Á ég að gleyma þessari konu?

Stundum getur verið erfitt að sleppa tökunum á þeim sem ...
Stundum getur verið erfitt að sleppa tökunum á þeim sem maður gerir sér von um að vera í sambandi með. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst á dög­un­um frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér hvort hann eigi að sleppa tökum af fyrrverandi kærustu.  Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Kæra Elínrós.

Ég fann yndislega konu í janúar á Tinder. Við erum í svipuðum aðstæðum, í góðum málum. Hún fékk rósir og við fórum út að borða saman. Fengum okkur hótelherbergi í Reykjavík og fórum í yndislega ferð út á land saman. 

Það kom einu sinni fyrir að ég skammaði hana og þá sagði hún hátt og var hneyksluð „þú skammaðir mig“ (sem ég baðst auðvitað afsökunar á).

Um mánaðarmótin mars/apríl þá sleit hún sambandinu, með þeim orðum að hún gæti ekki verið í sambandi og í framhaldinu var lokað á mig á samfélagsmiðlum og sími minn blokkeraður. Ásamt því að ákveðnar vinkonur hennar fóru að skipta sér af.

Þessi kona sem ég var með leit á samband okkar sem vinasamband sem er í besta falli skrýtið ef miðað er við kynlífið sem við stunduðum og samverustundirnar.

Hún bauð mér aldrei heim til sín, sagði að það væri ekki nógu fínt hjá henni miðað við mitt heimili sem mér fannst furðulegt.

Að lokum þá varð það víst svoleiðis að hún var brennd eftir fyrverandi kynlífssjúkan sambýlismann sem skildi hana eina eftir með barn fyrir x mörgum árum.

Hvað mig varðar þá var spurningin hvort ég ætti ekki bara að gleyma þessari manneskju á meðan hún er enn með óuppgerð mál úr fortíðinni og halda áfram mínu lífi þar sem það er nóg af fiskum í sjónum ?

(Hún hefur kannski samband þegar hún treystir sér til, eða ekki?)

Ég lít svo á að vandamálið hafi ekki verið mín  megin, en það er líka bara mín skoðun. Ég fór “all inn“ og varð ástfanginn.

Annars veit ég eiginlega ekki hvað ég á að segja meira um þetta fyrir utan það að mig langaði að heyra hlutlausa skoðun.

Kær kveðja, X

Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknsjúkdóma sem sérgrein.
Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknsjúkdóma sem sérgrein. Eggert Jóhannesson

Sæll X og takk fyrir að hafa samband.

Ég vil byrja á því að þakka fyrir einlægni í bréfinu. Eins fyrir það að þú setur þinn hlut fram og ert greinilega til í að skoða allar hliðar. Það eru nokkrir hlutir sem ég get ráðlagt þér með.

Í fyrsta lagi þá er alltaf gott að skoða: Hvað þýðir samband fyrir mig? En fyrir þann sem ég er að hitta? Ef þig langar að koma í veg fyrir að lenda í svona aðstæðum aftur. Værir þú til í að fara á stefnumót í einhver 8 - 10 skipti og kynnast manneskjunni reglulega vel? Í framhaldi af því að spá í að taka það áfram á næsta stig?

Eins er gott að skoða hvernig við kynnum okkur inn í sambönd. Erum við heiðarleg? Þorum við að spyrja ef eitthvað óvænt kemur upp? Reynum við að forðast staðreyndir til að fara ekki út úr rómantísku ljósi þess sem við teljum vera ást?

Ég held að það sé best að setja sér ákveðin stig þegar maður er á stefnumótum. Sér í lagi ef maður hefur tilhneigingu til að fá þráhyggju gagnvart fólki sem er ekki tilbúið í samband. Er samt alls ekki að alhæfa um að þú sért þannig. En nokkuð margir eru að kljást við slíkt.

Að mínu mati þá er gott að sleppa tökunum á því sem maður getur ekki breytt.  

Til að standa í ljósinu sjálfur, þá væri gott fyrir þig að skoða samskipti þína við þá sem þú verður hrifinn af. Samskipti við foreldra og fleiri. Áttu óuppgerð mál úr fortíðinni?

Ég hnít um það þegar þú segist hafa skammað fyrrverandi. Ég held það sé mjög algengt en það er ekki fyrr en við förum að rækta okkur og samskipti við aðra sem við áttum okkur á að við höfum ekki vald til að stjórna öðrum, hvað þá skamma.

Hver skammaði þig í æsku? Hvaða atriði í samskiptum við konur, koma af stað því að þú byrjar að skamma?

Fólk sem er með ákveðna tómleika tilfinningu inn í sér er oft að leita að „sálufélaga“ til að fylla þetta tóm. Í fyrstu virðast ákveðnir aðilar fylla þetta tóm, en það endist enginn lengi í að vera tilfinningalegt fix fyrir aðra. 

Kona sem hefur úr jafn erfiðri reynslu að vinna úr og konan sem þú varst að hitta, þarf að taka það föstum tökum og vilja öðruvísi líf. Þú getur speglað þig í þessu með því að spyrja þig, af hverju er ég að vilja í samband með þannig konu? 

Ég lofað þér að með góðri vinnu með þér þá fyllist í þetta tómarúm og þú ferð að horfa í spegil og elska sjálfan þig að fullu. Þú átt allt hið besta skilið, en þú þarft að læra að sinna þér sjálfur. Hvað gerir þú þegar þú verður þreyttur? Svangur? Pirraður?

Í samskiptum eigum við helming ábyrgðar á útkomunni. Þegar við förum „all in“ þá er oft hættan á að einhver fari „all out“.

Vonandi finnurðu góðan ráðgjafa til að vinna með þér í þessu. Bendi á Lausnina, eða aðra góða staði sem vinna með meðvirkni, ástarlíf fólks og sambönd.

Eins er gott fyrir þig að lesa þér til um ástar- og kynlífs fíkn. Ef konan sem þú varst að hitta er aðstandandi í slíku máli þá getur þú rétt ímyndað þér áhrifin sem slíkt hefur. Mjög algengt er hins vegar að fólk með ástarfíkn finnur hvort annað og byrjar í þessum haltu mér slepptu mér dansi. 

Gangi þér vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

00:30 Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

Í gær, 21:00 Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

Í gær, 18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

Í gær, 15:30 Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

Í gær, 12:14 Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

Í gær, 09:15 Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

Í gær, 06:00 Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

í fyrradag Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

í fyrradag Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

í fyrradag Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

í fyrradag Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

í fyrradag Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

í fyrradag Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

í fyrradag Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

16.10. Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

16.10. Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

16.10. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16.10. „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

16.10. Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

16.10. „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

16.10. Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »