Er kominn tími til að fella grímuna?

Á yfirborðinu myndi maður halda að atvinnumaður í íþróttum sem …
Á yfirborðinu myndi maður halda að atvinnumaður í íþróttum sem á nóg af peningum, eignum, eiginkonu og flottan feril hefði það gott. En undir yfirborðinu getur kraumað eitthvað allt annað. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Hvernig er hægt að vera atvinnumaður í íþróttum, eiga fallega eiginkonu, fullt af eignum og í raun allt í lífinu sem maður óskaði sér. En ekki hamingjusamur? Atvinnumaðurinn Lewis Howes hefur fellt grímuna og hvetur aðra karlmenn til að gera hið sama. 

Science of People er með fasta liði þar sem er talað við einstaklinga sem þykja skara framúr. Eftirfarandi efni er tekið úr viðtali Lewis Howes þar sem hann ræðir bókina sína The Mask of Masculinity.

„Ég átti allt sem ég stefndi að í lífinu nema sálafrið og raunverulega hamingju,“ segir Howes í viðtalinu. 

Lewis Howes hefur gefið út bók sem nýtur vinsælda víða.
Lewis Howes hefur gefið út bók sem nýtur vinsælda víða. Ljósmynd/internetið

„Við karlmenn erum skilyrtir til þess að sýna karlmennskuna með ýmsum hætti. Karlar gráta ekki sem dæmi. Síðan veljum við okkur grímur sem passar hverjum og einum okkar. Sumir bera grímu Alpha karlmannsins, aðrir eru með grímu grínsins, ennþá aðrir með grímu glaumgosans og svona gæti ég haldið áfram. Í raun hef ég flokkað þessar grímur í sjö flokka og tel ég undirliggjandi hugmyndir okkar um gildi þess að vera karlmaður ráða því hvaða grímu við veljum okkur.“

Hann nefnir sem dæmi grímu glaumgosans. „Ef þú ert með grímu glaumgosans, þá valdeflir þig það athæfi að ná þér í nýja og nýja konu. Þú vilt ekki sýna þitt rétta eðli og ferð að fá leið eða hörfa um leið og hlutirnir verða alvarlegir. Ég var með grímu keppnis mannsins. Fyrir mér þá fannst mér ég skipta máli ef ég vann sigra. Hvort heldur sem er í íþróttum eða einhverju öðru.“

En af hverju mælir þú með að karlmenn láti niður grímuna er spurt í viðtalinu?

„Af því að það er ekkert meira sjarmerandi en karlmaður sem þekkir sjálfan sig. Sem er sterkur en gengur ekki um ganga og sýnir það. Maður sem á sér ekki leyndarmál heldur einkamál sem hann velur að segja og maður sem ber virðingu fyrir sjálfum sér.  Þessi maður veit ekki alla hluti en hann veit ákveðna hluti. Það stafar frá honum orka sem hvorki orð né hreyfing getur túlkað. Þessi orka smitar yfir og er heillandi og heilandi að mínu mati.“

Er kominn tími á þig að fella grímuna?
Er kominn tími á þig að fella grímuna? Ljósmynd/skjáskot Instagram

En hvernig var fyrir þig að fella grímuna?

„Það var nánast óbærilegt. Ógeðslega erfitt. Ég lenti sem dæmi í því að vera kynferðislega misnotaður sem barn og gat engum sagt frá því. En ég vissi að þeir hlutir sem og aðrir hlutir kraumuðu á bak við grímuna mína og ég þurfti að finna leiðir til að komast í gegnum þessa lífsreynslu án þess að ég skilgreindi mig út frá þessari lífsreynslu. Já Já, ég lenti í þessu en ég get ekki leyft þessu að skilgreina mig í dag eða stjórna því að ég þurfi alltaf að vinna allt og alla til að sanna fyrir sjálfum mér að ég átti þetta ekki skilið."

Hvað myndir þú ráðleggja öðrum körlum að gera til að hefja þetta ferli að fella grímuna?

„Að finna sér einhvern sem þeir treysta til að tala við. Hvort heldur sem er góður vinur, vinkona eða ráðgjafi. Einhvern sem þú treystir og talar ekki um þín mál við aðra. Konur eru svo mikið betri í þessum málum en við. Þær eru alltaf að treysta hvorri annarri fyrir tilfinningalegum málum, en ekki við. Við byrgjum allt inni sem springur svo út í að við lendum í slagsmálum eða deyfum okkur og þar fram eftir götunum.“

Howes bendir jafnframt á að ungir strákar eru skilyrtir til þess að vera harðir þó þeir vilji vera góðir. „ Ég man eftir að mamma sagði mér að fara í skólann og vera bara ástúðlegur og góður við alla. Ég reyndi að stoppa einhverja stráka, sem voru virkilega vondir við einn skólafélaga og endaði á því að vera lokaður inn í skáp fyrir vikið. Þarna lærði ég að ef ég ætlaði að lifa það af í þessum heimi, þá þyrfti ég að berjast og vera sterkur og jafnvel haga mér eins og „vondu“ strákarnir sem virtust eiga alla virðingu skólans skilið.“

Rauveruleg velgengni er að líða vel í eigin skinni og …
Rauveruleg velgengni er að líða vel í eigin skinni og hvíla í friði með sjálfum sér. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Að lokum bendir Howes á að þetta gallaða kerfi sé ekki að virka fyrir karlmenn, né konur eða börn. Hann vonar að með bókinni geti menn tekið niður grímuna og stigið inn í að vera þeir sem þeir raunverulega eru. Alvöru karlmenn með karakter og sál.

Að lokum vitnar hann í Martin Luther King. „King sagðist ekki hafa tíma til að gefa fólki sem var ósátt við hann orkuna sína. Hann þyrfti að geyma þessa orku fyrir sig. Um leið og ég var búinn að skoða alla hlutina í mínu lífi, þá gat ég eignað mér það sem ég átti, en skilað því sem var ekki mitt. Þannig hélt ég orkunni minni fyrir mig og gat gefið hana áfram til þeirra sem ég hef valið í lífinu. Það er ekkert í umhverfinu mínu í dag að fara að kveikja á einhverjum viðbrögðum sem ég ekki vel að verði kveikt á.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál