Fá fullnægingu með hvor annarri

Sigga Dögg kynfræðingur.
Sigga Dögg kynfræðingur. mbl.is/einkaeign

Sigga Dögg er með BA-próf í sálfræði og meistaragráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin-háskóla í Vestur-Ástralíu. Hún er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Við spurðum hana hvernig kynlífi megi búst við eftir fertugt.

Hún segir það að sjálfsögðu geta verið gott ef það er það sem þig langar. „Ertu í nýju sambandi, eða sama sambandinu sem þú ert búin að vera í lengi, með hvaða kyni ertu? Það skiptir máli. Kona með konu eru líklegri til að fá fullnægingu þegar þær stunda kynlíf með annarri konu frekar en með karli samkvæmt rannsóknum.“

Kona með konu

Hver er ástæðan fyrir því?

„Af því að kona með konu er boðið upp á kynlíf sem hentar píkunni betur.“

Spurð um þetta segir Sigga Dögg að það sé erfitt fyrir margar konur að fá fullnægingu í gegnum samfarir. „Þegar að tvær píkur hittast og það er ekki þessi samfarafókus, snípurinn er örvaður og allir næmu staðirnir sem konur eru með, þá er ánægjan mest sýnir tölfræðin okkur.“

Hvað segja tölurnar okkur um þetta?

„Konur fá fullnægingu í helming skiptanna sem þær stunda kynlíf með karlmanni, en í 9 af hverjum 10 skiptum sem stunda kynlíf með konu.“

Sigga Dögg leggur áherslu á að við konur séum ólíkar, en umhverfið reyni að setja okkur í ákveðið form. „Það er ólíkt hvað fólk vill fá út úr kynlífi. Fyrir suma táknar kynlíf nánd, fyrir aðra útrás, og sumir upplifa mikla hrifningu í gegnum kynlíf og [þar] fram eftir götunum. Þess vegna er svo mikilvægt að tala saman, spyrja hvort annað hvað kynlíf þýðir og ef áhuga vantar í samlífið er gott að athuga hvort það snúist um skort af ást eða eitthvað annað“

Kynlífslaus sambönd

Að sögn Siggu Daggar þróast ástin í samböndum þannig að lostinn dvínar. „Það er ekki slæmt að mínu mati, enda er ég ekki viss um að samfélagið okkar myndi virka ef við værum öll í losta. Hugmyndin um kynlíf víkkar út í langtímasamböndum, og ef við skilgreinum kynlíf einungis út frá samförum þá missum við af svo miklu sem fólk gerir saman, fyrir hvort annað.“

Sigga Dögg segir mörg pör hamingjusamt án kynlífs, ef það er eitthvað sem þau eru bæði sátt við. „Kynlífslaust samband er til og það er ekki alslæmt ef báðir aðilar eru sáttir við það. Áskoranir í kynlífi koma upp þegar það er kynlífsósamræmi á milli aðila í sambandi, þar eð, annar vill meira eða öðruvísi kynlíf en hinn. Kynlífsósamræmi er eitt algengasta umkvörtunarefni para þegar kemur að kynlífi,“ segir Sigga Dögg.

„Af þessum sökum er mikilvægt fyrir pör að skoða: Hvernig kynlíf viljum við eiga? Hversu oft viljum við stunda kynlíf? Fyrir hvern? Og svo fram eftir götunum.

Nánd er ekki fengin með kynlífinu einu saman. Og það er hægt að stunda kynlíf án þess að upplifa nánd,“ að stögn Siggu Daggar.

Að rækta hvort annað utan svefnherbergis

„Nánd má upplifa með spjalli, göngutúr, að gera eitthvað fyrir hvort annað, þegar við gerum eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera saman, þá upplifum við nánd,“ segir hún og ítrekar að náin pör rækta hvort annað utan svefnherbergis. „Þau eiga sameiginleg áhugamál og eru samrýnd.“

Sigga Dögg leggur áherslu á mikilvægi samningaviðræðna þegar kemur að kynlífi. „Við þurfum að semja, spyrja hvað langar þig? Við gerum þetta með nánast allt í lífinu, þegar við veljum mynd á Netflix, eða veljum mat að hafa í matinn o.fl. Af hverju gerum við þetta ekki meira þegar kemur að kynlífinu?“ spyr hún.

Fullnægingarbilið

Ástæðan fyrir því að Sigga Dögg vill leggja áherslu á samningatækni á þessu sviði er vegna þess að við þurfum að nota fleiri aðferðir, þá sér í lagi vegna þess sem hún kallar fullnægingarbil kvenna. „Kynlíf í því formi sem við stundum það í dag, er alls ekki að henta öllum konum. Við erum að gera óraunhæfar kröfur til kvenna, sem dæmi sýna sumar rannsóknir að allt niður í 7% kvenna upplifa fullnægingu í skyndikynnum. Sem er mjög lág tala á móti því sem karlar upplifa í þessu kynlífi. Við erum að stunda of einhæft kynlíf að mínu mati, eða að minnsta kosti ekki kynlíf sem virðist henta konum til að njóta.“

Þegar samtalið beinist að konum og kynlífi eftir fertugt segir Sigga Dögg margar konur vera að blómstra í kynlífinu á þessum árum. „Þær þekkja sig betur, vita hvað þær vilja, eru sumar dottnar úr barneign margar hverjar og því komnar í gegnum þetta streitutímabil sem fylgir því að vera með lítil börn. Þær eru að endurupplifa sjálfar sig, eru að endurmeta lífið og byrja að eignast sína kynveru.“

Talað um kynlíf í ísbíltúr

Áttu eitt gott ráð að lokum?

„Já, ég vil hvetja fólk til að tala betur saman um kynlíf, hvort heldur sem er í ísbíltúr eða úti í potti. Talið um hvað kynlíf þýðir fyrir ykkur, hvað ykkur langar að gera og fleira í þeim dúr. Mér persónulega finnst eðlilegt að í langtímasamböndum séum við að endurmeta samninga okkar reglulega, á fimm eða tíu ára fresti. Eru einhverjar forsendur brostnar? Hvernig verður framhaldið? Ekki vera óttaslegin við breytingar.“

Að lokum segir Sigga Dögg ein algengustu mistökin sem við gerum að túlka kynlíf einungis sem samfarir. „Þetta er að skemma fyrir mörgum pörum. Sumir karlar eiga erfitt með að fá stinningu, eru með frammistöðukvíða og margt sem spilar inn í. Kynlíf getur verið hlaðborð af úrvali, ef þú ert tilbúin/nn að horfa á það þannig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Litur ársins 2019 afhjúpaður

05:48 Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

Í gær, 22:45 Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

Í gær, 19:00 „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

Í gær, 16:00 Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

Í gær, 13:00 Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

Í gær, 10:00 „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

í gær Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

í fyrradag Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

í fyrradag „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

í fyrradag Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

í fyrradag „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

í fyrradag Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

14.12. Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

13.12. Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

13.12. Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

13.12. Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

13.12. Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

13.12. Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

13.12. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

12.12. Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

12.12. Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »