Er sambandið búið ef það er ekkert kynlíf?

mbl.is/Getty

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá íslenskri konu sem veltir því fyrir sér hvort hægt sé að laga ástarsamband hennar eða hvort það sé bara búið. 

Sæll

Ég er búin að vera í sambandi með kærastanum mínum í 5 ár og eigum við eitt barn saman. Við erum mjög ólík í sambandi við nánast allt, þar með talið hversu mikinn tíma við eigum að taka frá til að sinna hvort öðru. Ég þarf nánd og umhyggju á meðan hann segist ekki þurfa á því að halda. Við erum líka nánast alveg hætt að sofa saman og mér er eiginlega orðið sama.

Ég finn að ég er farin að leita annað og finnst gaman þegar aðrir karlmenn sýna mér áhuga. Og ég er orðin hrædd um að það sé of seint að laga sambandið núna.

Við rífumst nánast daglega og ég er mjög hrædd um að það sé að hafa áhrif á barnið okkar sem er það lítið ennþá að það skilur ekki hvað er í gangi.

Er alltaf hægt að laga hlutina?

Kveðja, BB

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir að senda þessar hugleiðingar.

Í stuttu máli mætti segja að það séu töluverðar líkur á að hægt sé að laga hlutina, svo lengi sem báðir aðilar vilja leggja sitt af mörkum til þess. Það er ekki óalgengt að þegar sambönd hafa þróast í einhvern tíma að fólk kemst að þeirri niðurstöðu að það er ekki sammála um mikilvæg atriði í lífinu. Það er ekkert að því að vera ekki alltaf sammála og þarf alls ekki að vera ókostur að einstaklingar í parasambandi séu ólíkir. Það skiptir hinsvegar miklu máli að gagnvart stóru atriðunum séu pör með svipaða sýn og vilja til að sinna þörfum sambandsins ásamt sínum persónulegu þörfum.

Samböndin vaxa ekki af sjálfu sér og því þarf að gefa þeim ákveðinn tíma og athygli til þess að þau nái að dafna. Nándarvandi er algengur í parasamböndum, það sem einum finnst of lítið þykir öðrum nægilega mikið og svo framvegis. Þörfin fyrir nánd er eitt af þessum stóru atriðum sem þarf að ræða og leita leiða til að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað uppfyllir þarfir ykkar á því sviði.  

Fyrsta skrefið væri að tala saman um þessi mál. Margir finna mikinn hag af því að gera það með þriðja aðila sem getur aðstoðað með spurningum og mögulega komið með hugmyndir inn í vinnuna. Með því að gera það getið þið í það minnsta séð hvort þarfir ykkar og langanir eru svo langt í burtu að ekki verði hægt að samræma þær eða hvort það er vilji og von um að hægt sé að ná betur saman. Það hjálpar ykkur að taka ákvörðun um næstu skref í ykkar sambandi.

Þú nefnir barnið ykkar og gott að heyra að þú hefur hag þess í huga. Börn eru mjög ung farin að skynja streitu í samskiptum foreldra og geta upplifað ótta og óvissu því tengda. Það er ekkert óeðlilegt að rökræða öðru hverju en stigsmunur er á því og að vera að rífast, jafnvel með háreysti og niðrandi orðum fyrir framan börn. Það er því gott markmið að forðast að valda þeim uppnámi með samskiptum okkar og vinna að því að samskiptin geti verið í jafnvægi og af virðingu. Aðalatriðið er að þið ræðið saman um það sem liggur ykkur á hjarta og ef þær umræður fara alltaf í gömul hjólför og skila engu góðu, þá er um að gera að leita til ráðgjafa til þess að fá nýjar hugmyndir.

Gangi ykkur vel á þessari vegferð.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Brúðkaup Elísabetar og Gunnars

20:23 Elísabet Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet og Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna gengu í hjónaband í dag. Athöfnin sjálf fór fram í Fríkirkjunni. Meira »

Líf Chanel var ekki dans á rósum

18:00 Coco Chanel bjó til línu sem var einstaklega klassísk í upphafi síðustu aldar. Allt frá þeim tíma hefur sá undirtónn sem hún skapaði átt erindi. Við skoðum nýjustu Chanel-línuna í bland við sögu þessarar stórmerkilegu konu. Meira »

Gegnsæir kjólar yfir buxur

15:00 Sumartískan iðar af lífi og fjöri og í ár má gera allskonar sem ekki mátti gera áður. Eins og til dæmis að fara í gegnsæjan kjól yfir köflóttar buxur. Danska fatamerkið Baum und Pferdgarten er með ferlega mikið af flottum kjólum í sumartískunni í ár. Meira »

Undir áhrifum frá Downton Abbey

12:00 Heiðrún Hödd Jónsdóttir íslensku- og fjölmiðlafræðingur býr í fallegri íbúð í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Braga Michelssyni. Þau keyptu íbúðina í desember og hafa síðan í febrúar málað og innréttað hana á sinn einstaka hátt. Meira »

Er í lagi að eiga vin af gagnstæðu kyni?

09:00 „Málið er að alla tíð hef ég átt strákavini enda alin upp með strákum og að sumu leiti eins og strákur. Ég er á sextugsaldri gift til margra ára og á uppkomin börn. Í sambandi okkar hjónanna hefur aldrei komið upp nein afbrýðisemi og alltaf hefur ríkt gagnkvæmt traust á milli okkar.“ Meira »

Hversdagsrútína Melaniu Trump

06:00 Forsetafrú Bandaríkjanna er sögð vakna snemma og fara snemma sofa. Melania Trump hefur í nægu að snúast en setur þó móðurhlutverkið í fyrsta sæti. Meira »

Stelpa breytir leikjasenunni

Í gær, 23:30 Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Meira »

Fyrstu skipti stjarnanna voru misjöfn

í gær Fólk á misjafnar sögur af því hvernig það missti sveindóminn eða meydóminn. Það sama á við um stjörnurnar í Hollywood.   Meira »

Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

í gær Kórónan sem Díana prinsessa gifti sig með var í fyrsta sinn notuð eftir lát hennar í brúðkaupi systurdóttur hennar á dögunum. Meira »

Rúrik vildi þrengri buxur og styttri ermar

í gær Rúrik Gíslason, heitasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ef marka má Instagram, lét sérsauma á sig föt.   Meira »

Ósk Gunnarsdóttir selur slotið

í gær Útvarpskonan og flugfreyjan, Ósk Gunnarsdóttir, hefur sett íbúðina á sölu. Íbúðin er litrík og heillandi og staðsett á besta stað. Meira »

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

í gær Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

í gær Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

í fyrradag Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

21.6. Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

21.6. Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

21.6. Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

21.6. Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

21.6. Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

21.6. María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

20.6. Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »
Meira píla