Hugmyndir að heimagerðum kynlífstækjum

Púðar eru ekki bara til skrauts.
Púðar eru ekki bara til skrauts. mbl.is/Thinkstockphotos

Það má krydda kynlífið með því að nota kynlífsleikföng í rúminu. Það þarf ekki alltaf að gera sér ferð í Adam og Evu til þess að krydda kynlífið. Women's Health fór yfir hverju á heimilinu sérfræðingar mæla með, og líklega eru hjálpartæki ástarlífsins til á þínu heimili. 

Perlufesti

Margir eiga perlufestar í skartgripaskríninu, kynlífs- og sambandssérfræðingurinn Debra Lino segir að það megi nota þær í munnmökum. Að vefja perlufestinni utan um lim karls gefur aðra tilfinningu en í hefðbundnum munnmökum. 

Trésleif

Lino telur síðan upp að trésleifar séu tilvaldar til rassskellinga þar sem bæði sé hægt að rassskella bæði laust og fast. Mikilægt sé að vera fullviss um að þetta sé eitthvað sem hinn aðilinn vill líka. 

Gúrka 

Gúrkur eru ekki bara góðar í salatið heldur líka í rúminu, eða það er að minnsta kosti mat kynlífssérfræðingsins Lauru McGuire. McGuire segir að hægt sé að nota gúrkur eins og gervilim. Hún mælir með að setja filmu utan um gúrkuna eða jafnvel smokk til þess að koma í veg fyrir sýkingu. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Púðar

Allir eiga að minnsta kosti einn kodda en gott er að eiga marga ef maður vill nýta þá á kynferðislegan hátt. Kynlífsráðgjafinn Rachel Needle segir að það sé hægt að nudda sér upp við koddahrúgu til þess að örva snípinn, koddarnir koma þá í staðinn fyrir til dæmis aðra manneskju. 

McGuire tekur undir það að koddar komi að góðum notum þegar kemur að sjálfsfróun og bætir við að handklæði geri það líka. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Sturtuhausinn

Konur geta nýtt sturtuhausinn með því að halda honum upp að kynfærunum, þá sprautast vatnið á snípinn. Needle nefnir að sturtuhausar búi oft yfir mismunandi krafti og stillingum og því sé hægt að leika sér með það. 

Svampur

Hreingerningarsvampa má nota til þess að strjúka innanverð lærin, rassinn og brjóst. Kynlífssérfræðingurinn og kynlífsbúðareigandinn Kim Airs segir svampana gefa góða tilfinningu. Hægt er að bæta nuddolíu við svampinn en hún varar við stálburstum. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Prjónar

Oft fylgja matarprjónar með austurlenskum mat, það hafa ekki allir kunnáttu eða þolinmæði til þess að nota þá og prjónarnir enda í ruslinu. Hægt er að nýta þessa matarprjóna til þess að búa til geirvörtuklemmu með því að setja gúmmíteygju á milli þeirra. 

Sokkabuxur

Nælonsokkabuxurnar þurfa ekki að fara strax í skúffuna eftir að þú ferð úr fötunum. Hægt er að nota sokkabuxurnar til þess að binda saman hendur bólfélagans eða jafnvel binda fyrir augu. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Munnskol

McGuire segir að munnskol eða sterk mynta geti kryddað munnmök para. 

Kókosolía

Kynlífssérfræðingurinn Jane Fleishman vill meina að nota megi lífræna kókosolíu sem sleipiefni. Hún mælir þó ekki með kókosolíu sem er löngu búið að opna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál