Á ég að gleyma þessari konu?

Stundum getur verið erfitt að sleppa tökunum á þeim sem ...
Stundum getur verið erfitt að sleppa tökunum á þeim sem maður gerir sér von um að vera í sambandi með. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst á dög­un­um frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér hvort hann eigi að sleppa tökum af fyrrverandi kærustu.  Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Kæra Elínrós.

Ég fann yndislega konu í janúar á Tinder. Við erum í svipuðum aðstæðum, í góðum málum. Hún fékk rósir og við fórum út að borða saman. Fengum okkur hótelherbergi í Reykjavík og fórum í yndislega ferð út á land saman. 

Það kom einu sinni fyrir að ég skammaði hana og þá sagði hún hátt og var hneyksluð „þú skammaðir mig“ (sem ég baðst auðvitað afsökunar á).

Um mánaðarmótin mars/apríl þá sleit hún sambandinu, með þeim orðum að hún gæti ekki verið í sambandi og í framhaldinu var lokað á mig á samfélagsmiðlum og sími minn blokkeraður. Ásamt því að ákveðnar vinkonur hennar fóru að skipta sér af.

Þessi kona sem ég var með leit á samband okkar sem vinasamband sem er í besta falli skrýtið ef miðað er við kynlífið sem við stunduðum og samverustundirnar.

Hún bauð mér aldrei heim til sín, sagði að það væri ekki nógu fínt hjá henni miðað við mitt heimili sem mér fannst furðulegt.

Að lokum þá varð það víst svoleiðis að hún var brennd eftir fyrverandi kynlífssjúkan sambýlismann sem skildi hana eina eftir með barn fyrir x mörgum árum.

Hvað mig varðar þá var spurningin hvort ég ætti ekki bara að gleyma þessari manneskju á meðan hún er enn með óuppgerð mál úr fortíðinni og halda áfram mínu lífi þar sem það er nóg af fiskum í sjónum ?

(Hún hefur kannski samband þegar hún treystir sér til, eða ekki?)

Ég lít svo á að vandamálið hafi ekki verið mín  megin, en það er líka bara mín skoðun. Ég fór “all inn“ og varð ástfanginn.

Annars veit ég eiginlega ekki hvað ég á að segja meira um þetta fyrir utan það að mig langaði að heyra hlutlausa skoðun.

Kær kveðja, X

Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknsjúkdóma sem sérgrein.
Elínrós Líndal er ráðgjafi með meðvirkni og fíknsjúkdóma sem sérgrein. Eggert Jóhannesson

Sæll X og takk fyrir að hafa samband.

Ég vil byrja á því að þakka fyrir einlægni í bréfinu. Eins fyrir það að þú setur þinn hlut fram og ert greinilega til í að skoða allar hliðar. Það eru nokkrir hlutir sem ég get ráðlagt þér með.

Í fyrsta lagi þá er alltaf gott að skoða: Hvað þýðir samband fyrir mig? En fyrir þann sem ég er að hitta? Ef þig langar að koma í veg fyrir að lenda í svona aðstæðum aftur. Værir þú til í að fara á stefnumót í einhver 8 - 10 skipti og kynnast manneskjunni reglulega vel? Í framhaldi af því að spá í að taka það áfram á næsta stig?

Eins er gott að skoða hvernig við kynnum okkur inn í sambönd. Erum við heiðarleg? Þorum við að spyrja ef eitthvað óvænt kemur upp? Reynum við að forðast staðreyndir til að fara ekki út úr rómantísku ljósi þess sem við teljum vera ást?

Ég held að það sé best að setja sér ákveðin stig þegar maður er á stefnumótum. Sér í lagi ef maður hefur tilhneigingu til að fá þráhyggju gagnvart fólki sem er ekki tilbúið í samband. Er samt alls ekki að alhæfa um að þú sért þannig. En nokkuð margir eru að kljást við slíkt.

Að mínu mati þá er gott að sleppa tökunum á því sem maður getur ekki breytt.  

Til að standa í ljósinu sjálfur, þá væri gott fyrir þig að skoða samskipti þína við þá sem þú verður hrifinn af. Samskipti við foreldra og fleiri. Áttu óuppgerð mál úr fortíðinni?

Ég hnít um það þegar þú segist hafa skammað fyrrverandi. Ég held það sé mjög algengt en það er ekki fyrr en við förum að rækta okkur og samskipti við aðra sem við áttum okkur á að við höfum ekki vald til að stjórna öðrum, hvað þá skamma.

Hver skammaði þig í æsku? Hvaða atriði í samskiptum við konur, koma af stað því að þú byrjar að skamma?

Fólk sem er með ákveðna tómleika tilfinningu inn í sér er oft að leita að „sálufélaga“ til að fylla þetta tóm. Í fyrstu virðast ákveðnir aðilar fylla þetta tóm, en það endist enginn lengi í að vera tilfinningalegt fix fyrir aðra. 

Kona sem hefur úr jafn erfiðri reynslu að vinna úr og konan sem þú varst að hitta, þarf að taka það föstum tökum og vilja öðruvísi líf. Þú getur speglað þig í þessu með því að spyrja þig, af hverju er ég að vilja í samband með þannig konu? 

Ég lofað þér að með góðri vinnu með þér þá fyllist í þetta tómarúm og þú ferð að horfa í spegil og elska sjálfan þig að fullu. Þú átt allt hið besta skilið, en þú þarft að læra að sinna þér sjálfur. Hvað gerir þú þegar þú verður þreyttur? Svangur? Pirraður?

Í samskiptum eigum við helming ábyrgðar á útkomunni. Þegar við förum „all in“ þá er oft hættan á að einhver fari „all out“.

Vonandi finnurðu góðan ráðgjafa til að vinna með þér í þessu. Bendi á Lausnina, eða aðra góða staði sem vinna með meðvirkni, ástarlíf fólks og sambönd.

Eins er gott fyrir þig að lesa þér til um ástar- og kynlífs fíkn. Ef konan sem þú varst að hitta er aðstandandi í slíku máli þá getur þú rétt ímyndað þér áhrifin sem slíkt hefur. Mjög algengt er hins vegar að fólk með ástarfíkn finnur hvort annað og byrjar í þessum haltu mér slepptu mér dansi. 

Gangi þér vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ertu að gefast upp á Instagram?

12:00 Það eru ekki allir að leita að berum bossum og andarandlitum á samfélagsmiðlum. Hér eru nokkrir áhugaverðir reikningar fyrir þá fróðleiksfúsu á Instagram. Meira »

Allt á útopnu á Bastard Brew&Food

09:00 Það var glaumur og gleði í loftinu þegar veitingastaðurinn Bastard Brew&Food var opnaður í sama húsnæði og Vegamót voru áður til húsa. Eins og sést á myndunum var allt á útopnu og mikið stuð. Meira »

Heilluð af axlarpúðum

06:00 Ágústa Sveinsdóttir sér um kynningarmál fyrir Geysi ásamt því að vera með ýmis sjálfstæð hönnunar-verkefni á hliðarlínunni. Hún er útskrifuð úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og ræðir hér um uppáhalds flíkurnar sínar. Meira »

Magnesíum núllstillir sykurlöngun og fleira

Í gær, 23:00 „Færð þú oft sykurlöngun þegar það er streitutímabil hjá þér? Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Við þurfum magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans og einnig er magnesíum nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Magnesíum ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar m.a. við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli. Meira »

Snjallforrit sem hraðar þér í áttina að ástinni

Í gær, 21:00 Það er alltaf gott að hafa vísindin með sér á ókunnar slóðir. Sér í lagi ef þú mátt engan tíma missa og ert að leita að ástinni. Heystax er nýtt snjallforrit sem notar andlitsgreini til að nema hversu hrifin þið eruð af hvort öðru á einungis 30 sekúndum. Meira »

Hildur og Jón geisluðu af gleði

Í gær, 18:00 Ungir sjálfstæðismenn, Huginn, Heimdallur, Týr og Stefnir, héldu bjórkvöld á kosningaskrifstofunni við Klapparstíg. Eyþór Arnalds tók nokkra vel valda slagara. Meira »

Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn

Í gær, 15:00 „Við fluttum inn í Háagerðið í mars 2016. Það var ansi margt sem þurfti að laga því íbúðin var illa farin. Við brutum niður veggi, tókum allt gólfefni af gólfinu. Þar á meðal rifum við af um það bil þrjú lög af dúkum, sem voru lagðir ofan á hvorn annan og sennilega var elsta lagið frá 1967 þegar íbúðin var byggð.“ Meira »

Ég skalf ef ég þurfti að tjá mig

Í gær, 12:28 „Að tala fyrir framan hóp af fólki var bara algjörlega ógerlegt fyrir mig og ég man eftir fyrsta verkefninu mínu þar sem ég þurfti að tala yfir ca 20 manna hópi. Ég skalf á beinunum, fékk svimatilfinningu og það hefði líklega liðið yfir mig ef ég hefði ekki haft standandi tússtöflu fyrir framan mig til að styðja mig við.“ Meira »

Á ég að hætta með henni?

í gær „Ég er í sambandi við konu og við eigum barn saman, ég elska barnið mitt meira en sjálfan mig og mér hryllir við þeirri tilhugsun að fá ekki að vera í kringum það á hverjum degi. En aftur á móti er allur neisti farinn úr þessu sambandi og hann kemur ekki aftur hvað mig varðar amk,“ segir íslenskur karl í spurningu til Valdimars. Meira »

Hvernig gluggatjöld á ég að velja?

í gær Í hverri viku berast spurningar frá lesendum Smartlands sem vantar ráð varðandi heimili sitt. Hér kemur spurning frá konu sem er týnd í frumskógi gluggatjaldanna og veit ekki hvað hún á að velja. Meira »

Þetta ætti að gera fyrir 35 ára aldurinn

í fyrradag Það er ekki allir sem ná að safna tvöföldum árlaunum sínum fyrir 35 ára aldurinn. Hér eru níu atriði sem eru viðráðanlegri.   Meira »

Er kominn tími til að fella grímuna?

í fyrradag Hvernig er hægt að vera atvinnumaður í íþróttum, eiga fallega eiginkonu, fullt af eignum og í raun allt í lífinu sem maður óskaði sér. En ekki hamingjusamur? Atvinnumaðurinn Lewis Howes hefur fellt grímuna og hvetur aðra karlmenn til að gera hið sama. Meira »

Auðvelt að leika eftir hárgreiðslu Meghan

í fyrradag Hárgreiðslumaður hertogaynjunnar af Sussex segir að fólk ætti að geta leikið eftir brúðargreislu Meghan heima. Hárgreiðslukonan Teddi Cranford gerði ágæta tilraun. Meira »

Ágústa Eva hélt uppi stuðinu

í fyrradag Viðreisn og Neslistinn héldu kosningahátíð í kosningamiðstöð sinni við Sundlaug Seltjarnerness í gær. Kosningamiðstöðin er í sögufrægum söluskála sem meðal annars hefur hýst Skarasjoppu og Systrasamlagið, sem því miður hætti starfsemi sinni fyrir rúmu ári. Meira »

Stelpurnar á Nesinu fóru á kostum

í fyrradag Vel heppnað konukvöld Sjálfstæðiskvenna á Seltjarnarnesi vakti lukku. Neskonur fjölmenntu og skemmtu sér konunglega.  Meira »

Það má spila fótbolta í stofunni

24.5. Katrín Atladóttir býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í Laugardalnum. Heimilið er bjart og huggulegt en hún leggur áherslu á að allir fái að njóta sín. Þar má til dæmis spila fótbolta í stofunni. Meira »

Snorri og Saga létu sig ekki vanta

24.5. Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var frumsýnd í Háskólabíó við mikinn fögnuð. Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið í myndinni. Meira »

„Við stundum aldrei kynlíf“

23.5. „Læknirinn hans skrifaði upp á Viagra en hann neitar að taka það þar sem hann heldur að aukaverkanirnar séu hættulegar. Ekkert sem ég segi sannfærir hann um annað. Hann hefur sagt mér að hann muni skilja við mig ef ég held fram hjá.“ Meira »

Hárið verður eins og í sjampóauglýsingu

23.5. Ásta Bjartmars var alltaf með úfið hár og þráði rennislétt og lýtalaust hár. Hún þurfti að blása það hvern morgun og nota öflug sléttujárn til þess að vera sátt eða þar til hún kynntist Keratín hármeðferð sem lagar hárið. Marta María | mm@mbl.is Meira »

Ingó Veðurguð tryllti gestina

23.5. Kosningahátíð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var haldin hátíðleg í Bæjarbíó í Hafnarfirði á annan á hvítasunnu. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var afar lukkuleg með hátíðina. Meira »

Í fyrsta sinn í síðbuxum í brúðkaupinu

23.5. Georg prins sést alla jafna í stuttbuxum, hvernig sem veðrar, hann braut því eiginlega konunglega reglu þegar hann klæddist síðbuxum í brúðkaup Harry og Meghan. Meira »