7 merki um að manneskjan sé sú rétta

Er manneskjan sem þú ert að hitta góður hlustandi?
Er manneskjan sem þú ert að hitta góður hlustandi? mbl.is/Thinkstockphotos

Hvernig er hægt að vita að sá aðili sem þú ert að hitta sé réttur fyrir þig? Það getur verið erfitt að ákveða að taka næsta skref en hér eru nokkur atriði sem sambandssérfæringar segja að séu merki um að manneskjan sé sú rétta samkvæmt Business Insider

1. Þegar þú ert á bar, veitingastað eða einhvers staðar úti með manneskjunni sem þú ert að hitta, fylgist þú grannt með því hverjir sjái ykkur eða viltu að allir sjái ykkur saman? Ef seinni kosturinn á við þig er sambandið á réttri leið. 

2. Manneskja sem verður sjálfkrafa spennt fyrir árangri þínum og markmiðum er líkleg til þess að vera sú rétta. Sambandið er óheilbrigt ef þér líður eins og þú þurfir að halda aftur af þér. 

3. Ef manneskjan vill breyta þér er það ekki gott merki. Það þýðir að hún samþykkir þig ekki eins og þú ert og er líklega aðeins of stjórnsöm. 

Passar manneskjan inn í líf þitt utan svefnherbergisveggjanna?
Passar manneskjan inn í líf þitt utan svefnherbergisveggjanna? mbl.is/Thinkstockphotos

4. Það er gott merki ef þú sérð manneskjuna passa inn í líf þitt, ekki bara inn í svefnherbergi. Getur manneskjan átt samleið með vinum þínum og fjölskyldu? Hafi þið áhuga á sömu hlutunum? 

5. Ef manneskjan hlustar á þig er það góðs viti. Manneskja sem er góð í að hlusta sýnir lífi þínu mikinn áhuga og hlustar af athygli og man hvað þú hefur sagt henni. Það er því ekki gott merki ef manneskjan sem þú ert að hitta spyr þig aldrei út í daginn og missir áhugann þegar þú byrjar að tala. 

6. Ef manneskjan hugsar um að gera þig að hamingjusömum einstaklingi og þú hugsar sömuleiðis um að gera hana hamingjusama er það góðs viti. Í langtímasamböndum þarf sífellt að gera málamiðlanir og ef maki getur ekki forgangsraðað og hugsar bara um eigin hamingju er líklegt að illa fari fyrir sambandinu. 

7. Eitt mjög gott merki um að manneskjan sem þú ert að hitta sé sú rétta er hvernig hún kemur fram við þig þegar þú ert leið/ur eða átt slæman dag. Er manneskjan full samúðar og umhyggjusöm?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál