Fimm ástæður fyrir kynlífi í kvöld

Fullnæging þýðir betri svefn fyrir marga.
Fullnæging þýðir betri svefn fyrir marga. mbl.is/Thinkstockphotos

Augljósa ástæðan fyrir því að stunda kynlíf er sú að það sé gott og veiti unað. Fullnægin er þó ekki það eina sem fólk fær út úr því að stunda kynlíf. Kynlíf getur haft jákvæð áhrif á heilsuna á marga vegu eins og Prevention komst að. 

Fyrir líkamann

Ef þú nennir ekki út að hlaupa eða í ræktina getur verið bót í máli að svitna aðeins í rúminu. Rannsóknir hafa sýnt að kona brennir þremur kaloríum á mínútu við að stunda kynlíf. Kynlíf ætti þó ekki að koma í veg fyrir alla líkamsrækt enda er kynlíf í fæstum tilfellum talin mikil hreyfing. 

Fyrir hjartað

Færri en eitt prósent hjartaáfalla eru tengd við áreynslu í kynlífi. Í rauninni er talið að heilbrigt kynlíf geti minnkað líkur á hjartaáfalli. Í það minnsta kom í ljós í rannsókn á miðaldra fólki að það fólk sem stundaði kynlíf tvisvar í viku eða oftar var í minni hættu á að fá hjartaáfall. 

Fyrir andlegu hliðina

Við kynlíf flæða gleðihormón um líkamann og því getur kynlíf átt þátt í því að minnka stress og bæta skapið. 

Fyrir sambandið

Í góðu kynlífi myndast góð tengsl og umhyggja er lykilatriði. Að stunda kynlíf getur því aukið nánd við aðra manneskju og minnkað einmanaleika. 

Fyrir betri svefn

Líkaminn slakar vel á við kynlíf og því getur kynlíf á kvöldin bætt svefninn töluvert. Í nýlegri ástralskri könnun kom í ljós að 64 prósent aðspurðra sváfu betur eftir að hafa fengið fullnægingu. 

Með kynlífi skapast meiri nánd.
Með kynlífi skapast meiri nánd. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál