum finnst eins og forleikurinn snúist bara um konuna. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður sem er ekki nógu ánægður með kynlífið í hjónabandinu leitaði til Pamelu Stephenson Connolly ráðgjafa the guardian

Konan mín skipuleggur kynlíf einu sinni í viku. Forleikurinn snýst um að æsa hana og hún fær það alltaf áður en við hefjum samfarir. Eftir kynlíf er ég tómur og fullur eftirsjár þar sem mér finnst ég bara vera að þjónusta hana. Mig langar að prófa nýja hluti og hef reynt að tala um það við hana en hún neitar að hlusta. 

Ég er nálægt því að leysa þetta bara með því að bíða eftir að hún taki fyrsta skrefið sem ég efast um að muni gerast. Ég elska hana svo mikið og er mjög hrifinn af henni og vil setja tilfinningar mínar í þriðja sætið, á eftir konunni minni og börnum, en ég er farinn að efast um hversu lengi ég get þetta. 

Ráðgjafinn segir manninum að hann sé alltof hjálpsamur og segir að margir haldi ranglega að það að hugsa um sjálfan sig sé alltaf gott. Hér þurfi að laga ójafnvægið í sambandinu, ekki bara í kynlífinu. 

Það er mikilvægt að þú látir eiginkonu þína vita hverjar þarfir þínar eru og biddu um málamiðlun. Mig grunar að þú leyfir henni að stjórna flestu öðru í sambandi ykkar og það væri í lagi ef þú værir ekki leiður og sár. Það er kominn tími til þess að tala opinskátt um þennan samning ykkar. 

Segðu henni frá tilfinningum þínum um það sem þér finnst ekki vera í jafnvægi eða ósanngjarnt og hlustaðu sömuleiðis á tilfinningar og rök hennar. Framtíðarhamingja þín og velferð veltur á getu þinni til þess að semja um betri samskipti sem eru sanngjarnari fyrir ykkur bæði. Mundu að börnin þín skynja óafvitandi aðgerðaleysi þitt sem leiðir til óhamingju. Vertu fyrirmynd, kenndu þeim heilbrigt sjálfsöryggi. 

Eiginmaðurinn er ekki nógu ánægður með kynlífið.
Eiginmaðurinn er ekki nógu ánægður með kynlífið. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál