Fá fullnægingu með hvor annarri

Sigga Dögg kynfræðingur.
Sigga Dögg kynfræðingur. mbl.is/einkaeign

Sigga Dögg er með BA-próf í sálfræði og meistaragráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin-háskóla í Vestur-Ástralíu. Hún er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Við spurðum hana hvernig kynlífi megi búst við eftir fertugt.

Hún segir það að sjálfsögðu geta verið gott ef það er það sem þig langar. „Ertu í nýju sambandi, eða sama sambandinu sem þú ert búin að vera í lengi, með hvaða kyni ertu? Það skiptir máli. Kona með konu eru líklegri til að fá fullnægingu þegar þær stunda kynlíf með annarri konu frekar en með karli samkvæmt rannsóknum.“

Kona með konu

Hver er ástæðan fyrir því?

„Af því að kona með konu er boðið upp á kynlíf sem hentar píkunni betur.“

Spurð um þetta segir Sigga Dögg að það sé erfitt fyrir margar konur að fá fullnægingu í gegnum samfarir. „Þegar að tvær píkur hittast og það er ekki þessi samfarafókus, snípurinn er örvaður og allir næmu staðirnir sem konur eru með, þá er ánægjan mest sýnir tölfræðin okkur.“

Hvað segja tölurnar okkur um þetta?

„Konur fá fullnægingu í helming skiptanna sem þær stunda kynlíf með karlmanni, en í 9 af hverjum 10 skiptum sem stunda kynlíf með konu.“

Sigga Dögg leggur áherslu á að við konur séum ólíkar, en umhverfið reyni að setja okkur í ákveðið form. „Það er ólíkt hvað fólk vill fá út úr kynlífi. Fyrir suma táknar kynlíf nánd, fyrir aðra útrás, og sumir upplifa mikla hrifningu í gegnum kynlíf og [þar] fram eftir götunum. Þess vegna er svo mikilvægt að tala saman, spyrja hvort annað hvað kynlíf þýðir og ef áhuga vantar í samlífið er gott að athuga hvort það snúist um skort af ást eða eitthvað annað“

Kynlífslaus sambönd

Að sögn Siggu Daggar þróast ástin í samböndum þannig að lostinn dvínar. „Það er ekki slæmt að mínu mati, enda er ég ekki viss um að samfélagið okkar myndi virka ef við værum öll í losta. Hugmyndin um kynlíf víkkar út í langtímasamböndum, og ef við skilgreinum kynlíf einungis út frá samförum þá missum við af svo miklu sem fólk gerir saman, fyrir hvort annað.“

Sigga Dögg segir mörg pör hamingjusamt án kynlífs, ef það er eitthvað sem þau eru bæði sátt við. „Kynlífslaust samband er til og það er ekki alslæmt ef báðir aðilar eru sáttir við það. Áskoranir í kynlífi koma upp þegar það er kynlífsósamræmi á milli aðila í sambandi, þar eð, annar vill meira eða öðruvísi kynlíf en hinn. Kynlífsósamræmi er eitt algengasta umkvörtunarefni para þegar kemur að kynlífi,“ segir Sigga Dögg.

„Af þessum sökum er mikilvægt fyrir pör að skoða: Hvernig kynlíf viljum við eiga? Hversu oft viljum við stunda kynlíf? Fyrir hvern? Og svo fram eftir götunum.

Nánd er ekki fengin með kynlífinu einu saman. Og það er hægt að stunda kynlíf án þess að upplifa nánd,“ að stögn Siggu Daggar.

Að rækta hvort annað utan svefnherbergis

„Nánd má upplifa með spjalli, göngutúr, að gera eitthvað fyrir hvort annað, þegar við gerum eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera saman, þá upplifum við nánd,“ segir hún og ítrekar að náin pör rækta hvort annað utan svefnherbergis. „Þau eiga sameiginleg áhugamál og eru samrýnd.“

Sigga Dögg leggur áherslu á mikilvægi samningaviðræðna þegar kemur að kynlífi. „Við þurfum að semja, spyrja hvað langar þig? Við gerum þetta með nánast allt í lífinu, þegar við veljum mynd á Netflix, eða veljum mat að hafa í matinn o.fl. Af hverju gerum við þetta ekki meira þegar kemur að kynlífinu?“ spyr hún.

Fullnægingarbilið

Ástæðan fyrir því að Sigga Dögg vill leggja áherslu á samningatækni á þessu sviði er vegna þess að við þurfum að nota fleiri aðferðir, þá sér í lagi vegna þess sem hún kallar fullnægingarbil kvenna. „Kynlíf í því formi sem við stundum það í dag, er alls ekki að henta öllum konum. Við erum að gera óraunhæfar kröfur til kvenna, sem dæmi sýna sumar rannsóknir að allt niður í 7% kvenna upplifa fullnægingu í skyndikynnum. Sem er mjög lág tala á móti því sem karlar upplifa í þessu kynlífi. Við erum að stunda of einhæft kynlíf að mínu mati, eða að minnsta kosti ekki kynlíf sem virðist henta konum til að njóta.“

Þegar samtalið beinist að konum og kynlífi eftir fertugt segir Sigga Dögg margar konur vera að blómstra í kynlífinu á þessum árum. „Þær þekkja sig betur, vita hvað þær vilja, eru sumar dottnar úr barneign margar hverjar og því komnar í gegnum þetta streitutímabil sem fylgir því að vera með lítil börn. Þær eru að endurupplifa sjálfar sig, eru að endurmeta lífið og byrja að eignast sína kynveru.“

Talað um kynlíf í ísbíltúr

Áttu eitt gott ráð að lokum?

„Já, ég vil hvetja fólk til að tala betur saman um kynlíf, hvort heldur sem er í ísbíltúr eða úti í potti. Talið um hvað kynlíf þýðir fyrir ykkur, hvað ykkur langar að gera og fleira í þeim dúr. Mér persónulega finnst eðlilegt að í langtímasamböndum séum við að endurmeta samninga okkar reglulega, á fimm eða tíu ára fresti. Eru einhverjar forsendur brostnar? Hvernig verður framhaldið? Ekki vera óttaslegin við breytingar.“

Að lokum segir Sigga Dögg ein algengustu mistökin sem við gerum að túlka kynlíf einungis sem samfarir. „Þetta er að skemma fyrir mörgum pörum. Sumir karlar eiga erfitt með að fá stinningu, eru með frammistöðukvíða og margt sem spilar inn í. Kynlíf getur verið hlaðborð af úrvali, ef þú ert tilbúin/nn að horfa á það þannig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stelpa breytir leikjasenunni

Í gær, 23:30 Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Meira »

Fyrstu skipti stjarnanna voru misjöfn

Í gær, 20:30 Fólk á misjafnar sögur af því hvernig það missti sveindóminn eða meydóminn. Það sama á við um stjörnurnar í Hollywood.   Meira »

Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

Í gær, 17:30 Kórónan sem Díana prinsessa gifti sig með var í fyrsta sinn notuð eftir lát hennar í brúðkaupi systurdóttur hennar á dögunum. Meira »

Rúrik vildi þrengri buxur og styttri ermar

Í gær, 14:30 Rúrik Gíslason, heitasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ef marka má Instagram, lét sérsauma á sig föt.   Meira »

Ósk Gunnarsdóttir selur slotið

Í gær, 11:23 Útvarpskonan og flugfreyjan, Ósk Gunnarsdóttir, hefur sett íbúðina á sölu. Íbúðin er litrík og heillandi og staðsett á besta stað. Meira »

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

Í gær, 09:40 Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

Í gær, 07:00 Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

í fyrradag Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

í fyrradag Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

í fyrradag Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

í fyrradag Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

í fyrradag Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

í fyrradag Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

í fyrradag María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

20.6. Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

20.6. Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

20.6. Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »

Viltu nota keppnis góða vörn?

20.6. Daily UV FACE MOUSSE var valin besta sólvaran á andlitið árið 2018. Þetta eru alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga frá London, New York og Sydney. Alls 600 snyrtivörumerki tóku þátt í þessari keppni, sem ekki er hægt að styrkja, um bestu sólvöruna. Meira »

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

20.6. Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

20.6. Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

20.6. „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »