Slíttu sambandinu út frá stjörnumerkinu

Stjörnumerkin segja margt um persónuleika okkar.
Stjörnumerkin segja margt um persónuleika okkar. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef þú ert í sambandsslitahugðleiðingum en veist ekki hvaða aðferð þú átt að nota, eiga rólega samræður eða bara láta þig hverfa getur stjörnumerkið þitt veitt þér hjálp. Stjörnuspekingurinn Donna Page fór yfir með Women's Heatlh hvaða aðferðir henta stjörnumerkjunum. 

Hrút­ur­inn - 21. mars til 19. apríl

Page segir að það sé freistandi fyrir hrútinn að binda enda á allt eftir stormasamt rifrildi. Hún hvetur hrútinn til þess að fara á móti sínu náttúrulega eðli og draga djúpt andann og bíða einn dag til þess að vera viss um að þetta sé það sem hann vill. 

Nautið - 20. apríl til 20. maí

Nautið vill ekki ana að neinu og það er í fínu lagi. Þegar búið er að ræða málið gæti nautið viljað stunda kynlíf með hinum aðilanum einu sinni í viðbót. Í þeim tilvikum er mikilvægt að báðir aðilar séu á sömu blaðsíðunni. 

Tví­bur­inn - 21. maí til 20. júní

Tvíburi hefur ekki úr mörgum aðferðum að velja þegar kemur að sambandsslitum. Hún bendir á að tvíburinn geti sest niður á hefðbundinn hátt og rætt málin en ef það gerir stöðuna bara verri er í lagi að hringja. Tvíburanum líður betur þegar hann er búinn segja frá því hvernig honum líður. 

Er sambandið ekki að ganga upp?
Er sambandið ekki að ganga upp? mbl.is/Thinkstockphotos

Krabb­inn - 21. júní til 22. júlí

Page segir að krabbinn hafi tilhneigingu til að bíða, meira að segja þegar hlutirnir eru alls ekki að ganga upp. Þegar hann er loksins tilbúinn að taka ákvörðunin verður það mjög erfitt. Þess vegna er mikilvægt að láta hinn aðilann vita að þú hafir reynt. Krabbinn ætti að segja manneskju upp á stað þar sem hann er ólíklegur til þess að fara að gráta. 

Ljónið - 23. júlí til 22. ág­úst

Það hentar ljóninu að eiga djúpar samræður við maka sinn um hvað sé ekki að virka fyrir það. Ljónið þarf samt að passa upp á það að kvarta ekki of mikið. Það ætti að reyna að hvetja hinn aðilann áfram og hugga hann með því að ný ást sé handan við hornið. Svo ætti ljónið að meðtaka það sem það hafði í sambandinu og halda áfram. 

Meyj­an - 23. ág­úst til 22. sept­em­ber

Þrátt fyrir að tilfinningar skipta máli þá skiptir hið praktíska ekki síður máli fyrir meyjuna. Ef parið er ekki sammála um hvað það vill finnst meyjunni ekkert vit í sambandinu. Meyjan ætti að setjast niður með hinum aðilanum fara yfir það að þið reynduð en það hafi ekki gengið. 

Vog­in - 23. sept­em­ber til 22. októ­ber

Vogir eru indælar manneskjur en það getur verið ruglingslegt fyrir hinn aðilann ef vogin reynir að vera afar indæl í sambandsslitum. Vogin ætti að útskýra fyrir hinum aðilanum hvað virkaði ekki í stað þess að fara í kringum það á góðan hátt. 

Sporðdrek­inn - 23. októ­ber til 21. nóv­em­ber  

Sporðdrekinn á það til að vilja ná hefndum. Í stað þess þó að fara yfir allt það sem var ömurlegt við sambandið ætti sporðdrekinn að eiga samræður við hinn aðilann um hvað virkaði ekki og hvað þið áttuð sameiginlegt þangað til búið er að hreinsa loftið. 

Fólki líður oft betur þegar það talar saman.
Fólki líður oft betur þegar það talar saman. mbl.is/Thinkstockphotos

Bogmaður­inn - 22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber

Það er freistandi fyrir bogmanninn að hlaupa í burtu og takast ekki á við það að þurfa að hætta með manneskju. Það virkar auðvitað ekki svo. Page hvetur bogmenn til þess að tala um hlutina án þess að kenna einhverjum um. 

Stein­geit­in - 22. des­em­ber til 19. janú­ar

Steingeitin þarf að vera viss um að hafa enga eftirsjá þegar hún hættir í sambandi. Stjörnuspekingurinn segir það í góðu lagi fyrir steingeitina að taka sinn tíma. Hún mælir síðan með að hún hætti með manneskju eins og hún væri á viðskiptafundi til dæmis með því að hittast í kaffi eða hádegismat. Þar getur steingeitin útskýrt hvað virkaði ekki. 

Vatns­ber­inn - 20. janú­ar til 18. fe­brú­ar

Svo lengi sem sambandið endar ekki mjög illa vill vatnsberinn halda vinasambandi, hann þarf bara að vera viss um að hinn aðilinn skilji hvað er að vera bara vinur. 

Fisk­ur­inn - 19. fe­brú­ar til 20. mars

Það getur tekið fiskinn dágóðan tíma að átta sig á því hvort hann vilji virkilega slíta sambandinu, þegar hann hefur hinsvegar gert það er hann tilbúinn. Stjörnuspekingurinn mælir með að fiskurinn setjist niður með hinum aðilanum og segi frá tilfinningum sínum. 

mbl.is

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í gær Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í gær Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »