Fjögur atriði sem virka ekki í bólinu

Kossatæknin skiptir máli en er þó ekki aðalatriðið.
Kossatæknin skiptir máli en er þó ekki aðalatriðið. mbl.is/Thinkstockphotos

Það vill enginn vera þekktur fyrir að vera lélegur í rúminu, en hvað fær fólk eiginlega til þess að þykja kynlífreynslan slæm? Ein af stærstu stefnumótasíðum í heiminum gerði könnun á rómantíkinni í lífi notenda sinna. 

Men's Health greinir frá því að yfir fimm þúsund einhleypt fólk yfir 18 ára aldri tók þátt í könnuninni. Hvað er það líklegasta til þess að gefa kynlífinu lélega einkunn var ein spurningin í könnuninni. 

1. Of mikið tal

82 prósent þeirra sem svöruðu töldu það slæmt þegar hinn aðilinn talaði of mikið. 

2. Engin ástríða

74 prósent þeirra sem svöruðu sögðu að þegar ástríðan væri lítil væri kynlífið lélegt. 

3. Of lítil hreyfing

63 prósent þeirra sem svöruðu sögðu að þegar hreyfingin í kynlífinu væri lítil væri upplifunin ekki góð. 

4. Slæmir kossar

Kossarnir skipta greinilega ekki öllu máli en 62 prósent þeirra sem svöruðu voru líkleg til þess að meta kynlíf lélegt ef að kossatæknin væri léleg. 

Er talað of mikið?
Er talað of mikið? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál