Slíttu sambandinu út frá stjörnumerkinu

Stjörnumerkin segja margt um persónuleika okkar.
Stjörnumerkin segja margt um persónuleika okkar. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef þú ert í sambandsslitahugðleiðingum en veist ekki hvaða aðferð þú átt að nota, eiga rólega samræður eða bara láta þig hverfa getur stjörnumerkið þitt veitt þér hjálp. Stjörnuspekingurinn Donna Page fór yfir með Women's Heatlh hvaða aðferðir henta stjörnumerkjunum. 

Hrút­ur­inn - 21. mars til 19. apríl

Page segir að það sé freistandi fyrir hrútinn að binda enda á allt eftir stormasamt rifrildi. Hún hvetur hrútinn til þess að fara á móti sínu náttúrulega eðli og draga djúpt andann og bíða einn dag til þess að vera viss um að þetta sé það sem hann vill. 

Nautið - 20. apríl til 20. maí

Nautið vill ekki ana að neinu og það er í fínu lagi. Þegar búið er að ræða málið gæti nautið viljað stunda kynlíf með hinum aðilanum einu sinni í viðbót. Í þeim tilvikum er mikilvægt að báðir aðilar séu á sömu blaðsíðunni. 

Tví­bur­inn - 21. maí til 20. júní

Tvíburi hefur ekki úr mörgum aðferðum að velja þegar kemur að sambandsslitum. Hún bendir á að tvíburinn geti sest niður á hefðbundinn hátt og rætt málin en ef það gerir stöðuna bara verri er í lagi að hringja. Tvíburanum líður betur þegar hann er búinn segja frá því hvernig honum líður. 

Er sambandið ekki að ganga upp?
Er sambandið ekki að ganga upp? mbl.is/Thinkstockphotos

Krabb­inn - 21. júní til 22. júlí

Page segir að krabbinn hafi tilhneigingu til að bíða, meira að segja þegar hlutirnir eru alls ekki að ganga upp. Þegar hann er loksins tilbúinn að taka ákvörðunin verður það mjög erfitt. Þess vegna er mikilvægt að láta hinn aðilann vita að þú hafir reynt. Krabbinn ætti að segja manneskju upp á stað þar sem hann er ólíklegur til þess að fara að gráta. 

Ljónið - 23. júlí til 22. ág­úst

Það hentar ljóninu að eiga djúpar samræður við maka sinn um hvað sé ekki að virka fyrir það. Ljónið þarf samt að passa upp á það að kvarta ekki of mikið. Það ætti að reyna að hvetja hinn aðilann áfram og hugga hann með því að ný ást sé handan við hornið. Svo ætti ljónið að meðtaka það sem það hafði í sambandinu og halda áfram. 

Meyj­an - 23. ág­úst til 22. sept­em­ber

Þrátt fyrir að tilfinningar skipta máli þá skiptir hið praktíska ekki síður máli fyrir meyjuna. Ef parið er ekki sammála um hvað það vill finnst meyjunni ekkert vit í sambandinu. Meyjan ætti að setjast niður með hinum aðilanum fara yfir það að þið reynduð en það hafi ekki gengið. 

Vog­in - 23. sept­em­ber til 22. októ­ber

Vogir eru indælar manneskjur en það getur verið ruglingslegt fyrir hinn aðilann ef vogin reynir að vera afar indæl í sambandsslitum. Vogin ætti að útskýra fyrir hinum aðilanum hvað virkaði ekki í stað þess að fara í kringum það á góðan hátt. 

Sporðdrek­inn - 23. októ­ber til 21. nóv­em­ber  

Sporðdrekinn á það til að vilja ná hefndum. Í stað þess þó að fara yfir allt það sem var ömurlegt við sambandið ætti sporðdrekinn að eiga samræður við hinn aðilann um hvað virkaði ekki og hvað þið áttuð sameiginlegt þangað til búið er að hreinsa loftið. 

Fólki líður oft betur þegar það talar saman.
Fólki líður oft betur þegar það talar saman. mbl.is/Thinkstockphotos

Bogmaður­inn - 22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber

Það er freistandi fyrir bogmanninn að hlaupa í burtu og takast ekki á við það að þurfa að hætta með manneskju. Það virkar auðvitað ekki svo. Page hvetur bogmenn til þess að tala um hlutina án þess að kenna einhverjum um. 

Stein­geit­in - 22. des­em­ber til 19. janú­ar

Steingeitin þarf að vera viss um að hafa enga eftirsjá þegar hún hættir í sambandi. Stjörnuspekingurinn segir það í góðu lagi fyrir steingeitina að taka sinn tíma. Hún mælir síðan með að hún hætti með manneskju eins og hún væri á viðskiptafundi til dæmis með því að hittast í kaffi eða hádegismat. Þar getur steingeitin útskýrt hvað virkaði ekki. 

Vatns­ber­inn - 20. janú­ar til 18. fe­brú­ar

Svo lengi sem sambandið endar ekki mjög illa vill vatnsberinn halda vinasambandi, hann þarf bara að vera viss um að hinn aðilinn skilji hvað er að vera bara vinur. 

Fisk­ur­inn - 19. fe­brú­ar til 20. mars

Það getur tekið fiskinn dágóðan tíma að átta sig á því hvort hann vilji virkilega slíta sambandinu, þegar hann hefur hinsvegar gert það er hann tilbúinn. Stjörnuspekingurinn mælir með að fiskurinn setjist niður með hinum aðilanum og segi frá tilfinningum sínum. 

mbl.is

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

Í gær, 18:00 Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

Í gær, 16:00 „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

Í gær, 13:16 Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

Í gær, 11:06 „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

í gær „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

í fyrradag Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

í fyrradag Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

í fyrradag Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í fyrradag Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í fyrradag Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

20.2. Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

20.2. Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

19.2. Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »