Á ég að loka á gifta manninn?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni hjálpar íslenskri konu að fóta sig en hún hefur verið í sambandi við giftan mann. 

Sæll Valdimar

Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar. Hann byrjaði að segja henni að hann vildi skilja og hún tók mjög illa í það og vældi í honum. Hann ákvað því á endanum að segja henni bara hvernig væri, hann væri ástfanginn af annarri og vildi skilja.

Allt kom fyrir ekki og hún brjálaðist og hótaði honum öllu illu og hann ákvað að reyna aftur, og það í 5. skiptið. Ég ákvað að loka bara á hann þrátt fyrir að hann væri að grátbiðja mig um að gera það ekki. Mér gekk það vel og ég hélt að hann væri bara ánægður og lífið gengi bara vel hjá honum, þangað til hann heyrði í mér aftur og þá var allt vonlaust, þau alltaf að rífast en hún samt ekki tilbúin að sleppa honum. Ég talaði við hann í 2 mánuði aftur en ákvað svo að ég gæti ekki staðið í þessu með honum og hætti að svara honum.

Er það ekki rétt hjá mér að gera það? Eða á ég að vera til staðar fyrir hann eins og hann er að biðja um? Mér þykir alveg vænt um hann og veit að líf hans með henni er mjög erfitt og hann getur ekki talað við hana. En veit bara ekki hvort við getum verið bara vinir eftir það sem gekk á eða hvort við eigum að fara á bak við hana fyrir þessa vináttu.

Kveðja,

X

 

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir að senda þessar spurningar.

Þegar við verðum hrifin af öðrum manneskjum fara mjög sterk efnahvörf í gang, dópamínmagn eykst til muna og það hefur mikil áhrif á okkur og hvernig okkur líður. Við upplifum sælutilfinningu, innri hvatir aukast og dapurleiki minnkar. Fleiri boðefni aukast sem leiðir meðal annars til aukins trausts og minni ótta. Það má segja að þessi boðefni rugli okkur svolítið í rýminu og oft á tíðum göngum við langt í að halda í upplifunina sem þau veita okkur, stundum þvert á eðlilega skynsemi. Þegar ég les yfir það sem þú ert að segja þá koma einföld svör upp í hugann, en þau svör byggjast meira á skynsemi og rökum heldur en tillitssemi, skilningi og tilfinningunum sem koma upp við svona aðstæður. Eftirfarandi svör gætu því virkað frekar snubbótt eða jafnvel eins og skammir en það er alls ekki illa meint. Þau byggjast á því sem almennt mætti telja að væri siðferðislega rétt í þeim viðkvæmu aðstæðum sem framhjáhald er og stundum er gott að fá hlutina svolítið umbúðalausa.

  1. Þú veltir fyrir þér hvort þú eigir að bjarga honum vegna erfiðra samskipta hans við konuna sína. Þessi samskipti þeirra koma þér alls ekkert við. Það er alfarið þeirra persónulega mál og eðlilegast væri að þau gerðu það sem þarf til að vinna úr því.
  2. Ef manninum líður illa í sínu sambandi þá væri réttast og heiðarlegast hjá honum að bera ábyrgð á því. Það er gert með því að ræða þá hluti við maka sinn og annaðhvort vinna að því að styrkja hjónabandið, eða fara fram á skilnað áður en farið er að stofna nýtt samband. Aftur er þetta eitthvað sem þig varðar ekki um og í raun fátt sem særir fólk meira en að vita að trúnaðartraust sé brotið með því að segja viðhaldi frá persónulegum þáttum hjónabandsins. Þú gerðir því vel með því að taka ekki þátt í slíkum umræðum.
  3. Að lokum veltir þú því fyrir þér hvort þið eigið að fara á bak við konuna hans vegna vináttu ykkar? Ég vil hrósa þér fyrir að hafa lokað á samskiptin á einhverjum tímapunkti, þrátt fyrir að hann hafi viljað eitthvað annað. Það bendir til þess að þú hafir tengt við innsæið þitt og tekið ákvörðun byggða á góðum gildum. Ef þú heldur því áfram ættir þú að finna svarið við þessari spurningu.

Eins og ég nefndi þá eru þetta að mínu mati rökrétt svör en þau taka ekki tillit til þess að á milli ykkar eru tilfinningar og samband sem hefur fengið að þróast. Það gerist víða að tilfinningar þróist gagnvart öðru fólki en maka okkar og í sumum tilvikum leiðir það til framhjáhalds. Hvað þetta varðar er mikilvægt að hafa í huga að enginn er fullkominn og allir geta gert mistök. Það sem skiptir hinsvegar máli er hvað við gerum í slíkum aðstæðum, hvort við gerum okkar besta til að setja okkur og öðrum heilbrigð mörk, erum heiðarleg við okkur sjálf og maka okkar og sýnum öðrum virðingu.

Með þessi atriði að leiðarljós koma rétt svör við spurningunum.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Best klæddu konur Íslands

09:00 Hefð hefur skapast fyrir því að velja best klæddu konur landsins árlega. Að þessu sinni var valið vandasamt enda fjölmargar íslenskar konur sem bera af þegar kemur að klæðaburði. Eftirfarandi er listi yfir þær sem komust á blað dómnefndar sem skipuð var af ritstjórn Tískublaðs Morgunblaðsins. Meira »

Taktu inn sama vítamín og Kim Kardashian

06:00 Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með þykkt og fallegt hár á höfðinu. Nú hefur hún ljóstrað því upp hver galdurinn á bak við þetta er. Meira »

Ósiðir kvenna eftir ræktina

Í gær, 23:59 Ekki fara allar konur í sturtu eftir æfingu, skipta um föt, drekka vatn og borða hollt. Sumar fara í sveittum buxum í næstu bílalúgu. Meira »

Sjálfstæðiskonur skemmtu sér

í gær Landssamband sjálfstæðiskvenna hélt landsfundarhóf á Hótel Íslandi og þangað mættu um 150 konur. Hefð er að LS standi fyrir hófi fimmtudaginn fyrir landsfund og á því var engin breyting nú. Meira »

Gjafir fyrir fermingarstúlkuna

í gær Verslanir landsins eru fullar af áhugaverðum gjöfum fyrir fermingarbarnið í dag. Eftirfarandi eru gjafahugmyndir sem ættu að koma að gagni. Meira »

Heitustu tæknivörurnar fyrir fermingarbarnið

í gær Tækninni fleygir fram og það sem var heitasta tæknivaran á síðasta ári er svo sannarlega ekki það sama og nú.   Meira »

Heiðrún Anna heimsótt í Lundúnum

í gær Baðherbergi Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur tónlistarmanns í Lundúnum fékk yfir 100.000 læk á Pinterest. Baðherbergið hannaði hún sjálf frá grunni ásamt öllum öðrum rýmum á heimili sínu. Húsið er ákaflega fallegt og litríkt. Meira »

Katrín paraði saman grænt og grænt

í gær Græn föt eru framarlega í fataskáp Katrínar hertogaynju. Við grænan kjól klæddist hún grænni kápu en ekki er lengra síðan en um síðustu helgi að hún klæddist dökkgrænni kápu. Meira »

Er algjör töskuperri

í gær Birgitta Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi segist versla alltof mikið á netinu. Hún segist fara inn á Asos-appið nokkrum sinnum á dag og endar oft á því að kaupa sér bunka af fötum. Meira »

Komdu vel fyrir á fyrstu 5 mínútunum

í fyrradag Hversu snemma á að mæta í atvinnuviðtal? Ekki of snemma en ekki of seint heldur. Það þarf ekki bara að heilla ráðningastjórann líka fólkið í móttökunni til þess að landa draumastarfinu. Meira »

Pör sem gera þetta stunda meira kynlíf

í fyrradag Kynlífið batnar ekki bara við betri bólbrögð. Það er gott fyrir sambandið að skreppa til útlanda eða upp í bústað.   Meira »

Einfalt ráð til að auka brennsluna

21.3. Einfaldasta leiðin velja þann tímaglugga að fasta sem þér hentar, 12 eða 14 klst sem dæmi. Þú þarft ekki að styðjast við Intermittent fasting á hverjum degi. Hugsaði bara með þér að borða ekkert 2-4 klst fyrir svefn á virkum dögum. Þar sem konur eru viðkvæmari fyrir blóðsykursójafnvægi en karlar m.a mæli ég því fremur með konur fasti í 12-14 klst fremur en lengur. Meira »

Fermingargjafir sem breyta

21.3. Þegar kemur að því að gefa fermingarbörnum gjafir eru mörg okkar hugsandi yfir hvaða gjafir geta gefið börnunum í lífinu okkar nýtt og jákvætt sjónarhorn á lífið. Á fermingaraldri er unga fólkið okkar svo meðtækilegt fyrir heimspeki og jákvæðum boðskap. Meira »

Nýtt heimili fyrir litla peninga

21.3. Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður er komin með sína litalínu sem fæst í Slippfélaginu. Sæbjörg eða Sæja eins og hún er kölluð segir samstarfið hafi orðið til eftir þrotlausa vinnu við að finna réttu litina. Meira »

Mikilvægt að kenna lifandi trúfræðslu

20.3. Unnur Guðný María Gunnarsdóttir hefur ásamt prestum leitt börnin í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík í fermingarfræðslunni í vetur. Meira »

Vinna upp úr fötum sem var hafnað

20.3. Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs. Meira »

Missirinn blossaði upp

21.3. Emilíana Torrini er gestur Trúnó á fimmtudaginn. Hún segir frá því hvernig paranojan hafi blossað upp þegar hún varð móðir.   Meira »

Útlandalegt við Hagamel

21.3. Við Hagamel í Reykjavík stendur glæsileg íbúð með áhugaverðu yfirbragði. Hver hlutur á sinn stað og smekklegheitin eru allsráðandi. Meira »

Á erfitt með að fá fullnægingu 75 ára

20.3. „Ég er 75 ára og varð ekkja fyrir fjórum árum eftir 50 ára langt hjónaband. Ég hef verið að prófa stefnumótasíður og hef hitt tvo indæla menn síðasta árið.“ Meira »

Hödd selur eitursvala raðhúsið sitt

20.3. Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er nýstandsett en það var byggt 2017. Meira »