„Ef ég hefði bara vitað þetta um ástina“

Ef ég gæti gefið sjálfri mér ráð þegar ég var …
Ef ég gæti gefið sjálfri mér ráð þegar ég var 20 ára myndi ég segja: Vertu ástfangin hjartað mitt af þínu lífi fyrst! Ljósmyndari/Thinkstockphotos.

Stefnumótamarkþjálfinn Monica Parikh slær í gegn um þessar mundir. Hún er svo sérfróð um ástina að hún hefur stofnað utan um viðfangsefnið skóla.

Nýlega birtist grein í Mindbodygreen eftir Monika Parikh þar sem hún skrifar niður fimm ráð sem hún vildi hafa gefið sér sjálfri um ástina þegar hún var 20 ára.

Hún hefur greinina með því að segja: „Ég veit hversu mikið þig langar í samband og ert að horfa í kringum þig á vini þína sem allir virðast hafa fundið þann eina sanna. En slakaðu á mín kæra. Þú átt margt eftir ólært. Taktu þér tíma og leyfðu þér að gera mistök til að læra. En það sem mig langar að segja þér er eftirfarandi.“

Mundu fyrst þú og svo þið

Fyrst þarftu að falla djúpt og innilega fyrir þínu eigin lífi. Ég veit hvernig þér líður með að vera ein en treystu mér, vertu hugrökk og taktu eitt skref í einu til að finna hamingjuna í þínu eigin lífi. Horfðu á kvikmyndir eftir Wes Anderson og uppistand með Dave Chappelle þangað til þú veltist um af hlátri. Lærðu að baka og lestu allar bækur sem þér þykja áhugaverðar á bókasafninu.

Finndu þitt eigið sjálf og passaðu upp á að týna þér aldrei í veruleika einhvers annars. Ég lofa þér að það verður til nægur fjöldi karla sem munu elska konu sem á sína eigin áhugaverðu veröld.

Ekki betla ást

Manstu eftir Gary? Stráknum sem þú varst með um tíma sem sýndi þér neðanjarðar tattoo-staðina, kynnti þig fyrir frægum bardagalistamönnum og málaði þig með vatnslitum? Þeim sem þú kenndir allt um neðanjarðar sake-staði, og hvar maður finnur bestu thai-veitinga-staðina í borginni? Þeim sem þrátt fyrir allt sem þú reyndir langaði ekki að bindast þér til lengri tíma? Svo þú hélst áfram að reyna og reyna og reyna.

Karlmenn eins og Gary elska að veiða stelpur. Þeir hafa engan áhuga á langtímasambandi. Svo njóttu þess að láta hann veiða þig, en ekki eyða neinni orku í hann. Fólk eins og hann er mjög nákvæmt með það sem það vill. Svo lærðu að hlusta mín kæra.

Taktu eftir því þegar fólk sýnir þér hver það í raun og veru er

Manstu Edward? Hann var frábær kærasti – á blaði. Með há laun og bjó í fallegri penthouse-íbúð. Í góðu formi. Innan sex mánaða vildi hann kvænast þér og búa til fjölskyldu með þér. Manstu?

En það var eitthvað sem þú staldraðir við. Hann gaf aldrei þjórfé þegar þið fóruð út að borða. Færði engum gjafir þegar hann heimsótti fólk í nýtt húsnæði. Síminn hans hringdi aldrei og hann var stöðugt að gagnrýna þig fyrir hvernig þú hlóst, hvaða ilmvatn þú varst með og hvaða hatta þú valdir þér.

Litlu hlutirnir skipta nefnilega máli mín kæra. Heilmiklu máli. Menn sem eiga þig skilið í lengri tíma munu:

  • Standa upp í lestinni svo ófrískar konur eða eldri konur geti sest.
  • Neita að tala illa um nokkurn mann, jafnvel þeirra eigin fyrrverandi.
  • Leggja sig fram um að keyra aðeins lengra svo þú sért heil á höldnu á leið þinni heim.
  • Gera hvað þeir geta til að fá þig til að brosa.

Það sem ég vil að þú gerir elskuleg er að trúa helmingnum af því sem þú heyrir en öllu sem þú verður vitni að. Vertu með opin augun fyrir vísbendingum sem varpa ljósi á hvaða persónu maður hefur að geyma. Leggðu áherslu á góðmennsku, auðmýkt og gjafmildi. Það sem þér finnst eiga að einkenna góða vini – gerðu engar minni kröfur til elskhuga þíns.

Góður lífsförunautur er viðbót við lífið þitt en er ekki lífið

Þegar þú fellur fyrir stóru ástinni muntu freistast til að leggja allt annað til hliðar og vera stöðugt með ástinni þinni. Reyndu að forðast það mín kæra. Engin ein persóna getur gefið þér allt sem þú þarft. Ef þú gerir hann að þínu öllu, þá muntu fljótt finna fyrir vonbrigðum, og fara að ýta í hann með galla sem þú ferð að sjá í persónuleika hans. Ef þú vilt hins vegar fóstra ástina, þá skaltu umkringja þig með yndislegu fólki sem mun næra sálina þína og margfalda hamingjuna þína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál