Hefur fengið það of snemma í 12 ár

Maðurinn er fljótur að fá sáðlát.
Maðurinn er fljótur að fá sáðlát. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er 27 ára og hef glímt við ótímabært sáðlát síðan ég stundaði fyrst kynlíf, 15 ára. Það var ein aðalástæðan fyrir því að upp úr slitnaði í sjö ára löngu sambandi og gerir mig óöruggan þegar kemur að samböndum við konur. Ég hef reynt allt frá lyfjum til jóga, hitt kynlífsráðgjafa og breytt mataræðinu mínu. Ekkert virðist virka. Kynlíf er stór hluti af því að vera í sambandi og ein helsta leiðin til að tjá ást, en ég hef ekki mætt neinu nema pirringi þegar kemur að þessu í samböndum mínum við konur,“ skrifaði maður í vanda ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly. 

Ráðgjafinn segir að hægt sé að ná tökum á þessu með því að læra inn á sjálfan sig og æfa sig með því að taka taka pásur áður en sáðlát verður. Hún mælir með því að tæknin „hætta og byrja aftur“ sé æfð í sjálfsfróun en þegar karlmaður hafi náð að fresta sáðláti er ráðlagt að taka kynlífið lengra, með munnmökum og samförum.  

„Síðari hluta aðferðarinnar er best að að reyna með skilningsríkjum og viljugum maka. Og á þessum nótum er gott að muna að það vilja ekki allar konur langar samfarir. Í rauninni vilja sumar frekar stuttar samfarir, sérstaklega þær sem fá aðallega fullnægingu með höndum eða í munnmökum. Í rauninni, ef þú lærir að veita maka fullnægingu án þess að nota typpið, fyrir eða eftir sáðlát, verður hann mjög sáttur og ólíklegri til þess að kvarta yfir stuttum samförum,“ skrifaði ráðgjafinn sem hvetur manninn til þess að fara yfir kosti sína og læra að meta það sem hann hefur fram að færa í samböndum. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál