Pör sem gera þetta stunda meira kynlíf

Pör sem ferðast eru ánægðari í sambandinu og kynlífinu.
Pör sem ferðast eru ánægðari í sambandinu og kynlífinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Helgarferð til útlanda eða kósíhelgi upp í sumarbústað er ekki bara góð tilbreyting fyrir pör heldur getur líka haft góð áhrif á sambandið. Margt bendir til þess að pör sem kveðja hversdaginn öðru hverju og fara í frí saman eiga í betra sambandi og stunda jafnvel meira kynlíf. 

Women's Health greinir frá könnun þar sem meirihlutinn taldi að smá ferðalag væri mikilvægt fyrir því að viðhalda sterkum tengslum. Fólk sem fór reglulega í frí saman kom sterkara út úr könnuninni. 

Þeir sem ferðuðust sögðust vera nánari maka sínum en þeir sem vildu frekar vera bara heima. Þau pör eru líklegri til þess að deila áhugamálum, betri í að takast á við ágreininga og voru líklegri til þess að kalla maka sinn sinn besta vin. 

Í annarri könnun kom það líka í ljós að pör sem ferðuðust saman stunduðu meira kynlíf. 28 prósent nefndu það einnig að kynlífið hafi batnað eftir að ferðalög komust á dagskrá. 

Smá frí getur gert pörum gott.
Smá frí getur gert pörum gott. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál