Vill tilfinningaríkt kynferðislegt samband

Fólk hefur misjafna reynslu úr fyrri samböndum.
Fólk hefur misjafna reynslu úr fyrri samböndum. mbl.is/ThinkstockPhotos

Karl sem er ekki nógu ánægður með nýju kærustunni leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ég er búinn að vera giftur tvisvar, einu sinni skilinn og einu sinni ekkill, nú er ég í nýju sambandi með elskulegri og umhyggjusamri konu sem ég dýrka. Eins og hún viðurkennir þá er hún óreynd í kynlífinu. „Að leggjast og hugsa um England,“ þannig lýsir hún kynlífinu sem hún stundaði með eiginmanni sínum og segir að þau hafi einungis stundað kynlíf þegar hann vildi, án alls forleiks. 

Ég vil hugsa um þarfir og langanir maka míns, eitthvað sem hún telur sig ekki hafa. Ég er að reyna að vera þolinmóður en vil að við eigum í djúpu og tilfinningaríku kynferðislegu sambandi þar sem við bæði getum sagt frá því hvað við viljum og hvernig við viljum það. 

Ráðgjafinn segir manninum að hann verði að vera þolinmóður.

Náin kynferðisleg samskipti eru ástarlot fyrir lengra komna. Þegar manneskja hefur verið eins afskipt í kynlífi og þú lýsir tekur það tíma að læra að taka á móti unun sem og að veita hana. Þetta verkefni er mögulega erfiðara en þú heldur, af því nýi makinn þinn hefur lært að hunsa langanir sínar og virða aðeins langanir maka síns. 

Þú ert á réttri leið með því að hjálpa henni að endurheimta kynferðislegt sjálf sitt. Ekki gleyma þeim möguleika að henni gæti liðið illa yfir því að leyfa sér að upplifa nautn. Ekki gera óraunsæjar væntingar um að hún byrji að njóta kynlífs strax. Henni líður örugglega að einhverju leyti illa með að fyrra kynlíf sitt og reynsluleysi sitt, svo mikil tilfinninganæmni er mikilvæg. Virtu hraða hennar og fyrir alla muni ekki láta henni líða eins og hún sé tilneydd til að þess að njóta til þess að reyna gera þér til geðs.

Óraunsæjar væntingar þjóna engum tilgangi.
Óraunsæjar væntingar þjóna engum tilgangi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál