Hjón ættu að gera samning um kynlíf

Áslaug Kristjánsdóttir kynlífsráðgjafi.
Áslaug Kristjánsdóttir kynlífsráðgjafi. Ljósmynd/Oddvar Hjaltason

Áslaug Kristjánsdóttir starfar sem kynlífsráðgjafi á Domus Mentis, Geðheilsustöðinni. Hún segir að í aðdraganda giftinga þegar undirbúningurinn er í hámarki ættu brúðhjón að gera með sér samning um hvernig kynlífs þau vilja njóta í lífinu. 

Brúðkaup eru oftar en ekki haldin með pomp og prakt. Undirbúningurinn er talsverður enda hafa brúðhjónin í ýmsu að snúast. „Að mínu mati er mikilvægt á þessum tímamótum að ræða um og jafnvel gera með sér samning um kynlífið í hjónabandinu. Margir eru með fjármálin á hreinu og gera jafnvel kaupmála fyrir brúðkaupið. Þau vita hvar þau ætla að búa, hvað þau langar í mörg börn og fleira. En oftar en ekki gleymist samningurinn um kynlífið,“ segir Áslaug og heldur áfram. „Spurningar eins og: Hvaða væntingar hefur þú til kynlífs í þessu hjónabandi? Hvernig ætlum við að hafa það næstu árin eða í framtíðinni? skipta máli að mínu mati,“ segir Áslaug.

Hún segir að samkvæmt rannsóknum virðist þetta málefni vera áskorun fyrir okkur öll.

„Rannsóknir sýna að við tölum ekki um kynlíf við þann sem við stundum kynlíf með. Í mínum huga er það fráleitt þar sem gott kynlíf snýst um samskipti, væntingastjórnun og samstillingu.“

Setjið ykkur markmið og farið eftir þeim

Áslaug mælir með að fólk setji sér markmið, fari eftir þeim og þannig sé hægt að mæla hvort það virki eða ekki. „Það er á okkar eigin ábyrgð að stunda gott kynlíf og að framfylgja samningum sem við gerum. Ég kalla alla til ábyrgðar fyrir sína eigin kynlífshamingju. Það ber enginn annar ábyrgð á því að ég fái eitthvað út úr kynlífinu.“

Að mati Áslaugar er slæm hugmynd að ákveða magn kynlífs. Hún setur gæðin umfram magnið og aðstoðar fólk við að tengjast og eignast náið samband.

„Kynlíf er einmitt það sem tengir okkur sem pör í samböndum, sem við eigum vanalega ekki við aðra utan sambands okkar.“

Hún segir mannfólkið ólíkt í eðli sínu og við höfum mismikla löngun í kynlíf. „Fólk þarf að velta fyrir sér hversu auðvelt það eigi með að framkalla kynlífslöngun hjá sér. Það þarf að velta fyrir sér hlutum eins og: Veit ég hvað ég vil yfir höfuð í kynlífinu mínu? Það langar engan í eitthvað sem er eins og skylda eða vinna innan sambandsins.“

Þegar kynlífið fjarar út í samböndum

Hvað gerir fólk sem er hætt að stunda kynlíf í samböndum? „Þegar kynlífið er staðnað leita þeir sem eru í góðum samböndum oft í kynlífsráðgjöf. Þessir einstaklingar hafa kannski ekki náð að viðhalda ástríðunni í sambandinu.“

Hún bendir á hvað það er miklu algengara að fólk ræði skuldbindingar sínar í samböndum heldur en ástríðu.

Jafnframt bendir Áslaug á þá spurningu: Hvernig getur þig langað í það sem þú átt nú þegar?

„Þarna erum við komin að erótík, spennu, eða einhverju nýju. Þegar ég veit allt um makann minn og er örugg með hann, þá getur hjálpað til í samböndum að gera eitthvað nýtt og spennandi.“

Hún segir að við lifum á tímum þar sem eðlilegt er að allt sé einnota. „Ef eitthvað bilar þá hendum við því til hliðar, við gerum ekki við hlutina í jafn miklum mæli og áður. Við jafnvel fáum okkur nýja hluti þó að þeir gömlu séu vel nothæfir.“

Hún segir að þrátt fyrir þetta sé yngra fólk viljugra að nýta sér kynlífs- eða sambandsráðgjöf en þeir eldri. „Líklega er það kynslóðamunur, hvenær þykir eðlilegt að leita sér aðstoðar sérfræðinga og hversu mikið við eigum bara að þjást í hljóði.“

Algengustu áskoranirnar í samböndum

Algengustu áskoranirnar að mati Áslaugar eru mismunandi áhugi á kynlífi í samböndum. Þegar annar aðilinn vill meira en hinn. Eins geta áskoranir falist í risvandamálum, sársauka við samfarir og fleira.

Þegar annar aðilinn eða báðir loka á kynlíf í samböndum geta alls konar hlutir verið upp á teningnum að hennar mati. „Stundum notum við þetta sem vopn, stundum til að stjórna. Ég mæli aldrei með því. Þar sem það er mjög eyðileggjandi fyrir samböndin okkar. Stundum erum við ekki að sinna samböndunum okkar. Við erum upptekin með margar skyldur, börn, foreldra, heimili og fleira svo kynlífið situr á hakanum.“

Til þess að fólk geti átt gott kynlíf þarf það að vera tilbúið að taka ábyrgð á sínu eigin kynlífi og breyta hugsun og hegðun sinni að mati Áslaugar. „Þeir sem eru viljugir að taka ráðleggingum og eru tilbúnir að taka á sig vinnuna upplifa hvað mestu breytingarnar.“

Áslaug talar um hvernig það að taka ábyrgð á maka okkar getur valdið álagi á kynlífið okkar. „Ef við byrjum að annast maka okkar, þá erum við þannig gerð af náttúrunnar hendi að við hættum að hafa kynferðislegan áhuga á honum. Kynlíf snýst um að langa í en ekki að einhver þurfi eitthvað frá þér.“

Hún gefur góð ráð til að auka spennu og gæði kynlífs í samböndum. „Ef maður lítur á framhjáhald sem stundum er notað sem krydd í kynlíf þá tala þeir sem standa í framhjáhaldi gjarnan um hversu mikill tími fer í slíkt og hversu mikil spenna getur fylgt því. En ef fólk eyddi þeirri orku í sambandið sitt myndi það mögulega uppskera eftir því í gæðum og árangri.“

Hvernig býr maður til spennu í hjónaböndum? „Það er misjafnt á milli fólks. Sumir fara í íþróttir og ná þannig upp hjartslætti. Önnur pör ferðast saman, fá pössun og rækta hvort annað. Þú verður að vita hvað þér þykir áhugavert og gott til að geta leiðbeint öðrum um þig.“

Áslaug hvetur fólk til þess að leita sér aðstoðar áður en sambandið er komið á síðasta söludag. „Nú er tími ferminga og þá sér maður hvernig góður undirbúningur getur verið hjálplegur. Fermingarbörn þurfa að ganga í heilt ár til prests og fá allskonar fræðslu tengda fermingunni. Ég spyr mig oft að því af hverju slík fræðsla sé ekki í boði fyrir þá sem eru að ganga í hjónaband? Hjónanámskeið eða sambandsráðgjöf væri kjörið tækifæri fyrir tilvonandi hjón eða nýgifta, því samkvæmt rannsóknum eru ákveðnir hlutir sem virka í samböndum og aðrir sem virka síður. Eitt viðtal í upphafi hjónabands gefur litla fræðslu fyrir fólk sem hefur áhuga á að láta hjónabandið sitt endast út ævina.“

Gott kynlíf er skemmtileg áskorun

Áslaug segir að það sé skemmtileg áskorun að eiga gott kynlífssamband við maka sinn, og hún líkir þessu við að fara út að borða. „Ég segi oft við fólk að það sé ekkert mál að borða á sama veitingahúsi út ævina, en það þýði ekki að panta sér alltaf bara spagettí af matseðlinum. Við verðum leið á því. Mannskepnan er mikið fyrir rútínu, og það á við um sambönd og kynlíf eins og allt annað. Við þurfum að vera vakandi fyrir þessu,“ segir hún og bætir við: „Kynlíf er ekki það sama og samfarir. En samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010 þá talaði fólk um 41 athöfn sem kynlíf samkvæmt sínum skilningi.“

Bloggað um fréttina

„Girl power“-partí á Jamie´s

09:19 Það var líf og fjör á Jamie´s Italian Iceland þegar iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi kynntu glænýja empwr-peysu. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og í ár er hún pastelbleik á litinn. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir róhingjakonur á flótta í Bangladess. Meira »

Best að máta hælaskó síðdegis

06:00 Best er að máta og kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila. Hún gefur þrjú ráð til að velja þægilega hælaskó. Meira »

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Í gær, 22:37 „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

Í gær, 19:00 Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

Í gær, 16:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

Í gær, 13:33 „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

Í gær, 12:00 Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

Í gær, 09:40 Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

í gær Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

í fyrradag Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

í fyrradag Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

í fyrradag Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

í fyrradag „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

15.8. Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

15.8. Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

14.8. Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

14.8. Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

14.8. Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

14.8. „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »