Hjón ættu að gera samning um kynlíf

Áslaug Kristjánsdóttir kynlífsráðgjafi.
Áslaug Kristjánsdóttir kynlífsráðgjafi. Ljósmynd/Oddvar Hjaltason

Áslaug Kristjánsdóttir starfar sem kynlífsráðgjafi á Domus Mentis, Geðheilsustöðinni. Hún segir að í aðdraganda giftinga þegar undirbúningurinn er í hámarki ættu brúðhjón að gera með sér samning um hvernig kynlífs þau vilja njóta í lífinu. 

Brúðkaup eru oftar en ekki haldin með pomp og prakt. Undirbúningurinn er talsverður enda hafa brúðhjónin í ýmsu að snúast. „Að mínu mati er mikilvægt á þessum tímamótum að ræða um og jafnvel gera með sér samning um kynlífið í hjónabandinu. Margir eru með fjármálin á hreinu og gera jafnvel kaupmála fyrir brúðkaupið. Þau vita hvar þau ætla að búa, hvað þau langar í mörg börn og fleira. En oftar en ekki gleymist samningurinn um kynlífið,“ segir Áslaug og heldur áfram. „Spurningar eins og: Hvaða væntingar hefur þú til kynlífs í þessu hjónabandi? Hvernig ætlum við að hafa það næstu árin eða í framtíðinni? skipta máli að mínu mati,“ segir Áslaug.

Hún segir að samkvæmt rannsóknum virðist þetta málefni vera áskorun fyrir okkur öll.

„Rannsóknir sýna að við tölum ekki um kynlíf við þann sem við stundum kynlíf með. Í mínum huga er það fráleitt þar sem gott kynlíf snýst um samskipti, væntingastjórnun og samstillingu.“

Setjið ykkur markmið og farið eftir þeim

Áslaug mælir með að fólk setji sér markmið, fari eftir þeim og þannig sé hægt að mæla hvort það virki eða ekki. „Það er á okkar eigin ábyrgð að stunda gott kynlíf og að framfylgja samningum sem við gerum. Ég kalla alla til ábyrgðar fyrir sína eigin kynlífshamingju. Það ber enginn annar ábyrgð á því að ég fái eitthvað út úr kynlífinu.“

Að mati Áslaugar er slæm hugmynd að ákveða magn kynlífs. Hún setur gæðin umfram magnið og aðstoðar fólk við að tengjast og eignast náið samband.

„Kynlíf er einmitt það sem tengir okkur sem pör í samböndum, sem við eigum vanalega ekki við aðra utan sambands okkar.“

Hún segir mannfólkið ólíkt í eðli sínu og við höfum mismikla löngun í kynlíf. „Fólk þarf að velta fyrir sér hversu auðvelt það eigi með að framkalla kynlífslöngun hjá sér. Það þarf að velta fyrir sér hlutum eins og: Veit ég hvað ég vil yfir höfuð í kynlífinu mínu? Það langar engan í eitthvað sem er eins og skylda eða vinna innan sambandsins.“

Þegar kynlífið fjarar út í samböndum

Hvað gerir fólk sem er hætt að stunda kynlíf í samböndum? „Þegar kynlífið er staðnað leita þeir sem eru í góðum samböndum oft í kynlífsráðgjöf. Þessir einstaklingar hafa kannski ekki náð að viðhalda ástríðunni í sambandinu.“

Hún bendir á hvað það er miklu algengara að fólk ræði skuldbindingar sínar í samböndum heldur en ástríðu.

Jafnframt bendir Áslaug á þá spurningu: Hvernig getur þig langað í það sem þú átt nú þegar?

„Þarna erum við komin að erótík, spennu, eða einhverju nýju. Þegar ég veit allt um makann minn og er örugg með hann, þá getur hjálpað til í samböndum að gera eitthvað nýtt og spennandi.“

Hún segir að við lifum á tímum þar sem eðlilegt er að allt sé einnota. „Ef eitthvað bilar þá hendum við því til hliðar, við gerum ekki við hlutina í jafn miklum mæli og áður. Við jafnvel fáum okkur nýja hluti þó að þeir gömlu séu vel nothæfir.“

Hún segir að þrátt fyrir þetta sé yngra fólk viljugra að nýta sér kynlífs- eða sambandsráðgjöf en þeir eldri. „Líklega er það kynslóðamunur, hvenær þykir eðlilegt að leita sér aðstoðar sérfræðinga og hversu mikið við eigum bara að þjást í hljóði.“

Algengustu áskoranirnar í samböndum

Algengustu áskoranirnar að mati Áslaugar eru mismunandi áhugi á kynlífi í samböndum. Þegar annar aðilinn vill meira en hinn. Eins geta áskoranir falist í risvandamálum, sársauka við samfarir og fleira.

Þegar annar aðilinn eða báðir loka á kynlíf í samböndum geta alls konar hlutir verið upp á teningnum að hennar mati. „Stundum notum við þetta sem vopn, stundum til að stjórna. Ég mæli aldrei með því. Þar sem það er mjög eyðileggjandi fyrir samböndin okkar. Stundum erum við ekki að sinna samböndunum okkar. Við erum upptekin með margar skyldur, börn, foreldra, heimili og fleira svo kynlífið situr á hakanum.“

Til þess að fólk geti átt gott kynlíf þarf það að vera tilbúið að taka ábyrgð á sínu eigin kynlífi og breyta hugsun og hegðun sinni að mati Áslaugar. „Þeir sem eru viljugir að taka ráðleggingum og eru tilbúnir að taka á sig vinnuna upplifa hvað mestu breytingarnar.“

Áslaug talar um hvernig það að taka ábyrgð á maka okkar getur valdið álagi á kynlífið okkar. „Ef við byrjum að annast maka okkar, þá erum við þannig gerð af náttúrunnar hendi að við hættum að hafa kynferðislegan áhuga á honum. Kynlíf snýst um að langa í en ekki að einhver þurfi eitthvað frá þér.“

Hún gefur góð ráð til að auka spennu og gæði kynlífs í samböndum. „Ef maður lítur á framhjáhald sem stundum er notað sem krydd í kynlíf þá tala þeir sem standa í framhjáhaldi gjarnan um hversu mikill tími fer í slíkt og hversu mikil spenna getur fylgt því. En ef fólk eyddi þeirri orku í sambandið sitt myndi það mögulega uppskera eftir því í gæðum og árangri.“

Hvernig býr maður til spennu í hjónaböndum? „Það er misjafnt á milli fólks. Sumir fara í íþróttir og ná þannig upp hjartslætti. Önnur pör ferðast saman, fá pössun og rækta hvort annað. Þú verður að vita hvað þér þykir áhugavert og gott til að geta leiðbeint öðrum um þig.“

Áslaug hvetur fólk til þess að leita sér aðstoðar áður en sambandið er komið á síðasta söludag. „Nú er tími ferminga og þá sér maður hvernig góður undirbúningur getur verið hjálplegur. Fermingarbörn þurfa að ganga í heilt ár til prests og fá allskonar fræðslu tengda fermingunni. Ég spyr mig oft að því af hverju slík fræðsla sé ekki í boði fyrir þá sem eru að ganga í hjónaband? Hjónanámskeið eða sambandsráðgjöf væri kjörið tækifæri fyrir tilvonandi hjón eða nýgifta, því samkvæmt rannsóknum eru ákveðnir hlutir sem virka í samböndum og aðrir sem virka síður. Eitt viðtal í upphafi hjónabands gefur litla fræðslu fyrir fólk sem hefur áhuga á að láta hjónabandið sitt endast út ævina.“

Gott kynlíf er skemmtileg áskorun

Áslaug segir að það sé skemmtileg áskorun að eiga gott kynlífssamband við maka sinn, og hún líkir þessu við að fara út að borða. „Ég segi oft við fólk að það sé ekkert mál að borða á sama veitingahúsi út ævina, en það þýði ekki að panta sér alltaf bara spagettí af matseðlinum. Við verðum leið á því. Mannskepnan er mikið fyrir rútínu, og það á við um sambönd og kynlíf eins og allt annað. Við þurfum að vera vakandi fyrir þessu,“ segir hún og bætir við: „Kynlíf er ekki það sama og samfarir. En samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010 þá talaði fólk um 41 athöfn sem kynlíf samkvæmt sínum skilningi.“

Bloggað um fréttina

Rándýr trefill minnti á allt annað

21:00 Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

18:13 Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16:00 „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

12:34 Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

09:06 „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

06:09 Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

Í gær, 23:54 Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

í gær „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

í gær Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

í gær Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »

Inga Bryndís í Magnolia selur húsið

í gær Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia og eiginmaður hennar hafa sett sitt fallega einbýli við Bergsstaðastræti á sölu.   Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

í gær Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

í fyrradag Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

14.10. Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

14.10. Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

14.10. Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

14.10. Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »

Uppáhaldskolvetni englanna

14.10. Victoria's Secret-fyrirsæturnar Josephine Skriver og Jasmine Tookes borða kolvetni á hverjum degi en stundum er fólki ráðlagt að skera niður kolvetnisát sitt. Meira »

Best að sleppa sígarettunum

14.10. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. Meira »

Silkimjúk og mött lína

13.10. Ef þú vilt fá örlítið nýtt yfirbragð og gera þig upp þá er nýr varalitur alltaf góður kostur. Ný varalitalína frá YSL breytir stemningunni. Meira »

Kremið sem stjörnurnar elska

13.10. Rihanna, Adele, Victoria Beckham og Julia Roberts nota allar sama kremið en stjörnurnar eru þekktar fyrir að hugsa vel um útlit sitt. Meira »
Meira píla