Gott kynlíf kemur ekki af sjálfu sér

Allir dagar eru Valentínusardagar að mati Ragnheiðar sem sérhæfir sig ...
Allir dagar eru Valentínusardagar að mati Ragnheiðar sem sérhæfir sig sem kynlífsráðgjafi fyrir fólk sem vill meira í rúminu. mbl.is/Thinkstockphotos

Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Hún starfar meðal annars við ráðgjöf hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni þar sem hún aðstoðar fólk við að gera gott kynlíf betra sem og að vinna úr áskorunum þegar kemur að kynlífi.

Aðspurð um hvað sé hægt að gera til hátíðarbrigða í kynlífinu á degi elskanda segir hún: „Ég mæli með að fólk skrifi kynlífsfantasíu inn í Valentínusarkortið í dag. Skrifaðu eithvað sem þig hefur alltaf langað til að gera með makanum þínum. Slíkar sögur geta hleypt inn í sambönd nýju súrefni og opnað brautir á milli fólks sem hafa áður verið lokaðar. Þú þarft ekki að gera það sem þú skrifar. En fantasían getur vakið upp umræður sem eru skemmtilegar og kannski kveikt hugmyndir um hvernig má nálgast hana. Enda er svo gaman að hjálpa þeim sem maður elskar að upplifa eitthvað sem honum finnst nýtt og spennandi.“

Færðu trúboðann inn í stofu

Hvað viltu segja við þá sem eru í trúboðsstellingunni alla daga? 

„Ef viðkomandi er sjúklega sáttur við trúboðann, ljósin slökkt og biblíuna á borðinu og kynlífsfélaginn eða félagarnir eru sáttir líka, þá er kannski ekki stór ástæða til að breyta hlutunum. En ef fólk langar að gera eitthvað meira, þá má til dæmis byrja á að færa trúboðann inn í stofu eða á baðherbergisgólfið. Stundum er ágætt að byrja í litlum skrefum.“

Ragnheiður útskýrir hvernig það verður meiri vinna að halda neistanum í gangi, eftir því sem árin líða í samböndum, en það komi ýmislegt annað í staðinn eins og aukin nánd, traust og svo framvegis. „Tímabilið þar sem maðr er með straum í æxlunarfærunum allan daginn er auðvitað agalega skemmtielgt, þegar við stökkvum á hvort annað við hvert tækifæri. Það er ekki raunhæft að svona sé ástandið árum saman, en við viljum halda í löngum og losta í samböndum.“ 

Ragnheiður veit meira en margir um kynlíf.
Ragnheiður veit meira en margir um kynlíf.

Nýjungar kveikja í okkur

Gott kynlíf kemur þá kannski ekki af sjálfu sér?

„Nei, alls ekki. Þetta er alltaf vinna og við getum farið ólíkar leiðir til að vinna í þessu sem er jákvætt.“

Af hverju er svona erfitt að halda spennunni gangandi?

„Við erum bara þannig gerð að nýjungar kveikja meira í okkur, en eitthvað sem við þekkjum vel. Þannig að þó að fólk sé í sambandi þá getur það fyllst af losta gagnvart öðru fólki, þó að það hafi gert samning um að vera í sambandi með einum aðila. Einkvænissamningurinn gengur venjulega út á að gera ekki eitthvað í þessum losta. En það er algjörlega ómögulegt að segja að maður muni aldrei girnast aðra þó að maður fari í samband. Áhugi á öðru fólki getur meira að segja nýst okkur inn í sambandinu.“

Ragnheiður útskýrir hvernig basl og barneignir geta verið áskorun fyrir kynlífið. Slíkt komi í veg fyrir að fólk hafi tíma eða getu til að stunda kynlíf saman.

„Sem betur fer ná flestir sér á strik eftir smábarnatímabilið. Það má til dæmis mæla með því að pör fullorðinskvöld, fari á stefnumót og geri eitthvað rómantískt fyrir hvort annað.“

Ef þú vilt stunda kynlíf þá er það gott

En hvernig veit maður hvort kynlífið með makanum sé gott?

„Besta vísbendingin er hvort þig langar í kynlíf? Leiðirðu hugann að kynlífi í dagsins önn? Stundarðu kynlíf með sjálfum þér? ERtu dugleg/duglegur að viðhalda lostanum, upplifirðu kynorkuna þín í daglegu lífi?

Að mínu mati er mikilvægt að upplifa hið lostafulla í heiminum, með öllum skynfærunum. Að leyfa tilverunni að kitla í okkur kynveruna alla daga.“

Ragnheiður segir að tengt því að vita hvort makinn þinn sé ánægður með kynlífið, þá sé það eina í stöðunni að nota orðin. „Þú verður bara að spyrja makann þinn um hvort hann/hún sé ánægð með kynlífið. Svo er áhugi á kynlífi prýðileg vísbending líka.“ 

Við erum gerð fyrir nýjungar, kúnstin er að halda í ...
Við erum gerð fyrir nýjungar, kúnstin er að halda í spennuna í samböndum. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlíf er ekki bara samfarir

Algengasta mýtan að mati Ragnheiðar þegar kemur að kynlífi er að það innihaldi alltaf bara samfarir. „Kynlíf getur verið alls konar og hægt er að njóta hvort annars á óendanlega margan hátt. Með munnmökum, sjálfsfróun og fleiru svo eitthvað sé nefnt. Fólk er oft ansi upptekið af samförum og talar um aðrar athafnir sem forleik að þeim - ég vil hins vegar kalla þetta alt kynlíf.“

Þegar samtalið berst að framhjáhaldi er Ragnheiður á að það sé algengt. „Rannsóknir á framhjáhaldi benda til þess að um helmingur fólks hafi haldið framhjá. Tölur fyrir konur hafa verið lægri gegnum tíðina en í seinni tíð erum við þó að nálgast einhvers konar jafnvægi. Framhjáhald er svik á samningi, en það er svo óskaplega algengt að við erum vön því í menningunni og á einhvern undarlegan hátt eru til staðar miklu meiri fordómar gagnvart fólki sem hefur kosið að fara aðra leið og opna samböndin sín. Sem sagt stunda kynlíf og/eða eiga í ástarsamböndum við aðra einstaklinga með fullri vitund og samþykki makans. Flestir eru ljómandi ánægðir í hefðbundum samböndum tveggja einstaklinga og skilnaðir eru ekkert tiltökumál. Það sem ég vil benda á er að til eru fleiri leiðir og það er ekki eitthvað eitt sem hentar öllum. Ég mæli miklu frekar með slíkum pælingum en framhjáhaldi, það segir sig sjálft. Ef ekki er hægt að standa við samninga verður að endurskoða þá.“


Áttu eitthvað fallegt um kynlíf í lokin fyrir Valentínusardaginn?

„Kynlíf er fallegt og heilsusamlegt. Að mínu mati er það gjöf að fá að klæða sig úr fötunum og leggjast nakinn með einhverjum sem þú elskar eða þykir vænt um eða hreinlega langar bara í. Kynlíf fyllir okkur af orku og svo má ekki gleyma að fullnægingar eru verkjastillandi, streituminnkandi, hafa góð áhrif á hjarta og æðakerfið og fylla okkur af sæluhormónum.“

Rangheiður minnir blaðamann í lokin á það að kynlíf skuli stunda á fleiri dögum en Valentínusardegi. „Í raun eru allir dagar Valentínusardagar þegar kemur að kynlífi.“

mbl.is

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

09:00 Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

06:00 Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

Í gær, 22:00 Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

Í gær, 18:00 Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

Í gær, 16:30 Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

Í gær, 12:30 „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

Í gær, 09:30 Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

í gær „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

í fyrradag „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

í fyrradag „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

í fyrradag Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

í fyrradag Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »

Treystir ekki kærastanum

13.8. „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »

Þessi dýrð er í nýja IKEA bæklingnum

13.8. Allir heimilisunnendur elska þegar nýr IKEA bæklingur kemur inn um lúguna. Nú er bæklingurinn kominn og þeir sem ætla að breyta aðeins og bæta hjá sér fyrir haustið verða ekki sviknir. Meira »

Khloé hannar íþróttafatalínu

12.8. Khloé Kardashian hannar ekki bara gallabuxur undir merkinu „Good American“ því nú hefur hún hannað sjúklega flotta íþróttafatalínu. Meira »

Fer að gráta þegar hann á að hlýða

12.8. „Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn.“ Meira »

Sniðugar og góðar lausnir

12.8. Þeir sem aðhyllast einfaldan og góðan lífstíl vilja vanalega búa í smærra húsnæði á góðum stað en nýta rýmið vel. Eftirfarandi lausnir eru frábærar fyrir þannig hugsandi fólk. Meira »

„Hlutirnir bara gerast“

12.8. Daphne Guinness er einstaklega klassísk á köflum en þeir sem hafa fylgst með stíl hennar þróast undanfarin misseri taka eftir því að hún hefur farið frá því að vera frekar venjuleg í klæðnaði í það að vera tískufyrirbæri sem erfitt er að útskýra. Meira »

Hlébarðamynstur verður enn þá heitt í haust

12.8. Það eru góðar fréttir úr tískuheiminum því hlébarðamynstur mun halda áfram að vera heitt í tískunni í haust.  Meira »

Getur verið að ég hafi fæðst einmana?

12.8. Kona sendir inn spurningu og er að velta fyrir sér hvort það geti verið að hún hafi fæðst einmana. Hún finnur fyrir mikilli fjarlægð á milli sín og annars fólks. Hún er ein í gleði og sorg og stendur utan við allt. Meira »

Franskur barokk-stíll vinsæll

12.8. Hönnun kastalans fræga Vaux le Vicomte hefur verið vinsæl víða um heiminn. Fólk útfærir hönnunina á sinn hátt en það sem einkennir þennan fræga barokk-stíl er meðal annars hvít og svört gólf, marmari, gylltir rammar og ljósir litir. Meira »