5 hlutir sem ber að varast eftir sambandsslit

Sambandsslit eru alltaf áfall. Leyfðu þér að fara í gegnum …
Sambandsslit eru alltaf áfall. Leyfðu þér að fara í gegnum allar tilfinningarnar en ekki festast í þessu ástandi til lengri tíma. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Stefnumótamarkþjálfinn Monica Parikh slær í gegn um þessar mundir. Hún er svo sérfróð um ástina að hún hefur stofnað utan um viðfangsefnið skóla. Hér eru fimm hlutir sem fólki ber að varast eftir sambandsslit. Greinin birtist á Mindbodygreen.

Ekki dæma sjálfa/sjálfan þig of hart

Ekkert okkar er fætt með þekkingu eða skilning á því hvernig maður eigi að vera í samböndum. Það er einungis í gegnum það að prófa okkur áfram (og gera ótal mistök), sem við lærum hvernig best er að tjá okkur, rífast, og fyrirgefa, sem er hornsteinn hamingjusamra sambanda.

Þegar ég byrja að vera dómhörð við mig minni ég mig á að það tók Thomas Edison 10.000 tilraunir að búa til ljósaperuna. Jafnvel Michael Jordan, einn þekktasti körfuboltaspilari í heimi, segir að mistök séu nauðsynleg. Hann sagði eitt sinn: „Ég hef ekki hitt 9.000 körfur, ég hef tapað 300 leikjum. Í 26 skipti hefur mér verið treyst fyrir því að taka lokaskot í leik og ég hitti ekki. Ég hef gert mistök ofan á mistök í lífinu. Sem er ástæðan fyrir því að mér gengur svona vel í dag.“

Svo hafðu þetta í huga þegar þú ert að jafna þig eftir ástarsorg – þessi sambandsslit verða án efa stór hluti af leið þinni í réttu áttina í að finna sanna ást.

Ekki vera með frosið yfirbragð

Sjónvarpsþættir og kvikmyndir sýna okkur oft hvernig frábær sambandsslit eiga að vera. Báðir aðilar eru sammála, passa upp á börnin á fullkominn hátt eftir skilnað og enginn þarf sérstakan tíma áður en rennt er inn í nýtt samband.

Þessi veruleiki er fjarri raunveruleikanum. Þess vegna er þetta bara í kvikmyndum.

Eins og allar aðrar áskoranir eru sambandsslit eða skilnaðir áföll. Fólk þarf tíma til að syrgja. Svo segðu vinum þínum að þú sért að syrgja og þurfir tíma til að jafna þig og stuðning.

Það er náttúrulegt að þurfa að syrgja og það færir okkur á betri stað. Heilar okkur í átt að bata. Það er ekkert athugunarvert við að gráta, verða þungur og syrgja. Vandamálið er heldur bundið við það ef þú verður í þessu ástandi í lengri tíma og nærð ekki að einblína á daglega hluti. 

Ekki detta inn í samfélagsmiðlaraunveruleikann

Þegar þú syrgir eftir sambandsslit, reyndu að vera sem minnst á samfélagsmiðlum. Vegna þess að á samfélagsmiðlum eru allir að sveipa líf sitt rósroða og það er óþægilegt fyrir þá sem eru að fara í gegnum sorg. 

Mundu svo að í raunveruleikanum er lífið bara alls konar. Við erum öll að fara í gegnum eitthvað í lífinu, fólk rífst, sumir daglega.

Ekki bera saman þitt innra líf við ytra líf fólks. Sannleikurinn er sá að öll okkar finna til að einhverju leyti, við erum öll fullkomlega ófullkomin á einhvern hátt.

Ekki kenna öðrum um

Mistök eru gjöf þegar við notum þau til að læra af þeim. Allt of oft festist fólk eftir sambandsslit í að kenna hvoru öðru um og sanna að sín saga sé sú sanna. En um leið og þú bendir á fyrrverandi maka þinn beinir þú þremur fingrum að þér. 

Líttu inn á við og skoðaðu þinn hluta í sambandinu. Komdu í veg fyrir að upplifa það sama aftur. Sem dæmi, ef fyrrverandi maki þinn sagði þér frá hversu óhamingjusamur hann væri, tókstu því nægilega alvarlega? Lokaðir þú á hluti sem skiptu máli eða breyttir um umræðuefni?

Að mati Aimee, sem er sambandráðgjafi, horfa heilbrigðustu skjólstæðingar hennar á eigin hegðun (sem oft á rætur að rekja til barnæsku þeirra). Hegðun sem er að skaða þá í dag og reyna að komast hjá því að gera sömu mistökin tvisvar.

Ekki gefast upp

Á hverjum degi er sorglegt að fylgjast með skjólstæðingum sem er að mistakast með tvo hluti:

1. Þeir eru að gefast upp á ástinni. Þeir hafa látið sársaukafull sambandsslit slá sig út af laginu og hafa tékkað sig út af markaðnum fyrir fullt og allt.

2. Þeir gera sömu mistökin aftur og aftur. Þeir eru fastir í eigin egói og trúa því ekki að til sé auðveldari leið til að ná árangri á þessu sviði.

Leyfðu sjálfri/sjálfum þér að syrgja og upplifa ástarsorgina. En ekki festast í sorginni. Það er enginn ósigur í því að falla, heldur í því að gefast upp á því að rísa upp aftur.

Greinina í Mind, Body, Green skrifaði Monica Parikh með Aimee Hartstein sem er sálkönnuður með 20 ára reynslu í sambandsráðgjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál