Demantar og bílar í sængurgjafir

Það tíðkast að gefa konum gjöf eftir að þær eignast ...
Það tíðkast að gefa konum gjöf eftir að þær eignast börn. Samsett mynd

Það hefur lengi tíðkast að makar gefi konum sínum sængurgjöf eftir að þær eignast börn. Algengt er að konur fái skartgripi að gjöf eftir að hafa gengið í gegnum þá þolraun að koma barni í heiminn. Stjörnurnar úti í heimi taka þennan sið að sjálfsögðu alvarlega og láta dýra demanta ekki alltaf duga eins og kemur fram hjá Marie Claire

Kylie Jenner 

Raunveruleikastjarnan eignaðist sitt fyrsta barn með rapparanum Travis Scott fyrir um mánuði. Fékk hún Ferrari-bíl sem er metinn á 150 milljónir. 

Kylie Jenner á bílnum.
Kylie Jenner á bílnum. skjáskot/Instagram

Beyoncé

Söngkonan fékk hring eftir að hún átti fyrsta barn sitt, hringurinn er sagður hafa kostað um þrjár og hálfa milljón. Var hann með bláum demanti en dóttirin heitir einmitt Blue Ivy. 

Beyoncé.
Beyoncé. mbl.is/AFP

Pink

Söngkonan fékk óvenjulega sængurgjöf eftir að hún eignaðist son sinn. Eiginmaður hennar gaf henni mótorhjól. 

Pink við mótorhjólið.
Pink við mótorhjólið. skjáskot/Instagram

Katrín hertogaynja

Vilhjálmur Bretaprins gaf Katrínu sérstakan bangsa úr Harrods þegar þau eignuðust sitt fyrsta barn. Var gjöfin því bæði fyrir hana sem og nýfædda prinsinn. 

Þegar Karlotta fæddist 2015 gaf Vilhjálmur Katrínu eyrnalokka sem kostuðu 400.000. 

Vilhjálmur bretaprins og Katrín hertogaynja með nýfæddan Georg prins.
Vilhjálmur bretaprins og Katrín hertogaynja með nýfæddan Georg prins. AFP

Sarah Jessica Parker

Matthew Broderick gaf eiginkonu sinni 600.000 króna armband þegar hún eignaðist son þeirra árið 2002. 

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. mbl.is/AFP

Jennifer Garner

Þegar Garner eignaðist fyrsta barn sitt og Bens Affleck gaf fyrrverandi eiginmaður hennar henni demantshring. 

Jennifer Garner.
Jennifer Garner. AFP

Nicole Kidman

Keith Urban gaf Nicole Kidman hring eftir að hún eignaðist fyrsta barn þeirra, Sunday. 

Nicole Kidman og Keith Urban.
Nicole Kidman og Keith Urban. AFP

Jennifer Lopez

Söngkonan fékk demantseyrnalokka frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony, þegar hún átti tvíburana Max og Emmu. 

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. mbl.is/AFP

Adele

Söngkonan fékk gyllt Buddah-hálsmen frá kærasta sínum þegar hún eignaðist barn þeirra árið 2012. 

Söngkonan Adele.
Söngkonan Adele. AFP

Katie Holmes

Leikkonan fékk Cartier armband frá Tom Cruise þegar hún eignaðist dótturina Suri Curise.

Suri Cruise og móðir hennar Katie Holmes.
Suri Cruise og móðir hennar Katie Holmes. mbl.is/AFP

Tori Spelling

Leikkonan fékk Balanciaga-handtösku frá eiginmanni sínum þegar hún eignaðist son þeirra árið 2007. 

Tori Spelling ásamt eiginmanninum, Dean McDermott.
Tori Spelling ásamt eiginmanninum, Dean McDermott. Getty Images

Helena Bonham Carter 

Leikstjórinn Tim Burton fer alltaf ótroðnar slóðir og það gerði hann einnig þegar hann gaf Helenu Bonham Carter sængurgjöf. Fjögur pör af leðurstígvélum fékk leikkonan í sængurgjöf frá eiginmanni sínum. 

Helena Bonham Carter og Tim Burton.
Helena Bonham Carter og Tim Burton. mbl.is/Cover Media
mbl.is

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

Í gær, 23:59 Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

Í gær, 21:00 Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

Í gær, 18:00 Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Retró heimili í Covent Garden

Í gær, 15:00 Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

í gær Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

í gær Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

í fyrradag Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

í gær Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

í fyrradag Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

í fyrradag Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »

Klæddu þig eins og bókasafnsfræðingur

í fyrradag Tískan fer í marga hringi. Um þessar mundir minnir margt í tískunni á Goldie Hawn í Foul Play þar sem hún leikur á eftirminnilegan hátt bókasafnsfræðinginn Gloriu Mundy. Meira »

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

17.3. Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

17.3. Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »

Hlébarðamynstur leyfilegt í Hvíta húsinu

16.3. Melania Trump tók á móti forsætisráðherra Írlands í grænum hlébarðamynsturskjól. Pinnahælarnir voru síðan með hefðbundnu snákaskinnsmynstri. Meira »

Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi

16.3. Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi er komið á sölu. Um er að ræða 232 fm einbýli sem byggt var 1950.   Meira »

Áslaug Arna bauð í partí heim til sín

16.3. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða vinum og velunnurum í kokkteilboð heim til sín þar sem hún býr við Stakkholt í Reykjavík. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina og býður Áslaug Arna sig fram sem ritari flokksins. Meira »

Mannúð og heiðarleiki í forgrunni

17.3. Helga Ólafsdóttir hefur unnið sem hönnuður í fjölda mörg ár. Í viðtalinu talar hún um tilgang lífsins, tískuna og fleira.   Meira »

Fólk í samböndum líklegra til að fitna

16.3. Vísindin hafa staðfest það sem fólk hefur langi haldið, að fólk fitni í samböndum. Þeir einhleypu eru undir meiri pressu að líta vel út. Meira »

Upprunalegt Sigvalda-hús með sögu

16.3. Atriði úr myndinni Undir trénu var tekið upp í garðinum við Hvassaleiti 73. Húsið er merkilegt að því leytinu til að í húsinu er allt upprunalegt. Þetta er því alger veisla fyrir þá sem elska tekk og gamlan tíma. Meira »

Flottari brúnka með Astaxanthin

16.3. „Ef þú ert á leið í sólarfrí á næstunni langar mig að gefa þér gott ráð. Hvort sem þú ætlar að láta geisla sólarinnar verma þig í fáa eða marga daga, er gott að undirbúa húðina sem best. Því er frábært að byrja að taka inn Astaxanthin frá NOW svona þrem til fjórum vikum fyrir brottför og taka það svo inn meðan verið er í sólinni.“ Meira »