Demantar og bílar í sængurgjafir

Það tíðkast að gefa konum gjöf eftir að þær eignast ...
Það tíðkast að gefa konum gjöf eftir að þær eignast börn. Samsett mynd

Það hefur lengi tíðkast að makar gefi konum sínum sængurgjöf eftir að þær eignast börn. Algengt er að konur fái skartgripi að gjöf eftir að hafa gengið í gegnum þá þolraun að koma barni í heiminn. Stjörnurnar úti í heimi taka þennan sið að sjálfsögðu alvarlega og láta dýra demanta ekki alltaf duga eins og kemur fram hjá Marie Claire

Kylie Jenner 

Raunveruleikastjarnan eignaðist sitt fyrsta barn með rapparanum Travis Scott fyrir um mánuði. Fékk hún Ferrari-bíl sem er metinn á 150 milljónir. 

Kylie Jenner á bílnum.
Kylie Jenner á bílnum. skjáskot/Instagram

Beyoncé

Söngkonan fékk hring eftir að hún átti fyrsta barn sitt, hringurinn er sagður hafa kostað um þrjár og hálfa milljón. Var hann með bláum demanti en dóttirin heitir einmitt Blue Ivy. 

Beyoncé.
Beyoncé. mbl.is/AFP

Pink

Söngkonan fékk óvenjulega sængurgjöf eftir að hún eignaðist son sinn. Eiginmaður hennar gaf henni mótorhjól. 

Pink við mótorhjólið.
Pink við mótorhjólið. skjáskot/Instagram

Katrín hertogaynja

Vilhjálmur Bretaprins gaf Katrínu sérstakan bangsa úr Harrods þegar þau eignuðust sitt fyrsta barn. Var gjöfin því bæði fyrir hana sem og nýfædda prinsinn. 

Þegar Karlotta fæddist 2015 gaf Vilhjálmur Katrínu eyrnalokka sem kostuðu 400.000. 

Vilhjálmur bretaprins og Katrín hertogaynja með nýfæddan Georg prins.
Vilhjálmur bretaprins og Katrín hertogaynja með nýfæddan Georg prins. AFP

Sarah Jessica Parker

Matthew Broderick gaf eiginkonu sinni 600.000 króna armband þegar hún eignaðist son þeirra árið 2002. 

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. mbl.is/AFP

Jennifer Garner

Þegar Garner eignaðist fyrsta barn sitt og Bens Affleck gaf fyrrverandi eiginmaður hennar henni demantshring. 

Jennifer Garner.
Jennifer Garner. AFP

Nicole Kidman

Keith Urban gaf Nicole Kidman hring eftir að hún eignaðist fyrsta barn þeirra, Sunday. 

Nicole Kidman og Keith Urban.
Nicole Kidman og Keith Urban. AFP

Jennifer Lopez

Söngkonan fékk demantseyrnalokka frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony, þegar hún átti tvíburana Max og Emmu. 

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. mbl.is/AFP

Adele

Söngkonan fékk gyllt Buddah-hálsmen frá kærasta sínum þegar hún eignaðist barn þeirra árið 2012. 

Söngkonan Adele.
Söngkonan Adele. AFP

Katie Holmes

Leikkonan fékk Cartier armband frá Tom Cruise þegar hún eignaðist dótturina Suri Curise.

Suri Cruise og móðir hennar Katie Holmes.
Suri Cruise og móðir hennar Katie Holmes. mbl.is/AFP

Tori Spelling

Leikkonan fékk Balanciaga-handtösku frá eiginmanni sínum þegar hún eignaðist son þeirra árið 2007. 

Tori Spelling ásamt eiginmanninum, Dean McDermott.
Tori Spelling ásamt eiginmanninum, Dean McDermott. Getty Images

Helena Bonham Carter 

Leikstjórinn Tim Burton fer alltaf ótroðnar slóðir og það gerði hann einnig þegar hann gaf Helenu Bonham Carter sængurgjöf. Fjögur pör af leðurstígvélum fékk leikkonan í sængurgjöf frá eiginmanni sínum. 

Helena Bonham Carter og Tim Burton.
Helena Bonham Carter og Tim Burton. mbl.is/Cover Media
mbl.is

Skvísupartý á Hilton

12:00 Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Í gær, 16:50 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Í gær, 15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

í gær „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

í gær Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

í gær Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í fyrradag Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »