Hjón ættu að gera samning um kynlíf

Áslaug Kristjánsdóttir kynlífsráðgjafi.
Áslaug Kristjánsdóttir kynlífsráðgjafi. Ljósmynd/Oddvar Hjaltason

Áslaug Kristjánsdóttir starfar sem kynlífsráðgjafi á Domus Mentis, Geðheilsustöðinni. Hún segir að í aðdraganda giftinga þegar undirbúningurinn er í hámarki ættu brúðhjón að gera með sér samning um hvernig kynlífs þau vilja njóta í lífinu. 

Brúðkaup eru oftar en ekki haldin með pomp og prakt. Undirbúningurinn er talsverður enda hafa brúðhjónin í ýmsu að snúast. „Að mínu mati er mikilvægt á þessum tímamótum að ræða um og jafnvel gera með sér samning um kynlífið í hjónabandinu. Margir eru með fjármálin á hreinu og gera jafnvel kaupmála fyrir brúðkaupið. Þau vita hvar þau ætla að búa, hvað þau langar í mörg börn og fleira. En oftar en ekki gleymist samningurinn um kynlífið,“ segir Áslaug og heldur áfram. „Spurningar eins og: Hvaða væntingar hefur þú til kynlífs í þessu hjónabandi? Hvernig ætlum við að hafa það næstu árin eða í framtíðinni? skipta máli að mínu mati,“ segir Áslaug.

Hún segir að samkvæmt rannsóknum virðist þetta málefni vera áskorun fyrir okkur öll.

„Rannsóknir sýna að við tölum ekki um kynlíf við þann sem við stundum kynlíf með. Í mínum huga er það fráleitt þar sem gott kynlíf snýst um samskipti, væntingastjórnun og samstillingu.“

Setjið ykkur markmið og farið eftir þeim

Áslaug mælir með að fólk setji sér markmið, fari eftir þeim og þannig sé hægt að mæla hvort það virki eða ekki. „Það er á okkar eigin ábyrgð að stunda gott kynlíf og að framfylgja samningum sem við gerum. Ég kalla alla til ábyrgðar fyrir sína eigin kynlífshamingju. Það ber enginn annar ábyrgð á því að ég fái eitthvað út úr kynlífinu.“

Að mati Áslaugar er slæm hugmynd að ákveða magn kynlífs. Hún setur gæðin umfram magnið og aðstoðar fólk við að tengjast og eignast náið samband.

„Kynlíf er einmitt það sem tengir okkur sem pör í samböndum, sem við eigum vanalega ekki við aðra utan sambands okkar.“

Hún segir mannfólkið ólíkt í eðli sínu og við höfum mismikla löngun í kynlíf. „Fólk þarf að velta fyrir sér hversu auðvelt það eigi með að framkalla kynlífslöngun hjá sér. Það þarf að velta fyrir sér hlutum eins og: Veit ég hvað ég vil yfir höfuð í kynlífinu mínu? Það langar engan í eitthvað sem er eins og skylda eða vinna innan sambandsins.“

Þegar kynlífið fjarar út í samböndum

Hvað gerir fólk sem er hætt að stunda kynlíf í samböndum? „Þegar kynlífið er staðnað leita þeir sem eru í góðum samböndum oft í kynlífsráðgjöf. Þessir einstaklingar hafa kannski ekki náð að viðhalda ástríðunni í sambandinu.“

Hún bendir á hvað það er miklu algengara að fólk ræði skuldbindingar sínar í samböndum heldur en ástríðu.

Jafnframt bendir Áslaug á þá spurningu: Hvernig getur þig langað í það sem þú átt nú þegar?

„Þarna erum við komin að erótík, spennu, eða einhverju nýju. Þegar ég veit allt um makann minn og er örugg með hann, þá getur hjálpað til í samböndum að gera eitthvað nýtt og spennandi.“

Hún segir að við lifum á tímum þar sem eðlilegt er að allt sé einnota. „Ef eitthvað bilar þá hendum við því til hliðar, við gerum ekki við hlutina í jafn miklum mæli og áður. Við jafnvel fáum okkur nýja hluti þó að þeir gömlu séu vel nothæfir.“

Hún segir að þrátt fyrir þetta sé yngra fólk viljugra að nýta sér kynlífs- eða sambandsráðgjöf en þeir eldri. „Líklega er það kynslóðamunur, hvenær þykir eðlilegt að leita sér aðstoðar sérfræðinga og hversu mikið við eigum bara að þjást í hljóði.“

Algengustu áskoranirnar í samböndum

Algengustu áskoranirnar að mati Áslaugar eru mismunandi áhugi á kynlífi í samböndum. Þegar annar aðilinn vill meira en hinn. Eins geta áskoranir falist í risvandamálum, sársauka við samfarir og fleira.

Þegar annar aðilinn eða báðir loka á kynlíf í samböndum geta alls konar hlutir verið upp á teningnum að hennar mati. „Stundum notum við þetta sem vopn, stundum til að stjórna. Ég mæli aldrei með því. Þar sem það er mjög eyðileggjandi fyrir samböndin okkar. Stundum erum við ekki að sinna samböndunum okkar. Við erum upptekin með margar skyldur, börn, foreldra, heimili og fleira svo kynlífið situr á hakanum.“

Til þess að fólk geti átt gott kynlíf þarf það að vera tilbúið að taka ábyrgð á sínu eigin kynlífi og breyta hugsun og hegðun sinni að mati Áslaugar. „Þeir sem eru viljugir að taka ráðleggingum og eru tilbúnir að taka á sig vinnuna upplifa hvað mestu breytingarnar.“

Áslaug talar um hvernig það að taka ábyrgð á maka okkar getur valdið álagi á kynlífið okkar. „Ef við byrjum að annast maka okkar, þá erum við þannig gerð af náttúrunnar hendi að við hættum að hafa kynferðislegan áhuga á honum. Kynlíf snýst um að langa í en ekki að einhver þurfi eitthvað frá þér.“

Hún gefur góð ráð til að auka spennu og gæði kynlífs í samböndum. „Ef maður lítur á framhjáhald sem stundum er notað sem krydd í kynlíf þá tala þeir sem standa í framhjáhaldi gjarnan um hversu mikill tími fer í slíkt og hversu mikil spenna getur fylgt því. En ef fólk eyddi þeirri orku í sambandið sitt myndi það mögulega uppskera eftir því í gæðum og árangri.“

Hvernig býr maður til spennu í hjónaböndum? „Það er misjafnt á milli fólks. Sumir fara í íþróttir og ná þannig upp hjartslætti. Önnur pör ferðast saman, fá pössun og rækta hvort annað. Þú verður að vita hvað þér þykir áhugavert og gott til að geta leiðbeint öðrum um þig.“

Áslaug hvetur fólk til þess að leita sér aðstoðar áður en sambandið er komið á síðasta söludag. „Nú er tími ferminga og þá sér maður hvernig góður undirbúningur getur verið hjálplegur. Fermingarbörn þurfa að ganga í heilt ár til prests og fá allskonar fræðslu tengda fermingunni. Ég spyr mig oft að því af hverju slík fræðsla sé ekki í boði fyrir þá sem eru að ganga í hjónaband? Hjónanámskeið eða sambandsráðgjöf væri kjörið tækifæri fyrir tilvonandi hjón eða nýgifta, því samkvæmt rannsóknum eru ákveðnir hlutir sem virka í samböndum og aðrir sem virka síður. Eitt viðtal í upphafi hjónabands gefur litla fræðslu fyrir fólk sem hefur áhuga á að láta hjónabandið sitt endast út ævina.“

Gott kynlíf er skemmtileg áskorun

Áslaug segir að það sé skemmtileg áskorun að eiga gott kynlífssamband við maka sinn, og hún líkir þessu við að fara út að borða. „Ég segi oft við fólk að það sé ekkert mál að borða á sama veitingahúsi út ævina, en það þýði ekki að panta sér alltaf bara spagettí af matseðlinum. Við verðum leið á því. Mannskepnan er mikið fyrir rútínu, og það á við um sambönd og kynlíf eins og allt annað. Við þurfum að vera vakandi fyrir þessu,“ segir hún og bætir við: „Kynlíf er ekki það sama og samfarir. En samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010 þá talaði fólk um 41 athöfn sem kynlíf samkvæmt sínum skilningi.“

Bloggað um fréttina

Konur eiga bullandi séns

06:00 Hjördís Hugrún Sigurðardóttir og móðir hennar Ólöf Rún Skúladóttir skrifuðu bókina „Tækifærin“ saman. Þær hvetja konur að deila ráðum sem þú myndir gefa þér yngri undir #jáhúnáséns. Meira »

Sex stellingar fyrir sturtuna

Í gær, 23:59 Sturtukynlíf getur verið snúið en hér er listi yfir sex stellingar sem hafa reynt vel í sturtunni. Vert er að taka fram að stórar og rúmgóðar sturtur henta betur en litlir sturtuklefar. Meira »

Útlitið segir ekki allt – kafaðu dýpra

Í gær, 21:00 Ert þú ein/einn af þeim sem eyðir lunganum úr deginum í ræktinni í að æfa rassvöðvana svo þeir verði eins og Kardashian? Eða bringuvöðvana svo þeir verði eins og á Rocky Balboa? Þú verður að hætta því, í það minnsta fókusera á fleira. Vísindin segja að fleira en útlitið skipti máli þegar kemur að því að vera sjarmerandi. Meira »

Æfingin sem breytti handleggjum Jennifer Garner

Í gær, 18:00 Leikkonan Jennifer Garner er komin með upphandleggsvöðva sem minna á ofurmenni. Garner notaði ekki bara lóð heldur er uppáhaldsæfingin hennar framkvæmd með teygju. Meira »

Skáparáð frá fataskápahönnuði stjarnanna

Í gær, 15:00 Fataskápur er ekki sama og fataskápur, það veit fataskápahönnuðurinn Lisa Adams. Tyra Banks, Khloé Kardashian og Christina Aguiliera treysta á skápahönnun Adams. Meira »

Ertu að gefast upp á Instagram?

Í gær, 12:00 Það eru ekki allir að leita að berum bossum og andarandlitum á samfélagsmiðlum. Hér eru nokkrir áhugaverðir reikningar fyrir þá fróðleiksfúsu á Instagram. Meira »

Allt á útopnu á Bastard Brew&Food

Í gær, 09:00 Það var glaumur og gleði í loftinu þegar veitingastaðurinn Bastard Brew&Food var opnaður í sama húsnæði og Vegamót voru áður til húsa. Eins og sést á myndunum var allt á útopnu og mikið stuð. Meira »

Heilluð af axlarpúðum

í gær Ágústa Sveinsdóttir sér um kynningarmál fyrir Geysi ásamt því að vera með ýmis sjálfstæð hönnunar-verkefni á hliðarlínunni. Hún er útskrifuð úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og ræðir hér um uppáhalds flíkurnar sínar. Meira »

Magnesíum núllstillir sykurlöngun og fleira

í fyrradag „Færð þú oft sykurlöngun þegar það er streitutímabil hjá þér? Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Við þurfum magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans og einnig er magnesíum nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Magnesíum ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar m.a. við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli. Meira »

Snjallforrit sem hraðar þér í áttina að ástinni

í fyrradag Það er alltaf gott að hafa vísindin með sér á ókunnar slóðir. Sér í lagi ef þú mátt engan tíma missa og ert að leita að ástinni. Heystax er nýtt snjallforrit sem notar andlitsgreini til að nema hversu hrifin þið eruð af hvort öðru á einungis 30 sekúndum. Meira »

Hildur og Jón geisluðu af gleði

í fyrradag Ungir sjálfstæðismenn, Huginn, Heimdallur, Týr og Stefnir, héldu bjórkvöld á kosningaskrifstofunni við Klapparstíg. Eyþór Arnalds tók nokkra vel valda slagara. Meira »

Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn

í fyrradag „Við fluttum inn í Háagerðið í mars 2016. Það var ansi margt sem þurfti að laga því íbúðin var illa farin. Við brutum niður veggi, tókum allt gólfefni af gólfinu. Þar á meðal rifum við af um það bil þrjú lög af dúkum, sem voru lagðir ofan á hvorn annan og sennilega var elsta lagið frá 1967 þegar íbúðin var byggð.“ Meira »

Ég skalf ef ég þurfti að tjá mig

í fyrradag „Að tala fyrir framan hóp af fólki var bara algjörlega ógerlegt fyrir mig og ég man eftir fyrsta verkefninu mínu þar sem ég þurfti að tala yfir ca 20 manna hópi. Ég skalf á beinunum, fékk svimatilfinningu og það hefði líklega liðið yfir mig ef ég hefði ekki haft standandi tússtöflu fyrir framan mig til að styðja mig við.“ Meira »

Á ég að hætta með henni?

í fyrradag „Ég er í sambandi við konu og við eigum barn saman, ég elska barnið mitt meira en sjálfan mig og mér hryllir við þeirri tilhugsun að fá ekki að vera í kringum það á hverjum degi. En aftur á móti er allur neisti farinn úr þessu sambandi og hann kemur ekki aftur hvað mig varðar amk,“ segir íslenskur karl í spurningu til Valdimars. Meira »

Hvernig gluggatjöld á ég að velja?

25.5. Í hverri viku berast spurningar frá lesendum Smartlands sem vantar ráð varðandi heimili sitt. Hér kemur spurning frá konu sem er týnd í frumskógi gluggatjaldanna og veit ekki hvað hún á að velja. Meira »

Þetta ætti að gera fyrir 35 ára aldurinn

24.5. Það er ekki allir sem ná að safna tvöföldum árlaunum sínum fyrir 35 ára aldurinn. Hér eru níu atriði sem eru viðráðanlegri.   Meira »

Er kominn tími til að fella grímuna?

24.5. Hvernig er hægt að vera atvinnumaður í íþróttum, eiga fallega eiginkonu, fullt af eignum og í raun allt í lífinu sem maður óskaði sér. En ekki hamingjusamur? Atvinnumaðurinn Lewis Howes hefur fellt grímuna og hvetur aðra karlmenn til að gera hið sama. Meira »

Auðvelt að leika eftir hárgreiðslu Meghan

24.5. Hárgreiðslumaður hertogaynjunnar af Sussex segir að fólk ætti að geta leikið eftir brúðargreislu Meghan heima. Hárgreiðslukonan Teddi Cranford gerði ágæta tilraun. Meira »

Ágústa Eva hélt uppi stuðinu

24.5. Viðreisn og Neslistinn héldu kosningahátíð í kosningamiðstöð sinni við Sundlaug Seltjarnerness í gær. Kosningamiðstöðin er í sögufrægum söluskála sem meðal annars hefur hýst Skarasjoppu og Systrasamlagið, sem því miður hætti starfsemi sinni fyrir rúmu ári. Meira »

Stelpurnar á Nesinu fóru á kostum

24.5. Vel heppnað konukvöld Sjálfstæðiskvenna á Seltjarnarnesi vakti lukku. Neskonur fjölmenntu og skemmtu sér konunglega.  Meira »

Það má spila fótbolta í stofunni

24.5. Katrín Atladóttir býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í Laugardalnum. Heimilið er bjart og huggulegt en hún leggur áherslu á að allir fái að njóta sín. Þar má til dæmis spila fótbolta í stofunni. Meira »