Gott kynlíf kemur ekki af sjálfu sér

Allir dagar eru Valentínusardagar að mati Ragnheiðar sem sérhæfir sig ...
Allir dagar eru Valentínusardagar að mati Ragnheiðar sem sérhæfir sig sem kynlífsráðgjafi fyrir fólk sem vill meira í rúminu. mbl.is/Thinkstockphotos

Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Hún starfar meðal annars við ráðgjöf hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni þar sem hún aðstoðar fólk við að gera gott kynlíf betra sem og að vinna úr áskorunum þegar kemur að kynlífi.

Aðspurð um hvað sé hægt að gera til hátíðarbrigða í kynlífinu á degi elskanda segir hún: „Ég mæli með að fólk skrifi kynlífsfantasíu inn í Valentínusarkortið í dag. Skrifaðu eithvað sem þig hefur alltaf langað til að gera með makanum þínum. Slíkar sögur geta hleypt inn í sambönd nýju súrefni og opnað brautir á milli fólks sem hafa áður verið lokaðar. Þú þarft ekki að gera það sem þú skrifar. En fantasían getur vakið upp umræður sem eru skemmtilegar og kannski kveikt hugmyndir um hvernig má nálgast hana. Enda er svo gaman að hjálpa þeim sem maður elskar að upplifa eitthvað sem honum finnst nýtt og spennandi.“

Færðu trúboðann inn í stofu

Hvað viltu segja við þá sem eru í trúboðsstellingunni alla daga? 

„Ef viðkomandi er sjúklega sáttur við trúboðann, ljósin slökkt og biblíuna á borðinu og kynlífsfélaginn eða félagarnir eru sáttir líka, þá er kannski ekki stór ástæða til að breyta hlutunum. En ef fólk langar að gera eitthvað meira, þá má til dæmis byrja á að færa trúboðann inn í stofu eða á baðherbergisgólfið. Stundum er ágætt að byrja í litlum skrefum.“

Ragnheiður útskýrir hvernig það verður meiri vinna að halda neistanum í gangi, eftir því sem árin líða í samböndum, en það komi ýmislegt annað í staðinn eins og aukin nánd, traust og svo framvegis. „Tímabilið þar sem maðr er með straum í æxlunarfærunum allan daginn er auðvitað agalega skemmtielgt, þegar við stökkvum á hvort annað við hvert tækifæri. Það er ekki raunhæft að svona sé ástandið árum saman, en við viljum halda í löngum og losta í samböndum.“ 

Ragnheiður veit meira en margir um kynlíf.
Ragnheiður veit meira en margir um kynlíf.

Nýjungar kveikja í okkur

Gott kynlíf kemur þá kannski ekki af sjálfu sér?

„Nei, alls ekki. Þetta er alltaf vinna og við getum farið ólíkar leiðir til að vinna í þessu sem er jákvætt.“

Af hverju er svona erfitt að halda spennunni gangandi?

„Við erum bara þannig gerð að nýjungar kveikja meira í okkur, en eitthvað sem við þekkjum vel. Þannig að þó að fólk sé í sambandi þá getur það fyllst af losta gagnvart öðru fólki, þó að það hafi gert samning um að vera í sambandi með einum aðila. Einkvænissamningurinn gengur venjulega út á að gera ekki eitthvað í þessum losta. En það er algjörlega ómögulegt að segja að maður muni aldrei girnast aðra þó að maður fari í samband. Áhugi á öðru fólki getur meira að segja nýst okkur inn í sambandinu.“

Ragnheiður útskýrir hvernig basl og barneignir geta verið áskorun fyrir kynlífið. Slíkt komi í veg fyrir að fólk hafi tíma eða getu til að stunda kynlíf saman.

„Sem betur fer ná flestir sér á strik eftir smábarnatímabilið. Það má til dæmis mæla með því að pör fullorðinskvöld, fari á stefnumót og geri eitthvað rómantískt fyrir hvort annað.“

Ef þú vilt stunda kynlíf þá er það gott

En hvernig veit maður hvort kynlífið með makanum sé gott?

„Besta vísbendingin er hvort þig langar í kynlíf? Leiðirðu hugann að kynlífi í dagsins önn? Stundarðu kynlíf með sjálfum þér? ERtu dugleg/duglegur að viðhalda lostanum, upplifirðu kynorkuna þín í daglegu lífi?

Að mínu mati er mikilvægt að upplifa hið lostafulla í heiminum, með öllum skynfærunum. Að leyfa tilverunni að kitla í okkur kynveruna alla daga.“

Ragnheiður segir að tengt því að vita hvort makinn þinn sé ánægður með kynlífið, þá sé það eina í stöðunni að nota orðin. „Þú verður bara að spyrja makann þinn um hvort hann/hún sé ánægð með kynlífið. Svo er áhugi á kynlífi prýðileg vísbending líka.“ 

Við erum gerð fyrir nýjungar, kúnstin er að halda í ...
Við erum gerð fyrir nýjungar, kúnstin er að halda í spennuna í samböndum. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlíf er ekki bara samfarir

Algengasta mýtan að mati Ragnheiðar þegar kemur að kynlífi er að það innihaldi alltaf bara samfarir. „Kynlíf getur verið alls konar og hægt er að njóta hvort annars á óendanlega margan hátt. Með munnmökum, sjálfsfróun og fleiru svo eitthvað sé nefnt. Fólk er oft ansi upptekið af samförum og talar um aðrar athafnir sem forleik að þeim - ég vil hins vegar kalla þetta alt kynlíf.“

Þegar samtalið berst að framhjáhaldi er Ragnheiður á að það sé algengt. „Rannsóknir á framhjáhaldi benda til þess að um helmingur fólks hafi haldið framhjá. Tölur fyrir konur hafa verið lægri gegnum tíðina en í seinni tíð erum við þó að nálgast einhvers konar jafnvægi. Framhjáhald er svik á samningi, en það er svo óskaplega algengt að við erum vön því í menningunni og á einhvern undarlegan hátt eru til staðar miklu meiri fordómar gagnvart fólki sem hefur kosið að fara aðra leið og opna samböndin sín. Sem sagt stunda kynlíf og/eða eiga í ástarsamböndum við aðra einstaklinga með fullri vitund og samþykki makans. Flestir eru ljómandi ánægðir í hefðbundum samböndum tveggja einstaklinga og skilnaðir eru ekkert tiltökumál. Það sem ég vil benda á er að til eru fleiri leiðir og það er ekki eitthvað eitt sem hentar öllum. Ég mæli miklu frekar með slíkum pælingum en framhjáhaldi, það segir sig sjálft. Ef ekki er hægt að standa við samninga verður að endurskoða þá.“


Áttu eitthvað fallegt um kynlíf í lokin fyrir Valentínusardaginn?

„Kynlíf er fallegt og heilsusamlegt. Að mínu mati er það gjöf að fá að klæða sig úr fötunum og leggjast nakinn með einhverjum sem þú elskar eða þykir vænt um eða hreinlega langar bara í. Kynlíf fyllir okkur af orku og svo má ekki gleyma að fullnægingar eru verkjastillandi, streituminnkandi, hafa góð áhrif á hjarta og æðakerfið og fylla okkur af sæluhormónum.“

Rangheiður minnir blaðamann í lokin á það að kynlíf skuli stunda á fleiri dögum en Valentínusardegi. „Í raun eru allir dagar Valentínusardagar þegar kemur að kynlífi.“

mbl.is

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

Í gær, 17:30 Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

Í gær, 16:15 Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því það hafi fáir svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

Í gær, 11:19 Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

Í gær, 10:21 „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

Í gær, 05:00 Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

í fyrradag Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

í fyrradag „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

í fyrradag Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

í fyrradag Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

í fyrradag Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

í fyrradag „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

15.1. Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

15.1. Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

15.1. Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »