Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Árni Sæberg

„Fyrir nokkrum mánuðum átti ég samtal við lækni sem sagði við mig að það streymdi að fólk sem væri útbrennt, komið með alvarlegan kvíða og í svokallað kulnunarástand. Hann vildi meina að veruleg aukning væri á slíkum tilfellum og ekki síst hjá konum sem mætti rekja til aukins álags og streitu. Þetta kallast á við upplifun mína við ráðgjafastörf, margt fólk er komið fram á brún sökum mikils álags og streitu. Kulnun eða útbrennsla er alvarlegt ástand sem tekur langan tíma að vinna sig frá. Að hafa áhyggjur og að kvíða einhverju er eðlilegt ástand, það eru líklega mjög fáir sem hafa enga reynslu af því. Kvíði getur verið aðstæðubundin, til dæmis kvíða því margir að fara í flugvél, að komast í tæri við köngulær eða að vera stungnir með sprautunál svo dæmi séu tekin. Meðferð við slíkum aðstæðubundnum kvíða felst meðal annars í því að takast hægt og rólega á við þær aðstæður sem valda kvíðanum,“ segir Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni, í sínum nýjasta pistli: 

Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn. Þessi tilfinning dregur mátt úr fólki, virðist soga til sín orku líkamans og gerir lífið í alla staði erfiðara. Í sumum tilvikum fá einstaklingar kvíðaköst sem geta virkað nánast lamandi, margir finna fyrir máttleysi í útlimum, öndunarerfiðleikum, hraðari hjartslætti, svitna óhóflega meðal annars í lófum, upplifa sig vera í frjálsu falli og vonleysistilfinning hellist yfir. Það er augljóst að upplifun sem þessi er alvarlegt ástand og mikilvægt að gera það sem hægt er til þess að sporna við því að það haldi áfram eða aukist.

Ef ekki er tekist á við langvarandi kvíða getur það leitt til ýmissa alvarlegra líkamlegra og andlegra vandamála, meðal annars þunglyndis. Fyrir marga er erfitt að viðurkenna ástandið sem þeir eru að upplifa, ekki síst vegna þess að hugmyndir okkar byggja mjög gjarnan á því að sterkir einstaklingar eigi að geta tekist á við hvað sem er og það sé því veikleiki að komast að þeirri niðurstöðu að maður ráði ekki við verkefni hversdagsleikans. Það er ranghugmynd sem mikilvægt er að leggja til hliðar. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar og gera það sem hægt er til þess að lifa hamingjusömu lífi. Með því að skoða mismunandi hliðar þessara mála, hvaða atriði það eru sem helst hafa áhrif í daglegu lífi og hvað við getum gert til þess að draga úr áhyggjum og kvíða, geta lífsgæðin aukist verulega, jafnvel á skömmum tíma.

Á námskeiðinu Áhyggjur og kvíði – leiðir til lausna verður rætt á mannlegum nótum um áhyggjur, streitu og kvíða frá ýmsum hliðum og hvaða leiðir eru taldar góðar til þess að vinna úr vandanum.

Þú getur skoðað námskeiðið betur hér http://www.lausnin.is/ahyggjur-og-kvidi-leidir-til-lausna/

Valdimar Þór Svavarsson - ráðgjafi

mbl.is

Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

12:00 Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig þann 6. október. Tónleikar í tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar í Kaplakrika settu óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu. Meira »

Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

09:00 Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa öðlast frægð fyrir eitt en haldið svo áfram á allt annarri braut enda aldrei of seint að skipta um starfsvettvang eða skella sér í nýtt nám. Meira »

Missti 15 kíló á þremur mánuðum

06:00 Khloé Kardashian greindi frá því að hún hafi misst 15 kíló síðan hún átti dóttur sína fyrir þremur mánuðum.   Meira »

Heppin með kynlíf á 3 mánaða fresti

Í gær, 23:59 „Jafnvel þó svo að það sé frábært þegar við stundum kynlíf er ég heppin ef eiginmaður minn og ég gerum það einu sinni á þriggja mánaða fresti. Áður fyrr stunduðum við spennandi kynlíf.“ Meira »

Smámunasöm þegar föt eru annars vegar

Í gær, 21:00 Rakel Grímsdóttir hefur flottan og stílhreinan fatastíl. Rakel segist gera miklar kröfur um góð efni og snið og verslar þess vegna sjaldan á netinu. Meira »

Gullfalleg í bláu á bláa dreglinum

Í gær, 18:00 Stjörnurnar mættu að sjálfsögðu í bláum fötum þegar búið var að rúlla út bláa dreglinum í London en tilefnið var frumsýning myndarinnar Mamma Mia 2 Meira »

Hugsum hægar í hita

Í gær, 15:00 Niðurstöður rannsóknar sem skoðaði áhrif hita á vitsmunalega hugsun benda til þess að við hugsum hægar þegar hitinn er hærri. Meira »

Birkir Már ástfanginn upp fyrir haus

í gær Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson virðist vera jafnástfanginn af eiginkonu sinni, Stefaníu Sigurðardóttur, í dag og hann var fyrir níu árum. Meira »

Leigðu engan venjulegan sumarbústað

í gær Keilusalur og hjólabrettapallur er meðal þess sem er að finna í húsi sem hjónin Beyoncé og Jay-Z tóku á leigu eitt sumar fyrir nokkrum árum. Meira »

Góð ráð til þess að ferðast létt

í gær Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

í fyrradag Deidre lenti í því að Mac sem hún var að skipuleggja giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

í fyrradag Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

í fyrradag Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

í fyrradag Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

í fyrradag „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

16.7. Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

16.7. Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

15.7. Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »

5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

15.7. Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi segir þessi einföldu atriði í okkar daglega lífi geta haft mikil áhrif á hjónabönd og sambönd og að lokum bundið enda á þau. Meira »

Sálfræðileg áhrif lita

15.7. Þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið er gott að vera búin/búinn að lesa þessa grein. Þú velur þér rauðan lit ef þú vilt keyra upp orkuna en grænan ef þú vilt róa fólkið á heimilinu. Meira »

5 ráð fyrir árangursríkan blund

15.7. Það er fátt betra en að leggja sig smá, en allt er gott í hófi. Hér eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga áður en maður fær sér kríu. Meira »