Vill ekki gefa sína fyrrverandi upp á bátinn

Maðurinn vill ekki sleppa hendinni af sínu fyrra lífi.
Maðurinn vill ekki sleppa hendinni af sínu fyrra lífi. mbl.is/Thinkstocphotos

Kona sem á í vandræðum með kærastann leitaði ráða hjá Mariellu Frostrup ráðgjafa The Guardian

Ég varð ástfangin af samstarfsmanni sem hafði átt kærustu til lengri tíma. Átta mánuðum eftir að ég hitti hann sagði hann mér að hann hefði verið yfir sig hrifinn af mér síðan ég byrjaði, og við kysstumst. Nokkrum vikum seinna sváfum við saman. Hann sagði mér að kærasta hans væri nú fyrrverandi kærasta hans og ég trúði honum með öllu mínu hjarta þrátt fyrir að hann búi enn hjá henni í auka herbergi. Ég eyddi jólunum með fjölskyldunni hans, sem er skilningsrík og hrifin af því að hann hætti með henni. Ég kom upp á milli þeirra en fjölskyldan hans var hrifin af mér og tók mig í sátt, þau gáfu mér meira að segja litlar gjafir. 

Eftir fjögurra mánaða rómans gaf andleg heilsa hans sig og hann byrjaði að hitta mig sjaldnar. Hann brotnaði niður í símanum (fyrir nokkrum dögum) og sagði mér að hann vildi hætta sambandinu þar sem hann þolir ekki álagið. Þau eiga íbúð og hund saman. Hann neitaði að gefa þau upp á bátinn og bað mig um að gefa sér tíma og rúm. Ég vil ekki gefast upp á honum. 

Ráðgjafinn sér ekki mikla framtíð í sambandinu. 

Ég þekki hann einu sinni ekki og er þreytt á því hversu mikið allir í kringum hann einbeita sér að hans þörfum. Hvað með þig? Hvað getur hann gefið þér? Starf sem fjölskyldusáttasemjari, félagsskap í íbúðinni þinni (þar sem hann ætlar sér ekki að kaupa sér sína eigin í nálægri framtíð), þurfandi hund sem gæti verið keppinautur þinn um ást hans. Gerðu það, þú verður að meta þig hærra en þetta. 

Mitt ráð til þín er að segja honum að þú ætlir hvorki að gefa honum tíma né rúm og þú ætlir þér að halda áfram með líf þitt. Ætlir ekki að láta ákvarðanafælni hans hafa áhrif á þig og ætlir að beina sjónum þínum að einhverjum sem veit hvað hann vill og er tilbúinn til þess að færa fórnir. 

Maðurinn á erfitt með að velja á milli.
Maðurinn á erfitt með að velja á milli. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Gegnsæir kjólar yfir buxur

15:00 Sumartískan iðar af lífi og fjöri og í ár má gera allskonar sem ekki mátti gera áður. Eins og til dæmis að fara í gegnsæjan kjól yfir köflóttar buxur. Danska fatamerkið Baum und Pferdgarten er með ferlega mikið af flottum kjólum í sumartískunni í ár. Meira »

Undir áhrifum frá Downton Abbey

12:00 Heiðrún Hödd Jónsdóttir íslensku- og fjölmiðlafræðingur býr í fallegri íbúð í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Braga Michelssyni. Þau keyptu íbúðina í desember og hafa síðan í febrúar málað og innréttað hana á sinn einstaka hátt. Meira »

Er í lagi að eiga vin af gagnstæðu kyni?

09:00 „Málið er að alla tíð hef ég átt strákavini enda alin upp með strákum og að sumu leiti eins og strákur. Ég er á sextugsaldri gift til margra ára og á uppkomin börn. Í sambandi okkar hjónanna hefur aldrei komið upp nein afbrýðisemi og alltaf hefur ríkt gagnkvæmt traust á milli okkar.“ Meira »

Hversdagsrútína Melaniu Trump

06:00 Forsetafrú Bandaríkjanna er sögð vakna snemma og fara snemma sofa. Melania Trump hefur í nægu að snúast en setur þó móðurhlutverkið í fyrsta sæti. Meira »

Stelpa breytir leikjasenunni

Í gær, 23:30 Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Meira »

Fyrstu skipti stjarnanna voru misjöfn

Í gær, 20:30 Fólk á misjafnar sögur af því hvernig það missti sveindóminn eða meydóminn. Það sama á við um stjörnurnar í Hollywood.   Meira »

Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

Í gær, 17:30 Kórónan sem Díana prinsessa gifti sig með var í fyrsta sinn notuð eftir lát hennar í brúðkaupi systurdóttur hennar á dögunum. Meira »

Rúrik vildi þrengri buxur og styttri ermar

í gær Rúrik Gíslason, heitasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ef marka má Instagram, lét sérsauma á sig föt.   Meira »

Ósk Gunnarsdóttir selur slotið

í gær Útvarpskonan og flugfreyjan, Ósk Gunnarsdóttir, hefur sett íbúðina á sölu. Íbúðin er litrík og heillandi og staðsett á besta stað. Meira »

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

í gær Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

í gær Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

í fyrradag Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

í fyrradag Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

í fyrradag Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

21.6. Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

21.6. Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

21.6. Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

21.6. María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

20.6. Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

20.6. Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

20.6. Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »
Meira píla