Á ég að loka á gifta manninn?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni hjálpar íslenskri konu að fóta sig en hún hefur verið í sambandi við giftan mann. 

Sæll Valdimar

Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar. Hann byrjaði að segja henni að hann vildi skilja og hún tók mjög illa í það og vældi í honum. Hann ákvað því á endanum að segja henni bara hvernig væri, hann væri ástfanginn af annarri og vildi skilja.

Allt kom fyrir ekki og hún brjálaðist og hótaði honum öllu illu og hann ákvað að reyna aftur, og það í 5. skiptið. Ég ákvað að loka bara á hann þrátt fyrir að hann væri að grátbiðja mig um að gera það ekki. Mér gekk það vel og ég hélt að hann væri bara ánægður og lífið gengi bara vel hjá honum, þangað til hann heyrði í mér aftur og þá var allt vonlaust, þau alltaf að rífast en hún samt ekki tilbúin að sleppa honum. Ég talaði við hann í 2 mánuði aftur en ákvað svo að ég gæti ekki staðið í þessu með honum og hætti að svara honum.

Er það ekki rétt hjá mér að gera það? Eða á ég að vera til staðar fyrir hann eins og hann er að biðja um? Mér þykir alveg vænt um hann og veit að líf hans með henni er mjög erfitt og hann getur ekki talað við hana. En veit bara ekki hvort við getum verið bara vinir eftir það sem gekk á eða hvort við eigum að fara á bak við hana fyrir þessa vináttu.

Kveðja,

X

 

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir að senda þessar spurningar.

Þegar við verðum hrifin af öðrum manneskjum fara mjög sterk efnahvörf í gang, dópamínmagn eykst til muna og það hefur mikil áhrif á okkur og hvernig okkur líður. Við upplifum sælutilfinningu, innri hvatir aukast og dapurleiki minnkar. Fleiri boðefni aukast sem leiðir meðal annars til aukins trausts og minni ótta. Það má segja að þessi boðefni rugli okkur svolítið í rýminu og oft á tíðum göngum við langt í að halda í upplifunina sem þau veita okkur, stundum þvert á eðlilega skynsemi. Þegar ég les yfir það sem þú ert að segja þá koma einföld svör upp í hugann, en þau svör byggjast meira á skynsemi og rökum heldur en tillitssemi, skilningi og tilfinningunum sem koma upp við svona aðstæður. Eftirfarandi svör gætu því virkað frekar snubbótt eða jafnvel eins og skammir en það er alls ekki illa meint. Þau byggjast á því sem almennt mætti telja að væri siðferðislega rétt í þeim viðkvæmu aðstæðum sem framhjáhald er og stundum er gott að fá hlutina svolítið umbúðalausa.

  1. Þú veltir fyrir þér hvort þú eigir að bjarga honum vegna erfiðra samskipta hans við konuna sína. Þessi samskipti þeirra koma þér alls ekkert við. Það er alfarið þeirra persónulega mál og eðlilegast væri að þau gerðu það sem þarf til að vinna úr því.
  2. Ef manninum líður illa í sínu sambandi þá væri réttast og heiðarlegast hjá honum að bera ábyrgð á því. Það er gert með því að ræða þá hluti við maka sinn og annaðhvort vinna að því að styrkja hjónabandið, eða fara fram á skilnað áður en farið er að stofna nýtt samband. Aftur er þetta eitthvað sem þig varðar ekki um og í raun fátt sem særir fólk meira en að vita að trúnaðartraust sé brotið með því að segja viðhaldi frá persónulegum þáttum hjónabandsins. Þú gerðir því vel með því að taka ekki þátt í slíkum umræðum.
  3. Að lokum veltir þú því fyrir þér hvort þið eigið að fara á bak við konuna hans vegna vináttu ykkar? Ég vil hrósa þér fyrir að hafa lokað á samskiptin á einhverjum tímapunkti, þrátt fyrir að hann hafi viljað eitthvað annað. Það bendir til þess að þú hafir tengt við innsæið þitt og tekið ákvörðun byggða á góðum gildum. Ef þú heldur því áfram ættir þú að finna svarið við þessari spurningu.

Eins og ég nefndi þá eru þetta að mínu mati rökrétt svör en þau taka ekki tillit til þess að á milli ykkar eru tilfinningar og samband sem hefur fengið að þróast. Það gerist víða að tilfinningar þróist gagnvart öðru fólki en maka okkar og í sumum tilvikum leiðir það til framhjáhalds. Hvað þetta varðar er mikilvægt að hafa í huga að enginn er fullkominn og allir geta gert mistök. Það sem skiptir hinsvegar máli er hvað við gerum í slíkum aðstæðum, hvort við gerum okkar besta til að setja okkur og öðrum heilbrigð mörk, erum heiðarleg við okkur sjálf og maka okkar og sýnum öðrum virðingu.

Með þessi atriði að leiðarljós koma rétt svör við spurningunum.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Stelpa breytir leikjasenunni

Í gær, 23:30 Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Meira »

Fyrstu skipti stjarnanna voru misjöfn

Í gær, 20:30 Fólk á misjafnar sögur af því hvernig það missti sveindóminn eða meydóminn. Það sama á við um stjörnurnar í Hollywood.   Meira »

Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

Í gær, 17:30 Kórónan sem Díana prinsessa gifti sig með var í fyrsta sinn notuð eftir lát hennar í brúðkaupi systurdóttur hennar á dögunum. Meira »

Rúrik vildi þrengri buxur og styttri ermar

Í gær, 14:30 Rúrik Gíslason, heitasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ef marka má Instagram, lét sérsauma á sig föt.   Meira »

Ósk Gunnarsdóttir selur slotið

Í gær, 11:23 Útvarpskonan og flugfreyjan, Ósk Gunnarsdóttir, hefur sett íbúðina á sölu. Íbúðin er litrík og heillandi og staðsett á besta stað. Meira »

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

Í gær, 09:40 Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

Í gær, 07:00 Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

í fyrradag Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

í fyrradag Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

í fyrradag Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

í fyrradag Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

í fyrradag Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

í fyrradag Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

í fyrradag María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

20.6. Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

20.6. Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

20.6. Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »

Viltu nota keppnis góða vörn?

20.6. Daily UV FACE MOUSSE var valin besta sólvaran á andlitið árið 2018. Þetta eru alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga frá London, New York og Sydney. Alls 600 snyrtivörumerki tóku þátt í þessari keppni, sem ekki er hægt að styrkja, um bestu sólvöruna. Meira »

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

20.6. Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

20.6. Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

20.6. „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »