Það sem við óttumst er ljósið ekki myrkrið!

Við ættum ekki að óttast ljósið hið innra með okkur.
Við ættum ekki að óttast ljósið hið innra með okkur. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Samkvæmt Marianne Williamson er stærsti ótti okkar ekki sá að við séum ekki nóg. Stærsti ótti okkar er sá að við séum sterkari en við gætum ímyndað okkur. Það er ljósið hið innra með okkur, en ekki myrkrið sem hræðir okkur mest. Við spyrjum okkur: Hver er ég að vera frábær? Æðisleg? Hæfileikarík? Manneskja sem á allt það besta skilið?

Þegar við ættum heldur að vera að spyrja okkur: Af hverju er ég ekki frábær? Æðisleg? Hæfileikarík umfram það sem ég gæti ímyndað mér? 

Þú ert barn Guðs segir Williamson og heldur áfram. „Það að þú spilir þig litla er ekki í þínu hlutverki og er ekki að hjálpa heiminum. Það er ekkert göfugt við að þú smækkir þig þannig að fólki líði ekki illa í kringum þig og verði óöruggt. 

Okkur er öllum ætlað að skína, líkt og börnin okkar gera. Við erum fædd til þess að vera staðfesting á hversu megnugur Guð er og það er ekki einungis í sumum okkar, það er inn í okkur öllum.

Þegar þú stígur inn í þitt ljós hvetur þú aðra til að gera hið sama, þannig að ósjálfrátt gefur þú öðrum leyfi til hins sama. Þegar við erum frjáls frá ótta okkar mun nærvera okkar frelsa aðra til hins sama.“

Þeim sem eru tilbúnir að stíga út úr óttanum við ljósið er bent á bók Mariane Williamson A return to Love á Amazon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál