Fitnarðu þegar þú ferð í samband?

Ertu eins og jójó þegar kemur að samböndum. Mjó á …
Ertu eins og jójó þegar kemur að samböndum. Mjó á lausu og svo fitnarðu þegar þú ert komin á fast? mbl.is/Thinkstockphotos.

Sumir eru eins og jójó, inn og út úr samböndum. Þar sem þeir fitna í samböndum og grennast svo inn á milli. Ef þú ert einn/ein af þeim þá er þetta grein fyrir þig.

Holdafar er áhugavert viðfangsefni að fjalla um. Sér í lagi ef þú starfar hjá fjölmiðlum og það er byrjun á nýju ári. Þá fara blaðamenn á kreik og taka viðtöl við sérfræðinga á ýmsum sviðum að ræða leiðir til að fólk nái árangri með heilsu sína á nýju ári.

En hvernig geta sambönd haft áhrif á holdafar okkar?

Það er þekkt að við borðum yfir tilfinningar. Ester Helga Guðmundsdóttir er frábær sérfræðingur sem hefur rætt málin opinskátt í fjölmiðlum og bent á þetta. 

Þeir sem fara á milli sambanda og það virðist fylgni á milli tölunnar á viktinni og stöðu í sambandi gætu haft áhuga á að skoða málin með tilliti til tilfinninga og hæfni þeirra til að tengja. Hér koma nokkrar spurningar sem er algengt að komi upp í ráðgjöf.

Ég fitna í samböndum, er það ekki af því ég er hamingjusöm?

Ef þú ert undir kjörþyngd þegar þú ert á lausu, en ferð svo yfir kjörþyngd í samböndum og líður vel með það þá er að engu að gæta.

Hamingjusamur einstaklingur ætti að vera besta útgáfan af sjálfum sér og skoða líkt og aðrir ef hann er í stjórnleysi gagnvart til dæmis mat. Stjórnleysi gagnvart mat getur verið áhugavert að skoða. Það snýst ekki bara um tölu á vigt, heldur um ástand sem þróast yfir ákveðinn tíma.

Þegar maður borðar yfir tilfinningar gerir maður sér sjaldnast grein fyrir því sjálfur. Margir sem dæmi segja: ég sem borða svo lítið! Þetta getur verið hárrétt. Matarfíkn getur verið þannig að manneskja heldur aftur af sér í mat fram eftir degi, en springur svo á sveltinu síðdegis og úðar þá í sig kolvetnum sem eru margfalt meiri en ef hún hefði borðað jafnt og þétt yfir daginn.

Stjórnleysi hvort heldur sem er með mat, tölvur eða annað er alltaf þegar þú gerir eitthvað sem er á skjön við það sem þú hefur planað. Þú getur ekki stoppað eða ert með þráhyggju.

En hvernig getur samband orsakað stjórnleysi?

Sambandið sem slíkt gerir það kannski ekki, heldur undirliggjandi tilfinningar þínar og geta þín til að vera í sambandi. Ef þú sem dæmi er stúlka og ólst upp á heimili með einstæðri móður og þú ert ekki í nánum tilfinningalegum tenglsum við föður þinn. Þá gæti það að fara í samband ýft upp gömul sár. Þú gætir fundið fyrir undirliggjandi kvíða yfir því að maki þinn hverfi á braut eins og faðir þinn gerði, eða átt erfitt með að tengjast karlmönnum á heilbrigðan hátt.

Að sama skapi gætur þú verið strákur sem ólst upp á heimili þar sem faðir þinn drakk mikið og þú varst trúnaðarvinur móður þinnar. Þú varst til staðar og mikilvægur í öllu þessu ferli og á stundum var það þér að þakka eða þér finnst þú vera ástæðan fyrir því að hlutirnir voru aðeins betri. Í slíkum tilfellum gætir þú verið með undirliggjandi ótta gagnvart því að tengjast konum. Þú jafnvel gætir hrifist af konum sem þurfa á þér að halda, og finnur síðan upp leiðir til að þurfa að vera ekki alltaf heima. Vinnur mikið eða jafnvel róar taugarnar með súkkulaði á kvöldin.

Það er enginn einn sannleikur í þessum efnum og eru dæmin sem velt eru upp hér að ofan einungis algeng dæmi sem stuðst er við.

Það er verðugt verkefni að skoða samband okkar við mat og hlutverk kolvetna í okkar samböndum. Þess vegna vil ég hvetja þig af stað í verkefnið ef það er tilefni fyrir þig að standa enn þá meira í ljósinu í þessu lífi. Það er ekkert að óttast.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál