Gott kynlíf kemur ekki af sjálfu sér

Allir dagar eru Valentínusardagar að mati Ragnheiðar sem sérhæfir sig ...
Allir dagar eru Valentínusardagar að mati Ragnheiðar sem sérhæfir sig sem kynlífsráðgjafi fyrir fólk sem vill meira í rúminu. mbl.is/Thinkstockphotos

Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Hún starfar meðal annars við ráðgjöf hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni þar sem hún aðstoðar fólk við að gera gott kynlíf betra sem og að vinna úr áskorunum þegar kemur að kynlífi.

Aðspurð um hvað sé hægt að gera til hátíðarbrigða í kynlífinu á degi elskanda segir hún: „Ég mæli með að fólk skrifi kynlífsfantasíu inn í Valentínusarkortið í dag. Skrifaðu eithvað sem þig hefur alltaf langað til að gera með makanum þínum. Slíkar sögur geta hleypt inn í sambönd nýju súrefni og opnað brautir á milli fólks sem hafa áður verið lokaðar. Þú þarft ekki að gera það sem þú skrifar. En fantasían getur vakið upp umræður sem eru skemmtilegar og kannski kveikt hugmyndir um hvernig má nálgast hana. Enda er svo gaman að hjálpa þeim sem maður elskar að upplifa eitthvað sem honum finnst nýtt og spennandi.“

Færðu trúboðann inn í stofu

Hvað viltu segja við þá sem eru í trúboðsstellingunni alla daga? 

„Ef viðkomandi er sjúklega sáttur við trúboðann, ljósin slökkt og biblíuna á borðinu og kynlífsfélaginn eða félagarnir eru sáttir líka, þá er kannski ekki stór ástæða til að breyta hlutunum. En ef fólk langar að gera eitthvað meira, þá má til dæmis byrja á að færa trúboðann inn í stofu eða á baðherbergisgólfið. Stundum er ágætt að byrja í litlum skrefum.“

Ragnheiður útskýrir hvernig það verður meiri vinna að halda neistanum í gangi, eftir því sem árin líða í samböndum, en það komi ýmislegt annað í staðinn eins og aukin nánd, traust og svo framvegis. „Tímabilið þar sem maðr er með straum í æxlunarfærunum allan daginn er auðvitað agalega skemmtielgt, þegar við stökkvum á hvort annað við hvert tækifæri. Það er ekki raunhæft að svona sé ástandið árum saman, en við viljum halda í löngum og losta í samböndum.“ 

Ragnheiður veit meira en margir um kynlíf.
Ragnheiður veit meira en margir um kynlíf.

Nýjungar kveikja í okkur

Gott kynlíf kemur þá kannski ekki af sjálfu sér?

„Nei, alls ekki. Þetta er alltaf vinna og við getum farið ólíkar leiðir til að vinna í þessu sem er jákvætt.“

Af hverju er svona erfitt að halda spennunni gangandi?

„Við erum bara þannig gerð að nýjungar kveikja meira í okkur, en eitthvað sem við þekkjum vel. Þannig að þó að fólk sé í sambandi þá getur það fyllst af losta gagnvart öðru fólki, þó að það hafi gert samning um að vera í sambandi með einum aðila. Einkvænissamningurinn gengur venjulega út á að gera ekki eitthvað í þessum losta. En það er algjörlega ómögulegt að segja að maður muni aldrei girnast aðra þó að maður fari í samband. Áhugi á öðru fólki getur meira að segja nýst okkur inn í sambandinu.“

Ragnheiður útskýrir hvernig basl og barneignir geta verið áskorun fyrir kynlífið. Slíkt komi í veg fyrir að fólk hafi tíma eða getu til að stunda kynlíf saman.

„Sem betur fer ná flestir sér á strik eftir smábarnatímabilið. Það má til dæmis mæla með því að pör fullorðinskvöld, fari á stefnumót og geri eitthvað rómantískt fyrir hvort annað.“

Ef þú vilt stunda kynlíf þá er það gott

En hvernig veit maður hvort kynlífið með makanum sé gott?

„Besta vísbendingin er hvort þig langar í kynlíf? Leiðirðu hugann að kynlífi í dagsins önn? Stundarðu kynlíf með sjálfum þér? ERtu dugleg/duglegur að viðhalda lostanum, upplifirðu kynorkuna þín í daglegu lífi?

Að mínu mati er mikilvægt að upplifa hið lostafulla í heiminum, með öllum skynfærunum. Að leyfa tilverunni að kitla í okkur kynveruna alla daga.“

Ragnheiður segir að tengt því að vita hvort makinn þinn sé ánægður með kynlífið, þá sé það eina í stöðunni að nota orðin. „Þú verður bara að spyrja makann þinn um hvort hann/hún sé ánægð með kynlífið. Svo er áhugi á kynlífi prýðileg vísbending líka.“ 

Við erum gerð fyrir nýjungar, kúnstin er að halda í ...
Við erum gerð fyrir nýjungar, kúnstin er að halda í spennuna í samböndum. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlíf er ekki bara samfarir

Algengasta mýtan að mati Ragnheiðar þegar kemur að kynlífi er að það innihaldi alltaf bara samfarir. „Kynlíf getur verið alls konar og hægt er að njóta hvort annars á óendanlega margan hátt. Með munnmökum, sjálfsfróun og fleiru svo eitthvað sé nefnt. Fólk er oft ansi upptekið af samförum og talar um aðrar athafnir sem forleik að þeim - ég vil hins vegar kalla þetta alt kynlíf.“

Þegar samtalið berst að framhjáhaldi er Ragnheiður á að það sé algengt. „Rannsóknir á framhjáhaldi benda til þess að um helmingur fólks hafi haldið framhjá. Tölur fyrir konur hafa verið lægri gegnum tíðina en í seinni tíð erum við þó að nálgast einhvers konar jafnvægi. Framhjáhald er svik á samningi, en það er svo óskaplega algengt að við erum vön því í menningunni og á einhvern undarlegan hátt eru til staðar miklu meiri fordómar gagnvart fólki sem hefur kosið að fara aðra leið og opna samböndin sín. Sem sagt stunda kynlíf og/eða eiga í ástarsamböndum við aðra einstaklinga með fullri vitund og samþykki makans. Flestir eru ljómandi ánægðir í hefðbundum samböndum tveggja einstaklinga og skilnaðir eru ekkert tiltökumál. Það sem ég vil benda á er að til eru fleiri leiðir og það er ekki eitthvað eitt sem hentar öllum. Ég mæli miklu frekar með slíkum pælingum en framhjáhaldi, það segir sig sjálft. Ef ekki er hægt að standa við samninga verður að endurskoða þá.“


Áttu eitthvað fallegt um kynlíf í lokin fyrir Valentínusardaginn?

„Kynlíf er fallegt og heilsusamlegt. Að mínu mati er það gjöf að fá að klæða sig úr fötunum og leggjast nakinn með einhverjum sem þú elskar eða þykir vænt um eða hreinlega langar bara í. Kynlíf fyllir okkur af orku og svo má ekki gleyma að fullnægingar eru verkjastillandi, streituminnkandi, hafa góð áhrif á hjarta og æðakerfið og fylla okkur af sæluhormónum.“

Rangheiður minnir blaðamann í lokin á það að kynlíf skuli stunda á fleiri dögum en Valentínusardegi. „Í raun eru allir dagar Valentínusardagar þegar kemur að kynlífi.“

mbl.is

Hera Björk í partístuði með systur sinni

09:00 Konur sem skipa sæti á listum Viðreisnar og stórvinkonur þeirra hittust á Petersensvítunni í Gamla bíó síðastliðinn föstudag. Meira »

Svöl penthouse-íbúð við Mánatún

06:00 Dökkgráir veggir, flotuð gólf og heimilisleg húsgögn einkenna 183 fm íbúð við Mánatún í Reykjavík. Persónulegur stíll fær að njóta sín og er íbúðin ekki eins og hjá öllum öðrum. Meira »

Algengasta lygin á Tinder

Í gær, 23:59 „Ekki í kvöld, það er áliðið og ég er svo þreyttur, þarf að vakna snemma til vinnu á morgun,“ á þennan hátt hafa eflaust margir hætt við eða frestað stefnumótum. Meira »

Þær verst klæddu á Billboard

Í gær, 21:00 Billboard-tónlistarverðlaunin voru veitt um helgina í skugga konunglega brúðkaupsins. Á meðan fágun og elegans ríkti í Windsor um helgina var allt annað uppi á teningnum í Las Vegas þar sem verðlaunin voru veitt. Meira »

Samfylkingarkonur kunna að skemmta sér

Í gær, 18:00 Samfylkingarkonur í Reykjavík gerðu sér glaðan dag á föstudaginn og slógu upp veislu í kosningamiðstöð XS við Hjartatorgið í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, var gestgjafi kvöldsins. Meira »

Mætti í strigaskóm í brúðkaupsveisluna

Í gær, 15:00 Konunglegt brúðkaup stoppaði Serenu Williams ekki frá því að mæta í strigaskóm í veislu Harry og Meghan á laugardagskvöldið. Williams klæddist einnig strigaskóm í sínu eigin brúðkaupi. Meira »

Ingvar Mar féll fyrir Fossvoginum

Í gær, 12:00 Ingvar Mar Jónsson býr í huggulegu húsi í Fossvogi ásamt Sigríði Nönnu Jónsdóttur, eiginkonu sinni, og fjórum börnum. Ingvar Mar og Sigríður Nanna kynntust árið 1997 og giftu sig ári síðar og eiga því 20 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Meira »

Svona fór Sigmundur að því að léttast

í gær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að létta sig um 20 kíló. Hann segir að þetta sé allt annað líf en í dag lyftir hann lóðum og borðar ekki stöðugt eins og hann gerði áður. Meira »

Viltu upplifa besta kynlíf í heimi?

í gær Ef þig hefur alltaf dreymt um að jörðin hristist undir þér þegar þú stundar kynlíf en ferð óvart að hugsa um nestið sem þú ætlar að smyrja fyrir börnin á morgun er þetta grein fyrir þig. Meira »

Þessu verður þú að fylgjast með!

í fyrradag Það er leit að góðum bröndurum þessa dagana. Eftirfarandi eru 10 Instagrammarar sem þú verður að fylgjast með til að létta þér lífið í sumar. Meira »

Ertu nokkuð að skemma fyrir þér?

í fyrradag Stefnu­móta­markþjálf­inn Monica Parikh slær í gegn um þess­ar mund­ir. Hún er svo sér­fróð um ást­ina að hún hef­ur stofnað utan um viðfangs­efnið skóla. Hér ræðir hún nokkra hluti sem geta hindrað fólk í að finna ástina og fara í sambönd. Meira »

Berjarauðar varir og vængjuð augu

í fyrradag Í sumar eru dökkar berjalitaðar varir vinsælar og löng augnlína dregin í vængi. Alicia Vikender tekur útlitið á næsta stig.  Meira »

10 ferskustu sumarilmvötnin

í fyrradag Sama hvernig viðrar getur ferskur sumarilmur fært okkur sól og hita innra með okkur. Í ár streyma á markaðinn virkilega flott ilmvötn fyrir vor og sumar svo við tókum saman þau 10 ilmvötn sem okkur þykja passa vel við hækkandi hitastig, vonandi. Meira »

Setur á sig maska og spilar Céline Dion

í fyrradag Ástrós Traustadóttir getur verið einungis 15 mínútur að taka sig til dagsdaglega. Fyrir fínni tækifæri gefur hún sér þó einn til einn og hálfan tíma. Meira »

Hefur áður haldið fram hjá henni óléttri

21.5. „Ég frétti það frá „hinni konunni“ að ég hafði haft rétt fyrir mér allan tímann með það að maðurinn minn hélt fram hjá mér þegar ég var ólétt. Nú fjórum árum seinna er ég enn að fylgjast með honum.“ Meira »

Lykillinn að leggjafegurð Mcpherson

20.5. Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er þekkt fyrir langa og guðdómlega fótleggi. Þrátt fyrir að hún geti þakkað móður sinni fyrir leggjalengdina segir hún í nýjum pistli að mataræði og líkamsrækt skipti hana líka máli. Meira »

Besta leiðin til að fá það sem þú vilt í kynlífinu

20.5. Einungis 9% af fólki, samkvæmt rannsóknum, er ánægt með kynlífið sitt án þess að tala um það. 91% er óánægt með kynlífið og getur ekki talað um það heldur. Samskipti eru lykilatriði að mati Áslaugar Kristjánsdóttur kynfræðings til að auka ánægjuna í svefnherberginu. Í þessu viðtali útskýrir hún árangursríkustu leiðirnar til að fá það sem manni langar á þessu sviði. Meira »

Tískutrendin 2018 að mati Söru

20.5. Sara Dögg er 27 ára Eyjamær, búsett í Bryggjuhverfinu. Hún er í sambúð og á einn son. Sara er bloggari á femme.is, starfar sem innanhúsarkitekt og er áhugasamur instagram-ari (@sdgudjons). Meira »

9 brúðkaupsleyndarmál

20.5. Þegar stóri dagurinn hefur verið ákveðinn er í mörgu að snúast. Þeir sem hafa gengið í gegnum þennan viðburð í lífinu eru sammála um að dagurinn sé sérstakur, en það séu hlutir sem þeir hefðu viljað vita áður en þeir lögðu af stað í leiðangurinn. Meira »

Heima er staður fyrir ást

20.5. Eva Dögg Rúnarsdóttir er ein af þeim sem gustar af. Hún er markaðsstjóri Brauðs og Co. Fjölskyldan býr í Skerjafirði, en auk Evu búa í húsinu Gústi, Bassi og Nóra. Eva er fatahönnuður. Meira »

Þegar ég byrjaði að elska vigtina

20.5. Það eru margir með gremju gagnvart húsgagni á heimilinu sem kallast vigt. Greinin fjallar um hvernig þú getur byrjaði að elska vigtina þína. Meira »