Ekki tala um þetta á fyrsta stefnumóti

Fyrsta sefnumótið skiptir miklu máli.
Fyrsta sefnumótið skiptir miklu máli. mbl.is/Thinkstockphotos

Vandræðalegar þagnir gera lítið fyrir fyrsta stefnumótið, það getur því verið gott að undirbúa sig. Sérfræðingar í stefnumótum og samböndum mælta með því að bíða með stóru spurningarnar. 

Independent leitaði ráða hjá James Preece varðandi það hvað ætti og ætti ekki að tala um á fyrsta stefnumóti. Preece sem er stefnumótaþjálfari mælir með að halda fyrstu stefnumótinu á léttu nótunum.  

Preece mælir því með því að tala um fjölskylduna, það frí sem er í mestu uppáhaldi og ástríðu fólks. Hann segir að ef fólk tali um eitthvað ánægjulegt og jákvætt þá verði litið á það með þeim augum. Á sama hátt smitar neikvæðnin. Ef fólk tekur fyrir eitthvað neikvætt umræðuefni þá fær fólk frekar á sig neikvæða ímynd. 

Pólitík, leiðinlegt veður og að spyrja af hverju fólk er enn einhleypt er því ekki góð hugmynd. „Það er ekkert verra en að þurfa að verja sig fyrir ókunnugum,“ bendir Preece á. 

Annar ástarmálasérfræðingur tekur undir skoðanir Preece. Madeline Mason segir að fyrsta stefnumótið eigi að vera skemmtilegt og sýna hversu vel fólki kemur saman. Fyrsta stefnumótið er ekki rétti tíminn til þess að kafa ofan í gömul ástarsambönd, hræðileg stefnumót. Ekki sé heldur gott að fá útrás fyrir pólitískar skoðanir sínar eða aðra óánægju. 

„Ekki spyrja hversu marga fyrrverandi maka fólkið á, hversu mörg stefnumót það hefur farið á eða af hverju síðasta samband gekk ekki upp. Spyrðu að því seinna,“ segir Mason. 

Góðir samskiptahæfileikar geta komið sér vel þegar farið er á …
Góðir samskiptahæfileikar geta komið sér vel þegar farið er á stefnumót. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál