Gott kynlíf kemur ekki af sjálfu sér

Allir dagar eru Valentínusardagar að mati Ragnheiðar sem sérhæfir sig ...
Allir dagar eru Valentínusardagar að mati Ragnheiðar sem sérhæfir sig sem kynlífsráðgjafi fyrir fólk sem vill meira í rúminu. mbl.is/Thinkstockphotos

Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi. Hún starfar meðal annars við ráðgjöf hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni þar sem hún aðstoðar fólk við að gera gott kynlíf betra sem og að vinna úr áskorunum þegar kemur að kynlífi.

Aðspurð um hvað sé hægt að gera til hátíðarbrigða í kynlífinu á degi elskanda segir hún: „Ég mæli með að fólk skrifi kynlífsfantasíu inn í Valentínusarkortið í dag. Skrifaðu eithvað sem þig hefur alltaf langað til að gera með makanum þínum. Slíkar sögur geta hleypt inn í sambönd nýju súrefni og opnað brautir á milli fólks sem hafa áður verið lokaðar. Þú þarft ekki að gera það sem þú skrifar. En fantasían getur vakið upp umræður sem eru skemmtilegar og kannski kveikt hugmyndir um hvernig má nálgast hana. Enda er svo gaman að hjálpa þeim sem maður elskar að upplifa eitthvað sem honum finnst nýtt og spennandi.“

Færðu trúboðann inn í stofu

Hvað viltu segja við þá sem eru í trúboðsstellingunni alla daga? 

„Ef viðkomandi er sjúklega sáttur við trúboðann, ljósin slökkt og biblíuna á borðinu og kynlífsfélaginn eða félagarnir eru sáttir líka, þá er kannski ekki stór ástæða til að breyta hlutunum. En ef fólk langar að gera eitthvað meira, þá má til dæmis byrja á að færa trúboðann inn í stofu eða á baðherbergisgólfið. Stundum er ágætt að byrja í litlum skrefum.“

Ragnheiður útskýrir hvernig það verður meiri vinna að halda neistanum í gangi, eftir því sem árin líða í samböndum, en það komi ýmislegt annað í staðinn eins og aukin nánd, traust og svo framvegis. „Tímabilið þar sem maðr er með straum í æxlunarfærunum allan daginn er auðvitað agalega skemmtielgt, þegar við stökkvum á hvort annað við hvert tækifæri. Það er ekki raunhæft að svona sé ástandið árum saman, en við viljum halda í löngum og losta í samböndum.“ 

Ragnheiður veit meira en margir um kynlíf.
Ragnheiður veit meira en margir um kynlíf.

Nýjungar kveikja í okkur

Gott kynlíf kemur þá kannski ekki af sjálfu sér?

„Nei, alls ekki. Þetta er alltaf vinna og við getum farið ólíkar leiðir til að vinna í þessu sem er jákvætt.“

Af hverju er svona erfitt að halda spennunni gangandi?

„Við erum bara þannig gerð að nýjungar kveikja meira í okkur, en eitthvað sem við þekkjum vel. Þannig að þó að fólk sé í sambandi þá getur það fyllst af losta gagnvart öðru fólki, þó að það hafi gert samning um að vera í sambandi með einum aðila. Einkvænissamningurinn gengur venjulega út á að gera ekki eitthvað í þessum losta. En það er algjörlega ómögulegt að segja að maður muni aldrei girnast aðra þó að maður fari í samband. Áhugi á öðru fólki getur meira að segja nýst okkur inn í sambandinu.“

Ragnheiður útskýrir hvernig basl og barneignir geta verið áskorun fyrir kynlífið. Slíkt komi í veg fyrir að fólk hafi tíma eða getu til að stunda kynlíf saman.

„Sem betur fer ná flestir sér á strik eftir smábarnatímabilið. Það má til dæmis mæla með því að pör fullorðinskvöld, fari á stefnumót og geri eitthvað rómantískt fyrir hvort annað.“

Ef þú vilt stunda kynlíf þá er það gott

En hvernig veit maður hvort kynlífið með makanum sé gott?

„Besta vísbendingin er hvort þig langar í kynlíf? Leiðirðu hugann að kynlífi í dagsins önn? Stundarðu kynlíf með sjálfum þér? ERtu dugleg/duglegur að viðhalda lostanum, upplifirðu kynorkuna þín í daglegu lífi?

Að mínu mati er mikilvægt að upplifa hið lostafulla í heiminum, með öllum skynfærunum. Að leyfa tilverunni að kitla í okkur kynveruna alla daga.“

Ragnheiður segir að tengt því að vita hvort makinn þinn sé ánægður með kynlífið, þá sé það eina í stöðunni að nota orðin. „Þú verður bara að spyrja makann þinn um hvort hann/hún sé ánægð með kynlífið. Svo er áhugi á kynlífi prýðileg vísbending líka.“ 

Við erum gerð fyrir nýjungar, kúnstin er að halda í ...
Við erum gerð fyrir nýjungar, kúnstin er að halda í spennuna í samböndum. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlíf er ekki bara samfarir

Algengasta mýtan að mati Ragnheiðar þegar kemur að kynlífi er að það innihaldi alltaf bara samfarir. „Kynlíf getur verið alls konar og hægt er að njóta hvort annars á óendanlega margan hátt. Með munnmökum, sjálfsfróun og fleiru svo eitthvað sé nefnt. Fólk er oft ansi upptekið af samförum og talar um aðrar athafnir sem forleik að þeim - ég vil hins vegar kalla þetta alt kynlíf.“

Þegar samtalið berst að framhjáhaldi er Ragnheiður á að það sé algengt. „Rannsóknir á framhjáhaldi benda til þess að um helmingur fólks hafi haldið framhjá. Tölur fyrir konur hafa verið lægri gegnum tíðina en í seinni tíð erum við þó að nálgast einhvers konar jafnvægi. Framhjáhald er svik á samningi, en það er svo óskaplega algengt að við erum vön því í menningunni og á einhvern undarlegan hátt eru til staðar miklu meiri fordómar gagnvart fólki sem hefur kosið að fara aðra leið og opna samböndin sín. Sem sagt stunda kynlíf og/eða eiga í ástarsamböndum við aðra einstaklinga með fullri vitund og samþykki makans. Flestir eru ljómandi ánægðir í hefðbundum samböndum tveggja einstaklinga og skilnaðir eru ekkert tiltökumál. Það sem ég vil benda á er að til eru fleiri leiðir og það er ekki eitthvað eitt sem hentar öllum. Ég mæli miklu frekar með slíkum pælingum en framhjáhaldi, það segir sig sjálft. Ef ekki er hægt að standa við samninga verður að endurskoða þá.“


Áttu eitthvað fallegt um kynlíf í lokin fyrir Valentínusardaginn?

„Kynlíf er fallegt og heilsusamlegt. Að mínu mati er það gjöf að fá að klæða sig úr fötunum og leggjast nakinn með einhverjum sem þú elskar eða þykir vænt um eða hreinlega langar bara í. Kynlíf fyllir okkur af orku og svo má ekki gleyma að fullnægingar eru verkjastillandi, streituminnkandi, hafa góð áhrif á hjarta og æðakerfið og fylla okkur af sæluhormónum.“

Rangheiður minnir blaðamann í lokin á það að kynlíf skuli stunda á fleiri dögum en Valentínusardegi. „Í raun eru allir dagar Valentínusardagar þegar kemur að kynlífi.“

mbl.is

0,73 prósent í „stórum stærðum“

06:09 Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

Í gær, 23:54 Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

Í gær, 21:00 „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Beckham-hjónin skoða íbúð á Hafnartorgi

Í gær, 18:00 Beckham-hjónin hafa heimsótt Ísland nokkrum sinnum síðustu ár í gegnum kunningskap við hjónin. Björgólf Thor Björgólfsson og Kristínu Ólafsdóttur. Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

Í gær, 15:44 Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

Í gær, 12:44 Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »

Inga Bryndís í Magnolia selur húsið

Í gær, 09:44 Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia og eiginmaður hennar hafa sett sitt fallega einbýli við Bergsstaðastræti á sölu.   Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

í gær Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

í fyrradag Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

í fyrradag Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

í fyrradag Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

í fyrradag Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

í fyrradag Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »

Uppáhaldskolvetni englanna

í fyrradag Victoria's Secret-fyrirsæturnar Josephine Skriver og Jasmine Tookes borða kolvetni á hverjum degi en stundum er fólki ráðlagt að skera niður kolvetnisát sitt. Meira »

Best að sleppa sígarettunum

14.10. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. Meira »

Silkimjúk og mött lína

13.10. Ef þú vilt fá örlítið nýtt yfirbragð og gera þig upp þá er nýr varalitur alltaf góður kostur. Ný varalitalína frá YSL breytir stemningunni. Meira »

Kremið sem stjörnurnar elska

13.10. Rihanna, Adele, Victoria Beckham og Julia Roberts nota allar sama kremið en stjörnurnar eru þekktar fyrir að hugsa vel um útlit sitt. Meira »

Þetta eyðir gylltum tónum í hárinu

13.10. Fjólublá sjampó hafa lengi verið bestu vinir ljóshærða fólksins en þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Nú er komið talsvert fjölbreyttara úrval af hárvörum með fjólubláum litarefnum til þess að viðhalda ljósa hárlitnum. Meira »

Finnst best að byrja daginn á hreyfingu

13.10. Bosu-boltar eru í uppáhaldi hjá Helgu Diljá Gunnarsdóttur en hún notar boltana til þess að gera maga- og jafnvægisæfingar.   Meira »

Hefði ekki gert neitt öðruvísi

13.10. „Ég held ég hefði ekki kosið að breyta neinu þar að lútandi, í raun ágætt að vera blautur á bak við eyrun og taka fagnandi á móti því ferðalagi sem fram undan var þá. Það sem skipti mestu máli og gerir enn í dag, er að hafa elskulegt og traust fólk í kringum sig. Það hef ég alltaf gert og met mikils,“ segir Linda. Meira »

Það er sál í hverju húsi

13.10. Inga Bryndís Jónsdóttir djákni rekur verslunina Magnólíu á Skólavörðustíg ásamt Kristínu Sigurðardóttur. Hún býr í fallegu húsi í Þingholtunum ásamt eiginmanni sínum Birgi Erni Arnarsyni og syni, Jónatan Birgissyni. Meira »