Hjólreiðar bæta kynlífið

Hjólreiðar hafa marga kosti.
Hjólreiðar hafa marga kosti. mbl.is/Thinkstockphotos

Undafarin ár hafa hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu stóraukist. Leiða má líkum að því að kynheilbrigði kvenna hafi batnað á sama tíma og hjólreiðastígum hafi fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, ef marka má rannsókn á áhrifum hjólreiða. 

Men's Health greinir frá rannsókninni sem University of California gerði. Kom í ljós að konur sem hjóluðu af krafti væru með meiri kynlöngun en konur sem hjóluðu ekkert. Hjólreiðakonurnar voru líka ólíklegri til þess að eiga við vandamál að stríða í kynlífi. 

Hjólreiðar eru þó ekki eintómur dans á rósum en í sömu könnun kom í ljós að konur sem hjóla mikið eru líklegri til þess að fá þvagfærasýkingu en aðrar konur. 

Thomas Gaither, einn rannsakendanna, sagði að ef hægt væri að finna lausn á þvagfærasýkingunum og sárum vegna hnakksins gætu hjólreiðar bætt kynlíf kvenna. 

Það þarf ekki endilega að hjóla úti.
Það þarf ekki endilega að hjóla úti. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Loka