Hvaða stjörnumerki passa saman?

Það er mælt með því að hrútar finni sér sálufélaga …
Það er mælt með því að hrútar finni sér sálufélaga í voginni. mbl.is/Thinkstockphotos

Mismunandi persónuleikar passa misvel saman þegar kemur að ástarsamböndum. Oft fer persónuleiki fólks eftir því í hvaða stjörnumerki það er í. Því er ekki svo vitlaust að fara eftir stjörnuspekinni þegar kemur að því að finna út hver hinn raunverulegi sálufélagi er. Stjörnuspekingurinn Linda Joyce fór yfir það með Women's Health hvaða stjörnumerki passa saman. 

Hrút­ur (21. mars til 19. apríl)

Þegar kemur að ást er hrúturinn sagður eiga erfitt með að gera upp á milli að öryggis og ævintýragirni. Mælt er með voginni fyrir hrúta. Ef hins vegar hrútur er bara að leitast eftir kynlífi eru sporðdrekar og fiskar betri kostir. 

Naut (20. apríl til 20. maí)

Nautið er sagt þrá skilyrðislausa ást, vill laða einhvern að sér í stað þess að vinna fyrir aðdáuninni, hrúturinn er því góður fyrir nautið. Ef þetta snýst bara um kynlíf er sporðdreki góður kostur en einnig krabbi og fiskur þar sem þau eru sögð leggja sterkar tilfinningar í sambandið. 

Tví­buri (21. maí til 20. júní)

Tvíburinn veit ekki alltaf hvað hann vill og því leitar hann oft að reynslu og ævintýragirni í sálufélaganum. Bogmaðurinn hefur þessa kosti og því góður fyrir tvíbura. Í rúminu kemur krabbi með húmor og tilfinningar í sambandið á meðan steingeitin gæti dregið villtustu draumóra tvíburans fram í dagsljósið. 

Stjörnumerki okkar segja margt um persónuleika okkar.
Stjörnumerki okkar segja margt um persónuleika okkar. mbl.is/Thinkstockphotos

Krabbi (21. júní til 22. júlí)

Krabbinn vill vera með maka sem setur mörk, er trygglyndur, áreiðanlegur og öðruvísi og þess vegna er steingeitin er sögð fullkomin fyrir krabbann. Þegar kemur að kynlífi eru vatnsberi og spordreki góðir kostir. 

Ljón (23. júlí til 22. ág­úst)

Ljónið þarf að fá að viðurkenningu á því að það sé sérstakt og vill læra af sálufélaga sínum. Vatnsberar eru góðir fyrir ljón þar sem þeir eru ekki mikið fyrir samkeppni og geta hjálpað ljóninu að kanna nýjar hugmyndir. Þegar kemur að kynlífi er mælt með fiskum fyrir ljón. 

Meyja (23. ág­úst til 22. sept­em­ber)

Meyjur eru sagðar vera hrifnar af því sem þær skilja ekki og eru alls ekki hrifnar af yfirborðskenndu fólki. Spordrekar eru góðir fyrir meyjur, þeir eru kynþokkafullir, dularfullir, sterkir og geta veitt meyjum öryggi. Þegar kemur að kynlífi er hrútar góðir fyrir meyjur þar sem þeir vita hvað þeir vilja og eru kynþokkafullir og líkamlegir. 

Vog (23. september til 22. október)

Vogin vill jafnvægi og vill einbeita sér að sjálfri sér frekar en öðru fólki. Hrútar eru sagðir fullkomnir fyrir vogir þar sem þeir eru með sterka sjálfsmynd. Með þeim verður sambandið skýrt og með framtíðarsýn. Í svefnherberginu er hins vegar nautið góður kostur fyrir vogina. 

Ekki gildir það sama um sálufélaga og bólfélaga.
Ekki gildir það sama um sálufélaga og bólfélaga. mbl.is/Thinkstockphotos

Sporðdreki (23. októ­ber til 21. nóv­em­ber)

Spordreki kann vel við ákefð, þrautseigju og styrk og þarf sálufélaga sem er jafningi. Hrútar henta spordrekum því afskaplega vel enda hreinskilnir, ákafir, ástríðufullir og hugsjónarmanneskjur. Þegar kemur að kynlífi passar sporðdrekinn við næstum því alla en tvíburar passa þó best við þá í stjörnumerki sporðdrekans.  

Bogmaður (22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber)

Bogmaðurinn er mikið fyrir þekkingu og nýjar hugmyndir. Vatnsberar passa vel við þá sem eru í stjörnumerki bogmannsins þar sem þeir eru einnig mikið fyrir þekkingu og sannleika. Í rúminu eru krabbar betri kostur. 

Stein­geit (22. des­em­ber til 19. janú­ar)

Steingeitur elskar sambönd sem þær skilja ekki og geta ekki stjórnað. Krabbar eru sagðir passa vel við steingeitur þar sem þeir koma með dulúð og djúpar tilfinningar inn í sambandið. Það er hins vegar mikil ástríða þegar steingeitur mæta ljóni í rúminu. 

Vatns­beri (20. janú­ar til 18. fe­brú­ar)

Vatnsberi vill sýna sérstöðu sína og vill vera tekinn fyrir það sem hann er. Ljón eru góð fyrir vatnsbera þar sem fólk í báðum merkjum er mjög sjálfstætt og hefur þörf fyrir að hjálpa öðrum. Í rúminu eru meyjur málið. 

Fisk­ur (19. fe­brú­ar til 20. mars)

Fiskar eiga oft erfitt með að finna festu og elska fólk sem er sjálfstætt og gáfað, þess vegna eru ljón góð fyrir fiska. Í rúminu eru fiskar bestir með öðrum fiskum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál