Er sambandið búið ef það er ekkert kynlíf?

mbl.is/Getty

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá íslenskri konu sem veltir því fyrir sér hvort hægt sé að laga ástarsamband hennar eða hvort það sé bara búið. 

Sæll

Ég er búin að vera í sambandi með kærastanum mínum í 5 ár og eigum við eitt barn saman. Við erum mjög ólík í sambandi við nánast allt, þar með talið hversu mikinn tíma við eigum að taka frá til að sinna hvort öðru. Ég þarf nánd og umhyggju á meðan hann segist ekki þurfa á því að halda. Við erum líka nánast alveg hætt að sofa saman og mér er eiginlega orðið sama.

Ég finn að ég er farin að leita annað og finnst gaman þegar aðrir karlmenn sýna mér áhuga. Og ég er orðin hrædd um að það sé of seint að laga sambandið núna.

Við rífumst nánast daglega og ég er mjög hrædd um að það sé að hafa áhrif á barnið okkar sem er það lítið ennþá að það skilur ekki hvað er í gangi.

Er alltaf hægt að laga hlutina?

Kveðja, BB

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir að senda þessar hugleiðingar.

Í stuttu máli mætti segja að það séu töluverðar líkur á að hægt sé að laga hlutina, svo lengi sem báðir aðilar vilja leggja sitt af mörkum til þess. Það er ekki óalgengt að þegar sambönd hafa þróast í einhvern tíma að fólk kemst að þeirri niðurstöðu að það er ekki sammála um mikilvæg atriði í lífinu. Það er ekkert að því að vera ekki alltaf sammála og þarf alls ekki að vera ókostur að einstaklingar í parasambandi séu ólíkir. Það skiptir hinsvegar miklu máli að gagnvart stóru atriðunum séu pör með svipaða sýn og vilja til að sinna þörfum sambandsins ásamt sínum persónulegu þörfum.

Samböndin vaxa ekki af sjálfu sér og því þarf að gefa þeim ákveðinn tíma og athygli til þess að þau nái að dafna. Nándarvandi er algengur í parasamböndum, það sem einum finnst of lítið þykir öðrum nægilega mikið og svo framvegis. Þörfin fyrir nánd er eitt af þessum stóru atriðum sem þarf að ræða og leita leiða til að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað uppfyllir þarfir ykkar á því sviði.  

Fyrsta skrefið væri að tala saman um þessi mál. Margir finna mikinn hag af því að gera það með þriðja aðila sem getur aðstoðað með spurningum og mögulega komið með hugmyndir inn í vinnuna. Með því að gera það getið þið í það minnsta séð hvort þarfir ykkar og langanir eru svo langt í burtu að ekki verði hægt að samræma þær eða hvort það er vilji og von um að hægt sé að ná betur saman. Það hjálpar ykkur að taka ákvörðun um næstu skref í ykkar sambandi.

Þú nefnir barnið ykkar og gott að heyra að þú hefur hag þess í huga. Börn eru mjög ung farin að skynja streitu í samskiptum foreldra og geta upplifað ótta og óvissu því tengda. Það er ekkert óeðlilegt að rökræða öðru hverju en stigsmunur er á því og að vera að rífast, jafnvel með háreysti og niðrandi orðum fyrir framan börn. Það er því gott markmið að forðast að valda þeim uppnámi með samskiptum okkar og vinna að því að samskiptin geti verið í jafnvægi og af virðingu. Aðalatriðið er að þið ræðið saman um það sem liggur ykkur á hjarta og ef þær umræður fara alltaf í gömul hjólför og skila engu góðu, þá er um að gera að leita til ráðgjafa til þess að fá nýjar hugmyndir.

Gangi ykkur vel á þessari vegferð.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

12:00 Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

09:00 Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »

Mannúð og heiðarleiki í forgrunni

06:00 Helga Ólafsdóttir hefur unnið sem hönnuður í fjölda mörg ár. Í viðtalinu talar hún um tilgang lífsins, tískuna og fleira.   Meira »

Hlébarðamynstur leyfilegt í Hvíta húsinu

Í gær, 23:59 Melania Trump tók á móti forsætisráðherra Írlands í grænum hlébarðamynsturskjól. Pinnahælarnir voru síðan með hefðbundnu snákaskinnsmynstri. Meira »

Fólk í samböndum líklegra til að fitna

í gær Vísindin hafa staðfest það sem fólk hefur langi haldið, að fólk fitni í samböndum. Þeir einhleypu eru undir meiri pressu að líta vel út. Meira »

Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi

í gær Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi er komið á sölu. Um er að ræða 232 fm einbýli sem byggt var 1950.   Meira »

Áslaug Arna bauð í partí heim til sín

í gær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða vinum og velunnurum í kokkteilboð heim til sín þar sem hún býr við Stakkholt í Reykjavík. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina og býður Áslaug Arna sig fram sem ritari flokksins. Meira »

Upprunalegt Sigvalda-hús með sögu

í gær Atriði úr myndinni Undir trénu var tekið upp í garðinum við Hvassaleiti 73. Húsið er merkilegt að því leytinu til að í húsinu er allt upprunalegt. Þetta er því alger veisla fyrir þá sem elska tekk og gamlan tíma. Meira »

Flottari brúnka með Astaxanthin

í gær „Ef þú ert á leið í sólarfrí á næstunni langar mig að gefa þér gott ráð. Hvort sem þú ætlar að láta geisla sólarinnar verma þig í fáa eða marga daga, er gott að undirbúa húðina sem best. Því er frábært að byrja að taka inn Astaxanthin frá NOW svona þrem til fjórum vikum fyrir brottför og taka það svo inn meðan verið er í sólinni.“ Meira »

Ný Cartier-lína kynnt á rauða dreglinum

í gær Það var góð stemning í Optical Studio í gær þegar Cartier-lína var kynnt með tískusýningu. Á rauða dreglinum voru hver gleraugun sýnd á fætur öðrum. Meira »

Í eins dragt, hvor var flottari?

í fyrradag Tilda Swinton og Keira Knightley féllu báðar fyrir smóking fyrir konur frá Chanel. Knightley mætti með slaufu en Swinton var frjálslegri eins og hún er vön að vera. Meira »

Rún Ingvarsdóttir selur íbúðina

15.3. Rún Ingvarsdóttir hefur sett sína fallegu íbúð við Brávallagötu í Reykjavík á sölu. Rún starfaði á fréttastofu RÚV á árunum frá 2007 til 2016 en þá réð hún sig yfir til Landsbankans. Meira »

Fáðu stinnari og sterkari kropp

15.3. „Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja.“ Meira »

Hártíska sem er búin að vera

15.3. Hárlengingar og bleikir endar voru einu sinni málið en ekki lengur, að minnsta kosti ekki höfuðborg tískunnar, París.   Meira »

Dýrasta húsið í Árbænum?

15.3. 110 Reykjavík er býsna eftirsóttur staður en nú hefur eitt glæsilegasta heimilið í hverfinu verið sett á sölu. Nánar tiltekið Heiðarbær 17. Meira »

Brjálæðislegt 50 ára afmæli Sigga Hlö

14.3. „Já þetta var stórkostlegt. Að vera með sínum vinum og fagna lífinu er það sem maður á að lifa fyrir. Það mun ekki standa á legsteininum mínum „ég dó úr leiðindum“.“ sagði Siggi um veisluna. Meira »

Þakklát fyrir að vera á lífi

15.3. Lay Low er næsti viðmælandi í Trúnó, sem verður sýndur í opinni dagskrá í kvöld klukkan 20.20 í Sjónvarpi Símans. Hún kom sá og sigraði með fyrsta laginu sem hún sendi frá sér árið 2006 Please Don’t Hate Me. Meira »

Ég er svolítið eins og rússneskt jólatré

15.3. Sara María Karlsdóttir rekur fasteignasöluna Stakfell ásamt eiginmanni sínum Þorláki Ómari Einarssyni. Hún er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Meira »

8 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

14.3. Það er ekki bara þreyta sem hefur áhrif á að kynlífið er ekki upp á sitt besta. Ósætti, lengd sambanda og sjálfsálit getur verið ástæður fyrir minnkandi kynhvöt. Meira »

Mætti með andlitsfarða á Óskarinn

14.3. Leikarinn Daniel Kaluuya kom við í förðunarstólnum áður en hann mætti á Óskarinn rétt eins og konurnar sem mættu á rauða dregilinn. Meira »