Skiptir reynsluleysi í kynlífi máli?

Maðurinn er ekki sá reynslumesti.
Maðurinn er ekki sá reynslumesti. mbl.is/Thinkstockphotos

Fullorðinn karlmaður með litla kynlífsreynslu á bakinu leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

„Ég er þrítugur karlmaður og ég er gagnkynhneigður en með litla kynlífsreynslu. Ég var veikur mestan hluta unglingsáranna og þangað til fyrir einu ári var ég á lyfjum sem höfðu þá aukaverkun að þau bældu niður kynhvötina. Án þeirra leið mér allt í einu eins og ég væri með kynhvöt, en það hefur skapað vandamál.“

„Ég vil kanna þessa hlið á sjálfum mér, en ég veit ekki hvernig. Ég er að reyna að byrja að fara á stefnumót en á meðan ég er í góðri vinnu og með góða rútínu hef ég litla reynslu af kynlífi, sem ég held að sé frekar augljóst á stefnumóti. Ég hef áhyggjur af því að reynsluleysi mitt skipti máli fyrir þær sem ég heillast af.“

Maðurinn fékk nýlega aukna kynlöngun.
Maðurinn fékk nýlega aukna kynlöngun. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að hann sé á góðum stað til þess að hitta einhverja sem skilur hann og kann að meta hann vegna þess hve vel hann þekkir sjálfan sig og getur gert grein fyrir sér. Hún ráðleggur honum jafnframt frá því að leita sér fróðleiks í klámi. 

„Stefnumótaheimurinn getur litið út fyrir að vera ógnvekjandi og erfiður og þú fékkst ekki tækifæri til þess að þróa með þér stefnumóta- og sambandshæfileika fyrr á ævinni. Tilvonandi makar eru hins vegar ekki allt hjartalaust fólk sem er að reyna að finna einhvern sem tikkar í fyrirframákveðna kassa. Einbeittu þér að því að reyna að hafa gaman og stofna til vináttu. Þegar þú finnur fyrir hrifningu og afslappaða tilfinningu og öryggi með öðrum ætti að vera auðvelt að útskýra áskorun þína og reynsluleysi þitt. Sumu fólki gæti jafnvel fundist þessi einfalda hlið þín heillandi og upplífgandi,“ ráðlagði ráðgjafinn. 

„Það er engar fyrirframákveðnar reglur um hvernig á að koma á kynferðislegri tenginu við aðra manneskju, fyrir utan þá nauðsyn að viðhalda gangkvæmri virðingu og samþykki. Þú verður að læra að á kynferðislegt viðbragð þitt og hvað kveikir í þér, svo vertu hugrakkur, kannaðu og farðu út úr þægindarammanum. Reyndu hins vegar að standast það að drífa þig í eitthvað sem virðist ógnvekjandi og mundu að þú hefur alltaf rétt á því að krefjast þess að fara rólegar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál