Gisti bara hjá stelpum sem hann kynnist á Tinder

Anthony Botta á margar vinkonur eftir ferðalag sitt um Evrópu …
Anthony Botta á margar vinkonur eftir ferðalag sitt um Evrópu síðasta sumar. Ljósmynd/Aðsend

Belginn Anthony Botta fór í óvenjulegt ferðalag síðasta sumar en hann nýtti sér stefnumótaforritið Tinder til að finna sér gististaði á tveggja mánaða ferðalagi sínu um Evrópu. Botta kallar aðferðina Tindersurfing rétt eins og fólk notar Couchsurfing til þess að finna sér gististaði. 

Botta gisti bara hjá konum sem hann hitti á Tinder en þrátt fyrir að hann hafi ekki enn ferðast til Íslands kom Ísland við sögu á ferðalaginu. Botta segist hafa hitt íslenska stelpu á Tinder sem hann gisti hjá í München eina nótt. 

Botta hefur sýnt frá ferðalaginu á Youtube en segir að íslenska stelpan hafi ekki viljað birtast á Youtube. „Hún var samt skemmtileg, við erum enn í sambandi. Svo ég sé hreinskilinn þá hef ég aldrei á ævi minni séð stelpu drekka jafn mikið áfengi,“ sagði Botta um íslensku vinkonuna sína í München. 

Botta ætlar að halda áfram að ferðast með hjálp kvenna á Tinder og er hann búinn að bóka ferð til Kólumbíu í maí og í september, október ætlar hann í aðra ferð og vonast þá til að heimsækja Ísland. 

„Ég hef aldrei komið til Íslands en ég mun pottþétt setja það á listann minn fyrir haustið 2018. Ég hef áður stillt Tinderið mitt þar og stelpurnar líta út fyrir að vera svo opnar og fallegar. Tindersurfing á Íslandi mun gerast fyrr en seinna.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál