Maðurinn minn vill að ég sé með öðrum

Maðurinn virðist vilja opna sambandið.
Maðurinn virðist vilja opna sambandið. mbl.is/Thinkstockphotos

„Maki minn til sjö ára vill að ég fari út og stundi kynlíf með öðrum mönnum. Hann langar líka stundum að taka þátt sjálfur. Hann virðist halda að ég vilji þetta og þetta geri mig hamingjusama, en ég hef hvorki stungið upp á því né nokkurn tímann viljað það. Hann segir að hann vilji að ég geri hvað sem mig langi til svo lengi sem ég komi aftur til hans og fari aldrei frá honum. Svo ég sé hreinskilin þá finnst mér þetta allt mjög skrítið,“ skrifað ráðvilltur einstaklingur sem leitaði ráða hjá Pemelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

„Það eru margar mögulegar ástæður fyrir beiðni maka þíns. Til dæmis gæti honum fundist eins og það þyrfti að efla kynlífið en veit ekki hvernig hann á að gera það eða jafnvel hvernig á að byrja viðeigandi samtal um það. Eða hann gæti verið kominn á þann stað í lífinu að honum finnst eins og hann þurfi að kanna kynferði sitt á nýjan hátt. En miðað við hræðslu hans við það að þú farir frá honum þá er það líka mögulegt hann sé að ganga í gegnum sjálfstraustskrísu þegar kemur að getu hans til þess að veita þér unað og er að bjóða þér það sem hann telur vera vænlega valmöguleika,“ segir í svari ráðgjafans. 

„Segðu honum frá áhyggjum þínum á varfærnislegan og traustvekjandi hátt. Notaðu spurningastíl í ætt við: „Gætir þú hjálpað mér að skilja löngun þína til þess að opna sambandið?“ Eða: „Hvernig getum við gert kynlífið okkar meira spennandi fyrir þig?“ Það er ekki óeðlilegt að manneskja verði spennt fyrir því að sjá maka sinn með öðrum manni, í raun gæti það gefið í skyn ósk hans um að endurheimta gamlar tilfinningar gagnvart þér.“

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál