Bestu stellingarnar fyrir hvert aldursskeið

Mælt er með standandi kynlífi fyrir fólk á þrítugsaldri.
Mælt er með standandi kynlífi fyrir fólk á þrítugsaldri. mbl.is/Thinkstockphotos

Þó svo að einhver geti verið of ungur til þess að stunda kynlíf getur maður aldrei verið of gamall til þess. Kynlífið þarf þó mögulega að taka mið af aldri fólks en Men's Health fór yfir hvaða stellingar væru bestar fyrir fólk á hinum ýmsu aldursskeiðum. 

Þrítugsaldurinn

Mælt er með því að konan sé ofan á til þess að forðast sáðlát of snemma. Einnig er þetta tíminn sem fólk ætti að vera prófa sig áfram eins og með því að stunda kynlíf standandi. 

Fertugsaldurinn

Þegar fólk er komið yfir þrítugt ætti það að prófa sig áfram með stellingar sem reyna á þol og liðleika. Þetta getur leitt af sér meiðsl og þá er gott að skipta yfir í hundinn. 

Fimmtugsaldurinn

Eftir fertugsafmælið er fólk oft öruggara með líkama sinn og með maka sinn en áður. Því ætti að vera tilvalið að prófa stellingar sem reyna á dýpri tengingu á milli fólks eins og þar sem báðir aðilar sitja. Einnig er mælt með því að að lengja forleikinn og koma þá stellingar eins og 69 sterkar inn. 

Sextugsaldurinn

Þegar komið er á sextugsaldurinn er limurinn kannski ekki jafnhress og hann var á árum áður. Þetta er hægt að bæta með til dæmis að stunda kynlíf á morgnana auk þess að stunda kynlíf þar sem karlmaðurinn er ofan á. 

Sjötugsaldurinn

Líkaminn gæti verið byrjaður að segja til sín þegar fólk er komið yfir sextugt en þá er gott að velja þægilegar stellingar eins og skeiðina þar sem báðir aðilar liggja á sömu hliðinni. Ekki þarf endilega bíða eftir að limurinn verði harður en þá er gott að nota sleipiefni. 

Það er mismunandi hvað hentar eftir því hversu gamalt fólk …
Það er mismunandi hvað hentar eftir því hversu gamalt fólk er. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál