Á ég að loka á gifta manninn?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni hjálpar íslenskri konu að fóta sig en hún hefur verið í sambandi við giftan mann. 

Sæll Valdimar

Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar. Hann byrjaði að segja henni að hann vildi skilja og hún tók mjög illa í það og vældi í honum. Hann ákvað því á endanum að segja henni bara hvernig væri, hann væri ástfanginn af annarri og vildi skilja.

Allt kom fyrir ekki og hún brjálaðist og hótaði honum öllu illu og hann ákvað að reyna aftur, og það í 5. skiptið. Ég ákvað að loka bara á hann þrátt fyrir að hann væri að grátbiðja mig um að gera það ekki. Mér gekk það vel og ég hélt að hann væri bara ánægður og lífið gengi bara vel hjá honum, þangað til hann heyrði í mér aftur og þá var allt vonlaust, þau alltaf að rífast en hún samt ekki tilbúin að sleppa honum. Ég talaði við hann í 2 mánuði aftur en ákvað svo að ég gæti ekki staðið í þessu með honum og hætti að svara honum.

Er það ekki rétt hjá mér að gera það? Eða á ég að vera til staðar fyrir hann eins og hann er að biðja um? Mér þykir alveg vænt um hann og veit að líf hans með henni er mjög erfitt og hann getur ekki talað við hana. En veit bara ekki hvort við getum verið bara vinir eftir það sem gekk á eða hvort við eigum að fara á bak við hana fyrir þessa vináttu.

Kveðja,

X

 

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir að senda þessar spurningar.

Þegar við verðum hrifin af öðrum manneskjum fara mjög sterk efnahvörf í gang, dópamínmagn eykst til muna og það hefur mikil áhrif á okkur og hvernig okkur líður. Við upplifum sælutilfinningu, innri hvatir aukast og dapurleiki minnkar. Fleiri boðefni aukast sem leiðir meðal annars til aukins trausts og minni ótta. Það má segja að þessi boðefni rugli okkur svolítið í rýminu og oft á tíðum göngum við langt í að halda í upplifunina sem þau veita okkur, stundum þvert á eðlilega skynsemi. Þegar ég les yfir það sem þú ert að segja þá koma einföld svör upp í hugann, en þau svör byggjast meira á skynsemi og rökum heldur en tillitssemi, skilningi og tilfinningunum sem koma upp við svona aðstæður. Eftirfarandi svör gætu því virkað frekar snubbótt eða jafnvel eins og skammir en það er alls ekki illa meint. Þau byggjast á því sem almennt mætti telja að væri siðferðislega rétt í þeim viðkvæmu aðstæðum sem framhjáhald er og stundum er gott að fá hlutina svolítið umbúðalausa.

  1. Þú veltir fyrir þér hvort þú eigir að bjarga honum vegna erfiðra samskipta hans við konuna sína. Þessi samskipti þeirra koma þér alls ekkert við. Það er alfarið þeirra persónulega mál og eðlilegast væri að þau gerðu það sem þarf til að vinna úr því.
  2. Ef manninum líður illa í sínu sambandi þá væri réttast og heiðarlegast hjá honum að bera ábyrgð á því. Það er gert með því að ræða þá hluti við maka sinn og annaðhvort vinna að því að styrkja hjónabandið, eða fara fram á skilnað áður en farið er að stofna nýtt samband. Aftur er þetta eitthvað sem þig varðar ekki um og í raun fátt sem særir fólk meira en að vita að trúnaðartraust sé brotið með því að segja viðhaldi frá persónulegum þáttum hjónabandsins. Þú gerðir því vel með því að taka ekki þátt í slíkum umræðum.
  3. Að lokum veltir þú því fyrir þér hvort þið eigið að fara á bak við konuna hans vegna vináttu ykkar? Ég vil hrósa þér fyrir að hafa lokað á samskiptin á einhverjum tímapunkti, þrátt fyrir að hann hafi viljað eitthvað annað. Það bendir til þess að þú hafir tengt við innsæið þitt og tekið ákvörðun byggða á góðum gildum. Ef þú heldur því áfram ættir þú að finna svarið við þessari spurningu.

Eins og ég nefndi þá eru þetta að mínu mati rökrétt svör en þau taka ekki tillit til þess að á milli ykkar eru tilfinningar og samband sem hefur fengið að þróast. Það gerist víða að tilfinningar þróist gagnvart öðru fólki en maka okkar og í sumum tilvikum leiðir það til framhjáhalds. Hvað þetta varðar er mikilvægt að hafa í huga að enginn er fullkominn og allir geta gert mistök. Það sem skiptir hinsvegar máli er hvað við gerum í slíkum aðstæðum, hvort við gerum okkar besta til að setja okkur og öðrum heilbrigð mörk, erum heiðarleg við okkur sjálf og maka okkar og sýnum öðrum virðingu.

Með þessi atriði að leiðarljós koma rétt svör við spurningunum.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Gísli og Selma mættu með synina

12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

09:21 „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiskonar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

05:33 Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

Í gær, 23:00 „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

Í gær, 20:00 Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

Í gær, 17:00 Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í gær Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í gær Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

í gær Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

í gær Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

í fyrradag Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

í fyrradag Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hélt fram hjá með yfirmanninum

15.9. „Eiginmaður minn varð tortrygginn. Til þess að bjarga hjónabandi mínu þurfti ég að gera minna úr hlutunum og segja að ekkert væri í gangi. Það hefði líka flækt hlutina mjög mikið í vinnunni ef einhver hefði komist að þessu.“ Meira »

Augnkonfekt sem enginn má missa af

15.9. Nýjasta herferð Jil Sander er stuttmynd eftir leikstjórann Wim Wenders. Áhugafólk um kvikmyndagerð og tísku heldur ekki vatni yfir þessu verki. Meira »

8 ráð frá flottasta jóga veraldar

15.9. Sjana er 22 ára stúlka frá Ástralíu sem hefur vakið athygli út um allan heim fyrir að vera jóga-snillingur. Hún er með einstakan líkama og frábært viðhorf. Hér verða skoðuð 8 lífsviðhorf frá henni. Meira »

Fékk 24 tíma til að hanna stutta brúðarkjólinn

15.9. Brúðarkjóll leikkonunnar Denise Richards er ekki allra en hönnuðurinn segir það ekki skipta máli þar sem brúðurin var hæstánægð. Meira »
Meira píla