Á ég að gleyma þessari konu?

Stundum getur verið erfitt að sleppa tökunum á þeim sem ...
Stundum getur verið erfitt að sleppa tökunum á þeim sem maður gerir sér von um að vera í sambandi með. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst á dög­un­um frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér hvort hann eigi að sleppa tökum af fyrrverandi kærustu.  Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Kæra Elínrós.

Ég fann yndislega konu í janúar á Tinder. Við erum í svipuðum aðstæðum, í góðum málum. Hún fékk rósir og við fórum út að borða saman. Fengum okkur hótelherbergi í Reykjavík og fórum í yndislega ferð út á land saman. 

Það kom einu sinni fyrir að ég skammaði hana og þá sagði hún hátt og var hneyksluð „þú skammaðir mig“ (sem ég baðst auðvitað afsökunar á).

Um mánaðarmótin mars/apríl þá sleit hún sambandinu, með þeim orðum að hún gæti ekki verið í sambandi og í framhaldinu var lokað á mig á samfélagsmiðlum og sími minn blokkeraður. Ásamt því að ákveðnar vinkonur hennar fóru að skipta sér af.

Þessi kona sem ég var með leit á samband okkar sem vinasamband sem er í besta falli skrýtið ef miðað er við kynlífið sem við stunduðum og samverustundirnar.

Hún bauð mér aldrei heim til sín, sagði að það væri ekki nógu fínt hjá henni miðað við mitt heimili sem mér fannst furðulegt.

Að lokum þá varð það víst svoleiðis að hún var brennd eftir fyrverandi kynlífssjúkan sambýlismann sem skildi hana eina eftir með barn fyrir x mörgum árum.

Hvað mig varðar þá var spurningin hvort ég ætti ekki bara að gleyma þessari manneskju á meðan hún er enn með óuppgerð mál úr fortíðinni og halda áfram mínu lífi þar sem það er nóg af fiskum í sjónum ?

(Hún hefur kannski samband þegar hún treystir sér til, eða ekki?)

Ég lít svo á að vandamálið hafi ekki verið mín  megin, en það er líka bara mín skoðun. Ég fór “all inn“ og varð ástfanginn.

Annars veit ég eiginlega ekki hvað ég á að segja meira um þetta fyrir utan það að mig langaði að heyra hlutlausa skoðun.

Kær kveðja, X

Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknsjúkdóma sem sérgrein.
Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknsjúkdóma sem sérgrein. Eggert Jóhannesson

Sæll X og takk fyrir að hafa samband.

Ég vil byrja á því að þakka fyrir einlægni í bréfinu. Eins fyrir það að þú setur þinn hlut fram og ert greinilega til í að skoða allar hliðar. Það eru nokkrir hlutir sem ég get ráðlagt þér með.

Í fyrsta lagi þá er alltaf gott að skoða: Hvað þýðir samband fyrir mig? En fyrir þann sem ég er að hitta? Ef þig langar að koma í veg fyrir að lenda í svona aðstæðum aftur. Værir þú til í að fara á stefnumót í einhver 8 - 10 skipti og kynnast manneskjunni reglulega vel? Í framhaldi af því að spá í að taka það áfram á næsta stig?

Eins er gott að skoða hvernig við kynnum okkur inn í sambönd. Erum við heiðarleg? Þorum við að spyrja ef eitthvað óvænt kemur upp? Reynum við að forðast staðreyndir til að fara ekki út úr rómantísku ljósi þess sem við teljum vera ást?

Ég held að það sé best að setja sér ákveðin stig þegar maður er á stefnumótum. Sér í lagi ef maður hefur tilhneigingu til að fá þráhyggju gagnvart fólki sem er ekki tilbúið í samband. Er samt alls ekki að alhæfa um að þú sért þannig. En nokkuð margir eru að kljást við slíkt.

Að mínu mati þá er gott að sleppa tökunum á því sem maður getur ekki breytt.  

Til að standa í ljósinu sjálfur, þá væri gott fyrir þig að skoða samskipti þína við þá sem þú verður hrifinn af. Samskipti við foreldra og fleiri. Áttu óuppgerð mál úr fortíðinni?

Ég hnít um það þegar þú segist hafa skammað fyrrverandi. Ég held það sé mjög algengt en það er ekki fyrr en við förum að rækta okkur og samskipti við aðra sem við áttum okkur á að við höfum ekki vald til að stjórna öðrum, hvað þá skamma.

Hver skammaði þig í æsku? Hvaða atriði í samskiptum við konur, koma af stað því að þú byrjar að skamma?

Fólk sem er með ákveðna tómleika tilfinningu inn í sér er oft að leita að „sálufélaga“ til að fylla þetta tóm. Í fyrstu virðast ákveðnir aðilar fylla þetta tóm, en það endist enginn lengi í að vera tilfinningalegt fix fyrir aðra. 

Kona sem hefur úr jafn erfiðri reynslu að vinna úr og konan sem þú varst að hitta, þarf að taka það föstum tökum og vilja öðruvísi líf. Þú getur speglað þig í þessu með því að spyrja þig, af hverju er ég að vilja í samband með þannig konu? 

Ég lofað þér að með góðri vinnu með þér þá fyllist í þetta tómarúm og þú ferð að horfa í spegil og elska sjálfan þig að fullu. Þú átt allt hið besta skilið, en þú þarft að læra að sinna þér sjálfur. Hvað gerir þú þegar þú verður þreyttur? Svangur? Pirraður?

Í samskiptum eigum við helming ábyrgðar á útkomunni. Þegar við förum „all in“ þá er oft hættan á að einhver fari „all out“.

Vonandi finnurðu góðan ráðgjafa til að vinna með þér í þessu. Bendi á Lausnina, eða aðra góða staði sem vinna með meðvirkni, ástarlíf fólks og sambönd.

Eins er gott fyrir þig að lesa þér til um ástar- og kynlífs fíkn. Ef konan sem þú varst að hitta er aðstandandi í slíku máli þá getur þú rétt ímyndað þér áhrifin sem slíkt hefur. Mjög algengt er hins vegar að fólk með ástarfíkn finnur hvort annað og byrjar í þessum haltu mér slepptu mér dansi. 

Gangi þér vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

„Crazy Rich“-kjólar í Hollywood

Í gær, 23:59 Frumsýning kvikmyndarinnar „Crazy Rich Asians“ var full af „Crazy Rich“-kjólum í Hollywood á dögunum. Kvikmyndin verður frumsýnd í Sambíó föstudaginn 24. ágúst næstkomandi og er beðið eftir henni með spenningi. Meira »

23 ráð til að hreyfa þig meira daglega

Í gær, 21:00 Það er ekki gott fyrir heilsuna að sitja löngum stundum. Til þess að vinna gegn kyrrsetunni er ráðið að finna leiðir til að hreyfa þig meira í gegnum daginn. Meira »

Það sem lætur hjartað þitt syngja

Í gær, 18:00 „Gerðu það sem lætur hjartað þitt syngja. Ekki starfa til að búa til pening. Starfaðu til að dreifa ást út í umhverfið. Finndu út hvað þú myndir gera ef þú ættir alla penininga í heiminum og starfaðu við það. Þú ert með svörin innra með þér.“ Meira »

Hvað einkennir fatnað sem klæðir mig?

Í gær, 15:00 Margar konur eru góðar í að finna sinn eigin stíl og varpa þannig inn í samfélagið skemmtilegum skilaboðum um hverjar þær eru og hvert þær eru að fara. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga fyrir þær sem eru að byrja að móta stílinn. Meira »

Kærastan vill ekki tala um fortíðina

Í gær, 12:00 „Fyrir nokkrum vikum komst ég að því að hún hafði verið svolítið svöl í sínum samskiptum við hitt kynið því ég þekki einn sem hafði sent henni póst um kvöld í gegnum Tinder. Þau höfðu aldrei hitt hvort annað og hún svaraði honum að koma heim til hennar strax.“ Meira »

Langar þig í 504 fm einbýli við Ægisíðu?

Í gær, 09:00 Við Ægisíðu í Reykjavík stendur heillandi einbýli á nokkrum hæðum. Gott útsýni yfir til Bessastaða og út á sjó er úr húsinu. Meira »

Jógakennari Paltrow kennir Íslendingum

Í gær, 06:00 Baron Baptiste er heimsþekktur jógakennari sem hefur unnið meðal annars með Gwyneth Paltrow. Hann hefur gefið út fimm bækur og verið tilnefndur á „best sellers list“ hjá New York Times. Hann var staddur á Íslandi á dögunum að taka þátt í opnun nýrrar jógastöðvar Iceland Power Yoga. Meira »

Vissir þú að það eru til 9 tegundir af húmor?

í fyrradag Ef þú spyrð fólk hverju það er að leita eftir þegar kemur að maka þá er líklegt að fólk setji góðan húmor ofarlega á listann sinn. En hver getur sagt að sérstök tegund af húmor sé betri en annar? Meira »

Vogue hættir að ráða fyrirsætur yngri en 18 ára

í fyrradag Tískutímaritið Vogue hefur gefið út að það ætli að hætta að ráða fyrirsætur sem eru yngri en 18 ára í myndatökur fyrir tímarit þeirra. Meira »

Hélt upp á 46 ára afmælið á ströndinni

í fyrradag Leikkonan Angie Harmon varð 46 ára í vikunni. Hún hélt upp á afmælið í sundfatnaði sem virðist vera það nýjasta á meðal hinna frægu í dag. Meira »

Hvað myndi Scarlett Johansson gera?

í fyrradag Kærasti ungrar konu er skotinn í Scarlett Johansson og vill ekki sofa hjá henni. Hún er hrædd um að Scarlett Johansson sé búin að eyðileggja sambandið og leitar því ráða. Meira »

Kærastinn klæðir sig upp – hvað er til ráða?

í fyrradag „Ég hef ekki séð hann uppáklæddan enn þá, en hann hefur sýnt mér myndir og þar lítur hann alveg ansi sannfærandi út, í fallegum og smekklegum fötum og vel málaður. Raunar er hann svo sannfærandi að það kitlar mig pínulítið. Og það gerir mig enn ringlaðri! Hvað á ég að gera? Mig langar mjög að halda í þennan yndislega mann en óttast að þessar hneigðir hans geri mig á endanum afhuga honum og ég líti frekar á hann sem vinkonu en kærasta. Meira »

Ferðaþjónustugreifi kaupir Fjölnisveg 11

í fyrradag Fjölnisvegur 11 er eftirsótt fasteign þeirra ríku og frægu. Húsið hefur verið í eigu ríkasta fólks Íslands en nú hefur það skipt um eigendur. Meira »

Áhrif Roundup og glýfosats á heilsu okkar

í fyrradag „Skaðsemi glýfosats hefur þó lengi verið til umfjöllunar og líklegt er að það sé og verði enn í fæðu okkar til fjölda ára, því þótt reglugerðir um magn þess í matvælum séu öflugar í Evrópusambandslöndunum, má vera 70 sinnum meira magn af því í matvælum samkvæmt bandarískum reglugerðum.“ Meira »

Nokkur Tinder-ráð fyrir helgina

17.8. Helgin nálgast og því um að gera að kíkja inn á Tinder og fylgja þessum ráðum. Þeir fiska sem róa og þeir sem eru með flottan Tinder-prófíl eru líklegri til að fá fleiri „mötch“. Meira »

Elísabet Gunnars og Gunnar selja húsið

17.8. Elísabet Gunnarsdóttir, einn af eigendum Trendnet, og Gunnar Steinn Jónsson handboltastjarna hafa sett einbýlishús sitt í Svíþjóð á sölu. Meira »

Fræga fólkið safnar peningum

17.8. Fræga fólkið flykkist í Reykjavíkurmaraþonið. Sumir moka inn peningum en aðrir hafa ekki safnað neinu.   Meira »

Milla Ósk og Einar skrá sig í samband

17.8. Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá RÚV, hefur skráð sig í samband á Facebook. Sú heppna heitir Milla Ósk Magnúsdóttir og er fréttamaður hjá RÚV. Meira »

„Girl power“-partí á Jamie´s

17.8. Það var líf og fjör á Jamie´s Italian Iceland þegar iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi kynntu glænýja empwr-peysu. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og í ár er hún pastelbleik á litinn. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir róhingjakonur á flótta í Bangladess. Meira »

Best að máta hælaskó síðdegis

17.8. Best er að máta og kaupa skó eftir hádegi eða síðdegis samkvæmt fótaaðgerðafræðingnum Tania Kapila. Hún gefur þrjú ráð til að velja þægilega hælaskó. Meira »

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

16.8. „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »