Slíttu sambandinu út frá stjörnumerkinu

Stjörnumerkin segja margt um persónuleika okkar.
Stjörnumerkin segja margt um persónuleika okkar. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef þú ert í sambandsslitahugðleiðingum en veist ekki hvaða aðferð þú átt að nota, eiga rólega samræður eða bara láta þig hverfa getur stjörnumerkið þitt veitt þér hjálp. Stjörnuspekingurinn Donna Page fór yfir með Women's Heatlh hvaða aðferðir henta stjörnumerkjunum. 

Hrút­ur­inn - 21. mars til 19. apríl

Page segir að það sé freistandi fyrir hrútinn að binda enda á allt eftir stormasamt rifrildi. Hún hvetur hrútinn til þess að fara á móti sínu náttúrulega eðli og draga djúpt andann og bíða einn dag til þess að vera viss um að þetta sé það sem hann vill. 

Nautið - 20. apríl til 20. maí

Nautið vill ekki ana að neinu og það er í fínu lagi. Þegar búið er að ræða málið gæti nautið viljað stunda kynlíf með hinum aðilanum einu sinni í viðbót. Í þeim tilvikum er mikilvægt að báðir aðilar séu á sömu blaðsíðunni. 

Tví­bur­inn - 21. maí til 20. júní

Tvíburi hefur ekki úr mörgum aðferðum að velja þegar kemur að sambandsslitum. Hún bendir á að tvíburinn geti sest niður á hefðbundinn hátt og rætt málin en ef það gerir stöðuna bara verri er í lagi að hringja. Tvíburanum líður betur þegar hann er búinn segja frá því hvernig honum líður. 

Er sambandið ekki að ganga upp?
Er sambandið ekki að ganga upp? mbl.is/Thinkstockphotos

Krabb­inn - 21. júní til 22. júlí

Page segir að krabbinn hafi tilhneigingu til að bíða, meira að segja þegar hlutirnir eru alls ekki að ganga upp. Þegar hann er loksins tilbúinn að taka ákvörðunin verður það mjög erfitt. Þess vegna er mikilvægt að láta hinn aðilann vita að þú hafir reynt. Krabbinn ætti að segja manneskju upp á stað þar sem hann er ólíklegur til þess að fara að gráta. 

Ljónið - 23. júlí til 22. ág­úst

Það hentar ljóninu að eiga djúpar samræður við maka sinn um hvað sé ekki að virka fyrir það. Ljónið þarf samt að passa upp á það að kvarta ekki of mikið. Það ætti að reyna að hvetja hinn aðilann áfram og hugga hann með því að ný ást sé handan við hornið. Svo ætti ljónið að meðtaka það sem það hafði í sambandinu og halda áfram. 

Meyj­an - 23. ág­úst til 22. sept­em­ber

Þrátt fyrir að tilfinningar skipta máli þá skiptir hið praktíska ekki síður máli fyrir meyjuna. Ef parið er ekki sammála um hvað það vill finnst meyjunni ekkert vit í sambandinu. Meyjan ætti að setjast niður með hinum aðilanum fara yfir það að þið reynduð en það hafi ekki gengið. 

Vog­in - 23. sept­em­ber til 22. októ­ber

Vogir eru indælar manneskjur en það getur verið ruglingslegt fyrir hinn aðilann ef vogin reynir að vera afar indæl í sambandsslitum. Vogin ætti að útskýra fyrir hinum aðilanum hvað virkaði ekki í stað þess að fara í kringum það á góðan hátt. 

Sporðdrek­inn - 23. októ­ber til 21. nóv­em­ber  

Sporðdrekinn á það til að vilja ná hefndum. Í stað þess þó að fara yfir allt það sem var ömurlegt við sambandið ætti sporðdrekinn að eiga samræður við hinn aðilann um hvað virkaði ekki og hvað þið áttuð sameiginlegt þangað til búið er að hreinsa loftið. 

Fólki líður oft betur þegar það talar saman.
Fólki líður oft betur þegar það talar saman. mbl.is/Thinkstockphotos

Bogmaður­inn - 22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber

Það er freistandi fyrir bogmanninn að hlaupa í burtu og takast ekki á við það að þurfa að hætta með manneskju. Það virkar auðvitað ekki svo. Page hvetur bogmenn til þess að tala um hlutina án þess að kenna einhverjum um. 

Stein­geit­in - 22. des­em­ber til 19. janú­ar

Steingeitin þarf að vera viss um að hafa enga eftirsjá þegar hún hættir í sambandi. Stjörnuspekingurinn segir það í góðu lagi fyrir steingeitina að taka sinn tíma. Hún mælir síðan með að hún hætti með manneskju eins og hún væri á viðskiptafundi til dæmis með því að hittast í kaffi eða hádegismat. Þar getur steingeitin útskýrt hvað virkaði ekki. 

Vatns­ber­inn - 20. janú­ar til 18. fe­brú­ar

Svo lengi sem sambandið endar ekki mjög illa vill vatnsberinn halda vinasambandi, hann þarf bara að vera viss um að hinn aðilinn skilji hvað er að vera bara vinur. 

Fisk­ur­inn - 19. fe­brú­ar til 20. mars

Það getur tekið fiskinn dágóðan tíma að átta sig á því hvort hann vilji virkilega slíta sambandinu, þegar hann hefur hinsvegar gert það er hann tilbúinn. Stjörnuspekingurinn mælir með að fiskurinn setjist niður með hinum aðilanum og segi frá tilfinningum sínum. 

mbl.is

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

15:30 Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

12:14 Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

09:15 Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

06:00 Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

Í gær, 23:59 Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

Í gær, 21:00 Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

í gær Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

í gær Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

í gær Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

í gær Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

í gær Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

í fyrradag Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

í fyrradag Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

16.10. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16.10. „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

16.10. Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

16.10. „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

16.10. Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

15.10. Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

15.10. „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »