10 lífsreglur Norman Vincent Peale

Norman Vincent Peale var vanur að predika um jákvæða hugsun. ...
Norman Vincent Peale var vanur að predika um jákvæða hugsun. Hann var á undan sinni samtíð með margt og varpaði jákvæðu ljósi á lífsins ólgusjó. Ljósmynd/skjáskot netið.

Bandaríski ráðherrann, rithöfundurinn og presturinn Norman Vincent Peale var ötull talsmaður jákvæðrar hugsunar. Hann vakti athygli víða fyrir einfalda og sterka trú. Kirkjan hans á 5 Breiðgötu var jafn vel slótt og rokk-tónleikar. Þar sem m.a. Richard Nixon og Donald Trump sóttu andgift sína.

Peale var persónulegur vinur Richard Nixon forseta og Donald Trump sótti kirkjuna hans Peale á uppvaxtarárum sínum. Hugsjónir Peale þóttu byltingarkenndar á sínum tíma enda var hann á undan sínum samtíma með margt. Lífsskoðanir hans eiga einstaklega vel við í dag.

Breyttu hugsunum þínum og þá breytirðu heiminum

Að mati Peale gerast kraftaverkin sem við biðjum um inni í okkur og þá helst með breyttum viðhorfum og skilningi til lífsins. Sá sem er stöðugt hræddur, sér heim fullan af ótta. Sá sem er kærleiksríkur, sér það fallega í heiminum. 

Að þessu leyti hvatti Peale fólk til þess að biðja á hverjum degi fyrir skilningi og breyttum viðhorfum. Þannig gæti það sigrast á áskorunum í lífinu og orðið sterkari einstaklingar fyrir vikið.

Hafðu trú á þér

Samkvæmt Peale er mikilvægt að við trúum á okkur sjálf og eiginleika okkar. Hann predikaði að auðvitað þyrftum við að vera auðmjúk en með sjálfstraust. Annars gætum við ekki notið velgengni og verið hamingjusöm.

Taktu gagnrýni uppbyggilega

Vandamál okkar flestra að mati Peale er að við veljum frekar að verða sigruð með lofi en bjargað með gagnrýni.

Ef þú ert einungis með já fólk í kringum þig muntu halda áfram á sömu braut án þess að breytast þangað til þú lendir á vegg. Hins vegar ef þú tekur gagnrýni og skoðar hana, leggur mat á þinn hlut í aðstæðum og gerir betur, getur þú sigrast á eigin lífi og orðið fyrirmynd annarra.

Tómir vasar hafa aldrei stöðvað neinn

Peale lagði til að fólk ræktaði huga sinn og hjarta. Að það legði stund á andlegt líf og færi á eftir því sem það langaði.

Að mati hans stöðva tómir vasar engan, einungis tómir hausar og hjörtu. 

Stattu upp á móti áskorunum

Ef þú upplifir áskoranir í lífinu áttu að mati Peale að standa gegn þeim og læra að sigra þær. Þegar þú gerir það muntu sjá og uppgötva að áskoranir hafa ekki helming þess styrks sem þú taldir í fyrstu. 

Ekki hörfa og ekki gefast upp. Það eina sem við gerum allt of fljótt er að hætta að reyna að sækja það sem við raunverulega þráum.

Hann flutti stórskemmtilega ræðu þar sem hann talaði um hvernig fólk án vandamála væri komið undir græna torfu. Kraftmikill einstaklingur að hans mati var með kraftmikil verkefni. Eftir því sem árin líða þá verður lærdómurinn meiri og vandamálin oft og tíðum viðráðanlegri. Hann lagði samt til við þá sem stóðu andspænis fáum áskorunum og áttu að eigin sögn fábreitt og innantómt líf að biðja Guð um reynslu til að læra af til að geta vaxið og orðið stærri.

Sæktu í stór verkefni

Þeim mun meira sem þú tapar þér í stórum verkefnum, þeim mun meiri orku muntu fá. Þegar þú ert að takast á við eitthvað sem þér finnst þú ekki hafa getu eða þekkingu á, þá ertu líklegast að fá verkefni sem lætur þig vaxa. Þú getur hörfað og verið hrædd/hræddur. Eða tekist á við verkefnið, beðið um æðruleysi og að fá að sjá hlutina með opnari huga og meiri krafti en þú hefur áður gert.

Tilbreytingarlaust líf er líf sem þú munt ekki muna. Hins vegar er gott að hafa í huga að þú þarft ekki að sækja í allar orrustur sem á vegi þínum verða. Innri ró og friður í flæðinu er einnig ákjósanlegur staður að vera á.

Ekki fela þig fyrir þér

Stærsta augnablik í lífi hvers og eins er þegar hann ákveður að hætta að fela sig fyrir sjálfum sér. Stígur inn í það að kynnast sjálfum sér eins og hann raunverulega er.

Mörg okkar eru í samskiptum og samböndum sem gefa okkur afsökun til að taka ekki ábyrgð á ákveðnum sviðum sem við óttumst. Þegar þannig er á statt hjá okkur forðumst við okkur sjálf, langanir okkar og lífsvilja. Ef við hins vegar horfumst í augu við okkur daglega, lærum á styrkleika okkar og veikleika þá fyrst byrjum við að vaxa. 

Hver einasta manneskja ver stærsta hluta lífsins með sjálfri sér, svo það er eins gott að þú eigir gott með að vera með þér og sért ánægður með þig í þessu lífi.

Aðgerðir ýta undir sjálfsöryggi

Þegar við leggjumst í aðgerðir byggjum við undir sjálfsöryggið okkar. Þegar við hins vegar stöldrum of lengi við búum við til ótta. Kannski mun aðgerðin þín heppnast. Kannski hefðir þú þurft að gera hlutina öðruvísi, breyta aðeins til eða aðlaga. Allar aðgerðir sem við gerum erum betri en engar aðgerðir í stöðu sem við þurfum að breyta.

Loforð eru eins og grátandi börn í leikhúsi

Peale var meira en lítið orðheppinn og sagði meðal annar: “Promises are like crying babies in a theater, they should be carried out at once".

Þú þarft að efna loforð þín með aðgerð sem fylgir fast á eftir því sem þú hefur sagt. Eins skaltu hafa augun opin fyrir því hvernig þér líður ef fólk lofar þér hlutum sem það efnir ekki. Slíkt getur haft svipuð áhrif á samband ykkar og grátandi börn hafa í leikhúsi. Eyðileggjandi og truflandi og þú missir af lífinu og verður langt frá því besta útgáfan af þér.

Biddu fyrir þeim sem þú vilt breyta

Þegar maður biður fyrir aðstæðum eða einstaklingum sem maður á í erfiðleikum með breytist viðhorf okkar gagnvart aðstæðunum og/eða einstaklingnum.

Bænir þínar geta verið að fá að sjá aðstæðurnar með öðrum augum, fá að skilja með dýpri skilningi eða að allt fari vel.

Gangi þér vel!

mbl.is

Gísli og Selma mættu með synina

12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

09:21 „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiskonar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

05:33 Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

Í gær, 23:00 „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

Í gær, 21:00 Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

Í gær, 20:00 Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

Í gær, 17:00 Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

Í gær, 15:23 Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í gær Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

í gær Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

í gær Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

í fyrradag Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

í fyrradag Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

í fyrradag Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hélt fram hjá með yfirmanninum

15.9. „Eiginmaður minn varð tortrygginn. Til þess að bjarga hjónabandi mínu þurfti ég að gera minna úr hlutunum og segja að ekkert væri í gangi. Það hefði líka flækt hlutina mjög mikið í vinnunni ef einhver hefði komist að þessu.“ Meira »

Augnkonfekt sem enginn má missa af

15.9. Nýjasta herferð Jil Sander er stuttmynd eftir leikstjórann Wim Wenders. Áhugafólk um kvikmyndagerð og tísku heldur ekki vatni yfir þessu verki. Meira »

8 ráð frá flottasta jóga veraldar

15.9. Sjana er 22 ára stúlka frá Ástralíu sem hefur vakið athygli út um allan heim fyrir að vera jóga-snillingur. Hún er með einstakan líkama og frábært viðhorf. Hér verða skoðuð 8 lífsviðhorf frá henni. Meira »
Meira píla