Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Árni Sæberg

„Fyrir nokkrum mánuðum átti ég samtal við lækni sem sagði við mig að það streymdi að fólk sem væri útbrennt, komið með alvarlegan kvíða og í svokallað kulnunarástand. Hann vildi meina að veruleg aukning væri á slíkum tilfellum og ekki síst hjá konum sem mætti rekja til aukins álags og streitu. Þetta kallast á við upplifun mína við ráðgjafastörf, margt fólk er komið fram á brún sökum mikils álags og streitu. Kulnun eða útbrennsla er alvarlegt ástand sem tekur langan tíma að vinna sig frá. Að hafa áhyggjur og að kvíða einhverju er eðlilegt ástand, það eru líklega mjög fáir sem hafa enga reynslu af því. Kvíði getur verið aðstæðubundin, til dæmis kvíða því margir að fara í flugvél, að komast í tæri við köngulær eða að vera stungnir með sprautunál svo dæmi séu tekin. Meðferð við slíkum aðstæðubundnum kvíða felst meðal annars í því að takast hægt og rólega á við þær aðstæður sem valda kvíðanum,“ segir Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni, í sínum nýjasta pistli: 

Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn. Þessi tilfinning dregur mátt úr fólki, virðist soga til sín orku líkamans og gerir lífið í alla staði erfiðara. Í sumum tilvikum fá einstaklingar kvíðaköst sem geta virkað nánast lamandi, margir finna fyrir máttleysi í útlimum, öndunarerfiðleikum, hraðari hjartslætti, svitna óhóflega meðal annars í lófum, upplifa sig vera í frjálsu falli og vonleysistilfinning hellist yfir. Það er augljóst að upplifun sem þessi er alvarlegt ástand og mikilvægt að gera það sem hægt er til þess að sporna við því að það haldi áfram eða aukist.

Ef ekki er tekist á við langvarandi kvíða getur það leitt til ýmissa alvarlegra líkamlegra og andlegra vandamála, meðal annars þunglyndis. Fyrir marga er erfitt að viðurkenna ástandið sem þeir eru að upplifa, ekki síst vegna þess að hugmyndir okkar byggja mjög gjarnan á því að sterkir einstaklingar eigi að geta tekist á við hvað sem er og það sé því veikleiki að komast að þeirri niðurstöðu að maður ráði ekki við verkefni hversdagsleikans. Það er ranghugmynd sem mikilvægt er að leggja til hliðar. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar og gera það sem hægt er til þess að lifa hamingjusömu lífi. Með því að skoða mismunandi hliðar þessara mála, hvaða atriði það eru sem helst hafa áhrif í daglegu lífi og hvað við getum gert til þess að draga úr áhyggjum og kvíða, geta lífsgæðin aukist verulega, jafnvel á skömmum tíma.

Á námskeiðinu Áhyggjur og kvíði – leiðir til lausna verður rætt á mannlegum nótum um áhyggjur, streitu og kvíða frá ýmsum hliðum og hvaða leiðir eru taldar góðar til þess að vinna úr vandanum.

Þú getur skoðað námskeiðið betur hér http://www.lausnin.is/ahyggjur-og-kvidi-leidir-til-lausna/

Valdimar Þór Svavarsson - ráðgjafi

mbl.is

Kidman mætti í pallíettujólakjól

Í gær, 22:00 Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

Í gær, 18:00 Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

Í gær, 15:00 Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

Í gær, 13:00 Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

Í gær, 10:11 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

Í gær, 05:30 Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

í fyrradag Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

í fyrradag Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

í fyrradag Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

í fyrradag Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

í fyrradag „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

í fyrradag Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

17.11. „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

17.11. Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

17.11. Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

17.11. „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

17.11. Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

17.11. Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »