5 hlutir sem eftirsóknarverðir menn gera

Sambandsráðgjafinn Monica Parikh hefur tekið saman lista yfir 5 hluti …
Sambandsráðgjafinn Monica Parikh hefur tekið saman lista yfir 5 hluti sem einkenna eftirsóknarverða menn. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Stefnumótamarkþjálfinn Monica Parikh slær í gegn um þessar mundir. Hún er svo sérfróð um ástina að hún hefur stofnað utan um viðfangsefni skóla. Hér eru fimm hlutir sem hún telur að eftirsóknarverðir menn geri. Greinin birtist á Mindbodygreen

Eftirsóknarverðir menn brenna fyrir betra, andlegra og veraldlegra lífi. Þeir gefa af sér og tala um ástríðu sína. Það sem skilur þessa menn frá öðrum, er að þeir gera hlutina í staðinn fyrir einungis að tala um þá. Þeir sætta sig ekki við meðalmennsku í neinu og eru stöðugt að vinna að æðra markmiði.

Þeir eru til staðar í sambandinu

Eftirsóknarverðir menn eru til staðar í sambandinu sem þeir eru í. Þeir leggja áherslu á að vera inni í stórum og litlum hlutum í lífi þeirra sem þeir eru með. Þeir átta sig á að hlutirnir þurfa ekki að vera stórir. Einn lítill göngutúr með viðkomu í ísbúðinni getur gert gæfumuninn.

Þeir slökkva á símanum þegar þeir borða og gefa þér óskipta athygli.

Þeir stunda forleik allan daginn

Eftirsóknarverðir menn mæta öllum verkefnum á heimilinu til jafns við konurnar sínar. Þeir átta sig á að með því að taka þátt færist álagið jafnt á báða aðila og þannig eru þeir að sýna áhuga á konunni sinni stöðugt.

Allan daginn eru þeir í þessum forleik að sýna skilning og ást. Ekki bara þegar upp í rúm er komið.

Það er stöðugleiki í því sem þeir segja og gera

Eftirsóknarverðir menn eru með mikla siðferðiskennd og auðmýkt. Þeir standa fastir á sínum gildum og það sem þeir segjast gera, það gera þeir. 

Þú finnur aldrei neitt óvænt við þessa menn. þeir eru með skýra sýn á lífið og vita hvað þeir vilja. Þeir leika sér ekki með tilfinningar annarra og hegða sér og tala ekki öðruvísi þegar enginn sér.

Þeir iðka andlegt líf

Eftirsóknarverðir menn leggja stund á að greiða úr tilfinningum sínum og vinna í sér reglulega. Þeir taka ábyrgð og eru tilbúnir að fara áfram og þroskast í lífinu. Í samböndum taka þeir ábyrgð og koma með lausnir, í stað þess að vera fórnarlamb og kenna öðrum um.

Í lokin má geta þess að margir lesendur Parikh eru sammála um að þessir eiginleikar eigi einnig við um eftirsóknarverðar konur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál