Á ég að gleyma þessari konu?

Stundum getur verið erfitt að sleppa tökunum á þeim sem ...
Stundum getur verið erfitt að sleppa tökunum á þeim sem maður gerir sér von um að vera í sambandi með. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst á dög­un­um frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér hvort hann eigi að sleppa tökum af fyrrverandi kærustu.  Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Kæra Elínrós.

Ég fann yndislega konu í janúar á Tinder. Við erum í svipuðum aðstæðum, í góðum málum. Hún fékk rósir og við fórum út að borða saman. Fengum okkur hótelherbergi í Reykjavík og fórum í yndislega ferð út á land saman. 

Það kom einu sinni fyrir að ég skammaði hana og þá sagði hún hátt og var hneyksluð „þú skammaðir mig“ (sem ég baðst auðvitað afsökunar á).

Um mánaðarmótin mars/apríl þá sleit hún sambandinu, með þeim orðum að hún gæti ekki verið í sambandi og í framhaldinu var lokað á mig á samfélagsmiðlum og sími minn blokkeraður. Ásamt því að ákveðnar vinkonur hennar fóru að skipta sér af.

Þessi kona sem ég var með leit á samband okkar sem vinasamband sem er í besta falli skrýtið ef miðað er við kynlífið sem við stunduðum og samverustundirnar.

Hún bauð mér aldrei heim til sín, sagði að það væri ekki nógu fínt hjá henni miðað við mitt heimili sem mér fannst furðulegt.

Að lokum þá varð það víst svoleiðis að hún var brennd eftir fyrverandi kynlífssjúkan sambýlismann sem skildi hana eina eftir með barn fyrir x mörgum árum.

Hvað mig varðar þá var spurningin hvort ég ætti ekki bara að gleyma þessari manneskju á meðan hún er enn með óuppgerð mál úr fortíðinni og halda áfram mínu lífi þar sem það er nóg af fiskum í sjónum ?

(Hún hefur kannski samband þegar hún treystir sér til, eða ekki?)

Ég lít svo á að vandamálið hafi ekki verið mín  megin, en það er líka bara mín skoðun. Ég fór “all inn“ og varð ástfanginn.

Annars veit ég eiginlega ekki hvað ég á að segja meira um þetta fyrir utan það að mig langaði að heyra hlutlausa skoðun.

Kær kveðja, X

Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknsjúkdóma sem sérgrein.
Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknsjúkdóma sem sérgrein. Eggert Jóhannesson

Sæll X og takk fyrir að hafa samband.

Ég vil byrja á því að þakka fyrir einlægni í bréfinu. Eins fyrir það að þú setur þinn hlut fram og ert greinilega til í að skoða allar hliðar. Það eru nokkrir hlutir sem ég get ráðlagt þér með.

Í fyrsta lagi þá er alltaf gott að skoða: Hvað þýðir samband fyrir mig? En fyrir þann sem ég er að hitta? Ef þig langar að koma í veg fyrir að lenda í svona aðstæðum aftur. Værir þú til í að fara á stefnumót í einhver 8 - 10 skipti og kynnast manneskjunni reglulega vel? Í framhaldi af því að spá í að taka það áfram á næsta stig?

Eins er gott að skoða hvernig við kynnum okkur inn í sambönd. Erum við heiðarleg? Þorum við að spyrja ef eitthvað óvænt kemur upp? Reynum við að forðast staðreyndir til að fara ekki út úr rómantísku ljósi þess sem við teljum vera ást?

Ég held að það sé best að setja sér ákveðin stig þegar maður er á stefnumótum. Sér í lagi ef maður hefur tilhneigingu til að fá þráhyggju gagnvart fólki sem er ekki tilbúið í samband. Er samt alls ekki að alhæfa um að þú sért þannig. En nokkuð margir eru að kljást við slíkt.

Að mínu mati þá er gott að sleppa tökunum á því sem maður getur ekki breytt.  

Til að standa í ljósinu sjálfur, þá væri gott fyrir þig að skoða samskipti þína við þá sem þú verður hrifinn af. Samskipti við foreldra og fleiri. Áttu óuppgerð mál úr fortíðinni?

Ég hnít um það þegar þú segist hafa skammað fyrrverandi. Ég held það sé mjög algengt en það er ekki fyrr en við förum að rækta okkur og samskipti við aðra sem við áttum okkur á að við höfum ekki vald til að stjórna öðrum, hvað þá skamma.

Hver skammaði þig í æsku? Hvaða atriði í samskiptum við konur, koma af stað því að þú byrjar að skamma?

Fólk sem er með ákveðna tómleika tilfinningu inn í sér er oft að leita að „sálufélaga“ til að fylla þetta tóm. Í fyrstu virðast ákveðnir aðilar fylla þetta tóm, en það endist enginn lengi í að vera tilfinningalegt fix fyrir aðra. 

Kona sem hefur úr jafn erfiðri reynslu að vinna úr og konan sem þú varst að hitta, þarf að taka það föstum tökum og vilja öðruvísi líf. Þú getur speglað þig í þessu með því að spyrja þig, af hverju er ég að vilja í samband með þannig konu? 

Ég lofað þér að með góðri vinnu með þér þá fyllist í þetta tómarúm og þú ferð að horfa í spegil og elska sjálfan þig að fullu. Þú átt allt hið besta skilið, en þú þarft að læra að sinna þér sjálfur. Hvað gerir þú þegar þú verður þreyttur? Svangur? Pirraður?

Í samskiptum eigum við helming ábyrgðar á útkomunni. Þegar við förum „all in“ þá er oft hættan á að einhver fari „all out“.

Vonandi finnurðu góðan ráðgjafa til að vinna með þér í þessu. Bendi á Lausnina, eða aðra góða staði sem vinna með meðvirkni, ástarlíf fólks og sambönd.

Eins er gott fyrir þig að lesa þér til um ástar- og kynlífs fíkn. Ef konan sem þú varst að hitta er aðstandandi í slíku máli þá getur þú rétt ímyndað þér áhrifin sem slíkt hefur. Mjög algengt er hins vegar að fólk með ástarfíkn finnur hvort annað og byrjar í þessum haltu mér slepptu mér dansi. 

Gangi þér vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

Í gær, 23:24 Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

Í gær, 19:00 Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

Í gær, 16:00 Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

Í gær, 14:00 „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

Í gær, 10:00 Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

Í gær, 05:00 „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

í fyrradag Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

í fyrradag „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

í fyrradag „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

í fyrradag Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

í fyrradag „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

í fyrradag Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

17.1. Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

17.1. „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

17.1. Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

16.1. Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

16.1. „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »