Kynhvöt minnkar við barnaeignapælingar

Kynhvöt kvenna og karla er flókið fyrirbæri.
Kynhvöt kvenna og karla er flókið fyrirbæri. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar lítil kynhvöt karla var rannsökuð kom í ljós að það að vilja eignast barn gæti minnkað kynlöngun karla. Lítil kynlöngun hlýtur að setja strik í reikninginn ef barneignir eru í spilunum. 

Men's Health greinir frá rannsókninni sem ítalskir vísindamenn gerðu. Aðstandendur rannsóknarinnar telja að ástæðan fyrir því að kynlöngunin minnki sé hræðslan við að kynlífið breytist eftir að barn er komið í heiminn. 

Filippo M. Nimbi, aðalrannsakandinn, segir að lengi vel hafi spjótunum verið beint að kynlöngun kvenna, að kynlöngun kvenna sé flókin og full af sálfræðilegum vandamálum. Það sé ekki endilega öðruvísi í tilviki karla og að kynvitund karla er flóknari en oft hefur verið haldið. 

Ásamt lönguninni til að eignast barn var skortur á kynferðislegum hugsunum og ótti helsta ástæðan fyrir því að kynlöngun karla í rannsókninni var ekki með besta móti. 

„Í raunveruleikanum sem við mætum erum við ekki vön því að upplifa og að njóta ununar í kynlífi. Aðallega erum við að flýta okkur og einbeitum okkur að fullnægingu, en kynferði (og unun) er svo miklu meira,“ sagði vísindamaðurinn. 

Hugmyndin um barneignir getur hrætt.
Hugmyndin um barneignir getur hrætt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál