Átta atriði sem auka kynhvötina

Kynhvötina er hægt að bæta með ýmsum aðferðum.
Kynhvötina er hægt að bæta með ýmsum aðferðum. mbl.is/Thinkstockphotos

Lítið kynlíf í samböndum þýðir ekki endilega óhamingja og ástleysi. Stundum er kynhvötin einfaldlega ekki upp á sitt besta. Það góða er að það er hægt að bæta kynhvötina með ýmsum ráðum eins og Prevention greinir frá. 

Dökkt súkkulaði

Það eru efnafræðileg rök fyrir því að dökkt súkkulaði bætir kynhvötina. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að súkkulaðiát bæti kynlíf kvenna. Gott er að velja 85 prósent gæðasúkkulaði með litlum sykri. Óþarfi er að borða heila plötu í einu en einn til tveir molar ætti að vera góður skammtur.

Súkkulaði er allra meina bót.
Súkkulaði er allra meina bót. mbl.is/Getty Images

Lítið áfengi

Eitt og eitt vínglas er kannski í lagi en of mikil áfengisneysla getur fljótlega drepið kynhvötina. Áfengið getur haft neikvæð áhrif á kynlíf fólks, getan getur minnkað og geta til þess að fá fullnægingu getur einnig minnkað. 

Maca

Guðrún Bergmann skrifaði í pistli um Maca-rótina að hún gæti meðal annars bætt kyngetu og frjósemi. Það kemur því ekki á óvart að Maca-rótin sé nefnd í upptalningu Prevention. 

Vatnsdrykkja

Aukin vatnsdrykkja er lykillinn að mörgum líkamlegum vandamálum. Vökvaþurrð kemur fólki ekki beint í gírinn, veldur höfuðverk og þurrki í öllum skilningi. 

Hreyfing

Testósterón eykst við æfingar en það er lykillinn að mikilli kynhvöt. Að taka æfingu með maka sínum ætti því að vera góð ávísun að meiri kynhvöt. 

Hreyfing getur aukið kynhvötina.
Hreyfing getur aukið kynhvötina. mbl.is/Getty Images

Ginseng

Það gæti verið kominn tími til þess að taka fram Rautt eðalginseng aftur ef eitthvað vantar upp á kynhvötina en ginseng er talið geta bætt kynhvötina. 

Stunda meira kynlíf

Það þarf ekki endilega stórinnkaup af lífrænum vörum og lækningajurtum til þess að bæta kynhvötina. Fólk langar frekar til þess að stunda kynlíf ef það er stutt síðan það gerði það síðast, hamingjuhormónin sem myndast í kynlífi senda skýr skilaboð. 

Nýjungagirni

Ævintýri geta gert hlutina spennandi, aukið adrenalínflæði skilar sér í meiri kynhvöt. Pör geta ferðast til nýrra staða, prófað nýja íþrótt saman svo dæmi sé nefnt til þess að auka spennuna.  

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál