Meira um það ljótasta í fari fólks!

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Fyrir um ári birti ég pistil undir heitinu Það fallegasta og ljótasta í fari fólks. Sagði frá atviki á mínum fyrrverandi vinnustað síðla sumars 2015 og ég orðinn fárveikur af Complex áfallastreituröskun. Lífið var þá molnað. Sambúðarslit um vorið, fjármálin komin í rugl, húsnæðislaus fyrir utan veikindin sjálf. Útbrunninn á líkama og sál. Ég gleymi aldrei hvað ég hugsaði þegar mannauðsstjórinn á vinnustaðnum vildi hitta mig... jæja ég á þó alltaf vinnuna,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Á fundinum segir mannauðsstjóri að fyrrverandi yfirmaður hafi reynt að fá mig áminntan í starfi út af leigubílareikningum og vildi meina ég hafi brotið lög um meðferð opinbers fjár! Fullvissaði mig að áminningunni hefði verið hafnað. Í fyrsta lagi átti yfirmaðurinn að vita að samkvæmt stjórnsýslulögum er bannað að áminna mann í veikindaleyfi og svo fannst mannauðsstjóranum tilefnið ekki áminningarvert.

Eini tilgangur yfirmannsins var að koma á mig höggi vitandi að ég var að kljást við erfið veikindi. Ég gat getið mér til um ástæðuna en gat aldrei ímyndað mér að fólk gengi svona langt.

Mannauðsstjóri nefndi á sama fundi að óvíst væri hvort ég yrði orðinn frískur þegar veikindaréttur minn rynni út. Hann bað mig að hugsa um uppsögn (ekki hægt að reka mig). Helstu rökin þá, fyrir utan heilsubrest, var að hann nefndi að mín biði framkoma eins og hjá þessum yfirmanni. Ég náði ekki að hugsa rökrétt á þessu augnabliki. Eina sem komst að var hnífsstungan frá fyrrverandi yfirmanni sem er það viðbjóðslegasta sem ég hef upplifað frá annarri manneskju á starfsferlinum. Mín biði svona framkoma... bíddu var ég vandamálið? Svona hegðun látin viðgangast? Sorglegt að hugsa um þetta í dag.

Daginn eftir fékk ég hræðilegt ofsakvíða- og panikkast sem stóð yfir á annan sólarhring. Fékk nístandi verk í höfuðið, endurupplifanir á sársauka ofbeldis, og kastaði stanslaust upp heila nótt. 90% af líkamanum er á fullu á meðan kast stendur yfir. Ég var svo máttfarinn að ég gat tæplega hreyft mig í sólarhring. Svo tóku við þessi viðbjóðslegu hefðbundnu ofsakvíða- og panikköst sem voru orðin 2-4 á dag og gátu varað í 2-3 klst. Ég komst ekki lengur út úr húsi. Þarna tók ég afdrífaríka ákvörðun hvernig ég gæti losnað við nístandi sársaukann!

Mér var bjargað. Sálfræðingur tók mig að sér. Fljótlega tók ég ákvörðun að þiggja starfslokasamning og eingöngu að huga um eigin heilsu. Er enn á því að ákvörðunin hafi verið rétt. Þarna var ljóst að ég átti marga mánuði í land að ná mér, ef það tækist. Ég yrði launalaus þegar veikindarétti lyki.

Eftir á get ég ekki túlkað þetta öðruvísi en mér var stillt upp við vegg. Í raun hótað með að mín biði leðjuslagur! Viðurkenni að þó reiði sé ekki forsenda ég set málið í gang þá fýkur  samt í mig. Mannauðsstjóri stéttarfélagsins nefndi að ég ætti allan rétt á að vera reiður og sár eftir á og yrði líka að hleypa þeim tilfinningum út. Þarna skildu mínar leiðir við þennan vinnustað og ég byrjaði að feta mína bataleið.

Ritaði drögin að fyrrnefndum pistli þetta haust til að vinna úr þessu atviki. Fyrir ári ákvað ég að loka málinu með að birta. Atburðarrásin sem fór í gang eftir birtingu varð yfirþyrmandi. Það lásu margir lýsingu á andlegu ofbeldi og einelti út úr pistlinum þó ég hafði ekkert spáð í það. Ég vissi ekki hvað fólk var að meina. Jú viðbjóðsleg framkoma og vissulega ofbeldi en leit á sem stakt tilfelli sem ég var að loka.

Fyrrverandi starfsmaður hafði strax samband og sagði mér söguna sína, sem var ljót, og hafði mikil áhrif á mig. Fólk hvatti mig til að rifja upp hvort ég hafi oftar verið beittur ofbeldi. Áttaði mig á ég vissi minna um einelti og andlegt ofbeldi en ég hélt. Þess fyrir utan hrökk ég í vörn og fannst skömm í að "leyfa" að beita mig ofbeldi.

Ég fékk að rifja upp mína sögu á vinnustaðnum í samtali við fyrrnefndan fyrrum starfsmann. Eftir á saup ég hveljur. Saga hennar rímaði óþægilega mikið við mína.

Í júní 2017 gerði ég mér grein fyrir og viðurkenndi að ég hafi frá byrjun árs 2011 til þessa atviks síðla sumars 2015 verið beittur bæði samfelldu einelti og andlegu ofbeldi í formi nokkurra ljótra atvika. Gerandinn var sami aðili og hjá fyrrverandi starfsmanni. Reyndar fleiri í stökum atvikum.

Ég vildi leyfa þessu máli að hefast og saltaði það til febrúar 2018. Í millitíðinni búinn að tala við fólk m.a. fagaðila sem sannfærðu mig að ég hafi verið beittur einelti og andlegu ofbeldi. Ég var samt tregur að kyngja því. Ég skrifaði niður alla atburðarrásina. Gaf mér góðan tíma. Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég fékk fyrstu einkenni veikindanna sumarið 2013 en hafði starfað á vinnustaðnum síðan í byrjun árs 2011. Halló! Þetta er einn orsakavaldurinn að ég veikist! Hvað sem ég reyndi þá gat ég ekki afneitað því. Fann strax að ég yrði friðlaus ef ég gerði ekki eitthvað í málinu. Við erum að tala um áhrif á veikindi sem kostuðu mig jú allt veraldlegt en líka næstum lífið!

Ég var ragur að hefja þetta mál en einn dag í mars tók ég ákvörðun og framkvæmdi, líkt og einhver hefði stýrt mér! Hafði samand við mitt stéttarfélag og fékk lagalegar ráðleggingar og ræddi líka við vinnustaðarsálfræðing. Fyrir kurteisis sakir sendi ég mannauðsstjóra tölvupóst og sagði honum frá minni stöðu og hvað hefði gerst síðan ég lauk störfum og tilkynnti að ég ætlaði að vinna úr þessu máli. Útskýrði það ekkert. Bauð honum að hitta mig sem hann þáði. Það leiddi til þess að hann leit á minn tölvupóst sem tilkynningu og sagðist verða að setja af stað athugun samkvæmt verklagi. Þeir hjá stéttarfélaginu sögðu mér að fagna því þá þurfti ég ekkert að gera. Ég ákvað því að bíða með mín áform.

Mannauðsstjóri gerði forathugun og niðurstaðan var að hann sá ástæðu til að hefja formlega rannsókn framkvæmda af óháðum aðila. Þar stendur málið í dag og er ekki hafið. Ég sagði við hann ítrekað að það myndi ekki beyta minni upplifun á hvað gerðist, sama hver niðurstaða rannsóknar yrði. Enda rannsóknin mál vinnustaðarins því það er stór ákvörðun að hefja rannsókn þar sem viðkomandi gerandi liggur nú undir grun að hafa brotið af sér í starfi.

Ég er ekki að útkljá þetta mál í hefnd. Finnst þó sorglegt að meintur gerandi skuli vera enn í sama starfi þrátt fyrir að eiga sögu um að beita andlegu ofbeldi á sama vinnustað. Að vita um þau tilfelli varð mér hvatning að láta til skara skríða! Ef ég get gert eitthvað til að fækka fórnarlömbum andlegs ofbeldis, geri ég það. Á þessum vinnustað sem öðrum.

Hef enga bakþanka fengið eftir að ég opnaði málið. Ég er ekki að fá uppreist æru eða réttlæti fullnægt heldur gera upp þennan tíma til að geta byggt upp nýtt líf. Þetta truflar mig í því. Vill að auki opna mig um andlegt ofbeldi á vinnustöðum, sem annars staðar, því þetta er mein í þjóðfélaginu. #metoo byltingin hefur sýnt það.

Núverandi ríkisstjórn tilkynnti fögur fyrirheit um að gert yrði átak í að rannsaka og uppræta andlegt ofbeldi á stofnunum stjórnsýslunnar. Það má segja að ég sé að létta rannsóknina með því að færa fram mitt mál. Verður fróðlegt að sjá hvort þessi yfirlýsing verði þöguð í hel sem endranær.

Hvað ég geri er ekki tímabært að upplýsa en öruggt að ég mun ekki þegja. Nú bíð ég rólegur eftir að Fjármálaeftirlitið klári sína rannsókn. Tek svo næsta skref.

Já, það er óhætt að segja að vorið 2018 sé viðburðarríkt. Hitta í starfsgetumati loksins sálfræðing með þekkingu á complex áfallastreituröskun og mín bíður rétt meðferð eftir 18 mánaða endurhæfingu hjá Virk. Svo þetta vinnustaðarmál mitt sem tikkar áfram eins og klukka. Stundum gerist ekkert. Stundum gerist allt. Ég um leið að finna fyrir betra jafnvægi.

Þolinmæði og þrautseigja skilar sér. Þannig líður mér. Vona ég hljómi ekki sjálfumglaður en er stoltur af mér í dag!

mbl.is

Fræga fólkið safnar peningum

16:00 Fræga fólkið flykkist í Reykjavíkurmaraþonið. Sumir moka inn peningum en aðrir hafa ekki safnað neinu.   Meira »

Milla Ósk og Einar skrá sig í samband

12:40 Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá RÚV, hefur skráð sig í samband á Facebook. Sú heppna heitir Milla Ósk Magnúsdóttir og er fréttamaður hjá RÚV. Meira »

„Girl power“-partí á Jamie´s

09:19 Það var líf og fjör á Jamie´s Italian Iceland þegar iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi kynntu glænýja empwr-peysu. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og í ár er hún pastelbleik á litinn. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir róhingjakonur á flótta í Bangladess. Meira »

Best að máta hælaskó síðdegis

06:00 Best er að máta og kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila. Hún gefur þrjú ráð til að velja þægilega hælaskó. Meira »

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Í gær, 22:37 „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

Í gær, 19:00 Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

í gær Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

í gær „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

í gær Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

í gær Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

í gær Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

í fyrradag Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

í fyrradag Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

15.8. Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

15.8. „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

15.8. Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

15.8. Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

14.8. Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

14.8. Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »