Á ég að hætta með henni?

Íslenskur karl veit ekki hvort hann eigi að fara út ...
Íslenskur karl veit ekki hvort hann eigi að fara út úr ástarsambandi sínu eða ekki. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem upplifir að ástarsamband hans sé búið. 

Sæll, ég er í sambandi við konu og við eigum barn saman, ég elska barnið mitt meira en sjálfan mig og mér hryllir við þeirri tilhugsun að fá ekki að vera í kringum það á hverjum degi. En aftur á móti er allur neisti farinn úr þessu sambandi og hann kemur ekki aftur hvað mig varðar amk. Við kynntumst fyrir um það bil þremur árum og eigum barn sem er nýorðið tveggja ára, við erum og höfum alltaf verið mjög ólík og í raun er það bara barnið sem heldur okkur saman og ég get þetta hreinlega ekki mikið lengur.

Kær kveðja, XX

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góðan daginn og takk fyrir þessa spurningu

Þetta er erfið staða sem þú lýsir og skiljanlega líður þér illa við tilhugsunina um að breyta umgengni við barn sem þú elskar. Þegar pör slíta sambúð er mjög mismunandi hvernig þessum málum er háttað. Á meðan sumir virðast lítinn áhuga hafa á að vera í samskiptum við börnin sín og koma sér jafnvel frá þeirri umgengni sem samið er um, eru aðrir sem upplifa ákaflega miklar tilfinningar við tilhugsunina um að vera ekki í stöðugu sambandi við börnin sín og fara beinlínis í sárar sorgartilfinningar við tilhugsunina eina saman. Það er að vissu leyti mjög jákvætt að mínu mati að þú hafir áhyggjur af því að minnka umgengni við barnið þitt, það sýnir einfaldlega að þér er ekki sama og barnið þitt á umhyggjusaman föður.

Í hinum fullkomna heimi væru öll sambönd nærandi og góð fyrir alla aðila, en raunveruleikinn er sá að samböndin eru jafn misjöfn eins og þau eru mörg. Til þess að eiga í innihaldsríku og góðu sambandi þarf að sinna því vel og hlúa að þeirri vináttu og nánd sem sambönd geta falið í sér. Það fylgir því líka að vera í sambandi að það koma tímar og tímabil sem eru ekki dans á rósum, áhugi getur breyst og innra og ytra áreiti reynir á stoðir sambandsins. Þú talar um að neistinn sé farinn og komi ekki aftur hvað þig varðar. Á sama tíma og ég ber fulla virðingu fyrir þeirri skoðun, þá vil ég segja að fyrsta skrefið væri að mínu mati að skoða þetta vel og hvort það er einhver einasti möguleiki að vinna í sambandinu sjálfu, áður en aðrar ákvarðanir eru teknar. Það gætu opnast nýir möguleikar ef unnið er markvisst að uppbyggingu sambandsins, jafnvel með faglegri aðstoð. Þegar fólk er orðið úrkula vonar með að sambandið lagist hefur oft reynst gott að setja sér ákveðin markmið og tímasetja þau.

Markmiðið gæti til dæmis verið að leita faglegrar aðstoðar og skoða allar hliðar málsins, hvort eitthvað sé hægt að vinna með sambandið og gefa þeirri vinnu til dæmis 3 eða 6 mánuði. Með þessu móti eru báðir aðilar meðvitaðir um stöðuna og geta þá lagt sitt af mörkum, ef viljinn er fyrir hendi. Að sama skapi er búið að ákveða einhvern tímapunkt þar sem báðir aðilar geta sest niður og rætt hver árangurinn hefur verið. Ef niðurstaðan er sú að sambandið sé að lagast á einhvern hátt, þá er hægt að skoða hvað hefur breyst og halda áfram að gera það sem gott er. Ef annar eða báðir aðilar komast að þeirri niðurstöðu að sambandið sé ekki að ganga upp og sjá ekki ástæðu til að halda áfram, þá er hægt að ræða hvernig best er að vinna að sambandsslitum með tilliti til allra sem að málinu koma.

Það er margt unnið með því að fara fyrrgreinda leið og gefa sambandinu möguleika. Það er til dæmis mikilvægt þegar litið er til baka að geta sagt við sjálfan sig að hafa lagt sig allan fram við að halda sambandinu, hvort sem það skilar þeirri niðurstöðu að það haldi áfram eða því verði slitið. Þetta er ekki síður mikilvægt fyrir konuna þína. Ef hún vill halda sambandinu áfram, en þú ekki, þá þarf hún bæði að horfast í augu við að missa sambandið ykkar í því formi sem það hefur verið og að vera með öðruvísi umgengni við barnið ykkar.

Að þessu sögðu þá langar mig að reyna að róa þig aðeins varðandi kvíða þinn við að vera með aðra umgengni við barnið þitt, ef sambandinu lýkur. Það er mjög víða þannig að samböndum ljúki og að börnin umgangist foreldra sína á annan hátt en áður. Ef þið náið að sýna hvort öðru virðingu, vinnið vel að hlutunum með kærleika og heiðarleika sem markmið, þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að gott samkomulag sé um umgengnina við barnið ykkar og að það fái að njóta samvista við ykkur bæði. Lífið er þannig að stóran hluta dags eru flestir að heiman, í vinnu eða námi og því er það almennt þannig að við erum ekki alltaf með börnunum okkar. Það sem máli skiptir er að þann tíma sem við erum með þeim, séum við til staðar fyrir þau, veitum þeim athygli okkar og ást. Það er aðalatriðið og ekkert því til fyrirstöðu að þú gerir það áfram, hver sem framvindan verður.

Gangi ykkur allt í haginn!

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu

mbl.is

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Í gær, 23:59 Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

Í gær, 21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

Í gær, 18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

Í gær, 15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

Í gær, 12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

Í gær, 09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

Í gær, 05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í fyrradag Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í fyrradag Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í fyrradag Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í fyrradag Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í fyrradag Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í fyrradag Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í fyrradag Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »
Meira píla