Á ég að hætta með henni?

Íslenskur karl veit ekki hvort hann eigi að fara út ...
Íslenskur karl veit ekki hvort hann eigi að fara út úr ástarsambandi sínu eða ekki. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem upplifir að ástarsamband hans sé búið. 

Sæll, ég er í sambandi við konu og við eigum barn saman, ég elska barnið mitt meira en sjálfan mig og mér hryllir við þeirri tilhugsun að fá ekki að vera í kringum það á hverjum degi. En aftur á móti er allur neisti farinn úr þessu sambandi og hann kemur ekki aftur hvað mig varðar amk. Við kynntumst fyrir um það bil þremur árum og eigum barn sem er nýorðið tveggja ára, við erum og höfum alltaf verið mjög ólík og í raun er það bara barnið sem heldur okkur saman og ég get þetta hreinlega ekki mikið lengur.

Kær kveðja, XX

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góðan daginn og takk fyrir þessa spurningu

Þetta er erfið staða sem þú lýsir og skiljanlega líður þér illa við tilhugsunina um að breyta umgengni við barn sem þú elskar. Þegar pör slíta sambúð er mjög mismunandi hvernig þessum málum er háttað. Á meðan sumir virðast lítinn áhuga hafa á að vera í samskiptum við börnin sín og koma sér jafnvel frá þeirri umgengni sem samið er um, eru aðrir sem upplifa ákaflega miklar tilfinningar við tilhugsunina um að vera ekki í stöðugu sambandi við börnin sín og fara beinlínis í sárar sorgartilfinningar við tilhugsunina eina saman. Það er að vissu leyti mjög jákvætt að mínu mati að þú hafir áhyggjur af því að minnka umgengni við barnið þitt, það sýnir einfaldlega að þér er ekki sama og barnið þitt á umhyggjusaman föður.

Í hinum fullkomna heimi væru öll sambönd nærandi og góð fyrir alla aðila, en raunveruleikinn er sá að samböndin eru jafn misjöfn eins og þau eru mörg. Til þess að eiga í innihaldsríku og góðu sambandi þarf að sinna því vel og hlúa að þeirri vináttu og nánd sem sambönd geta falið í sér. Það fylgir því líka að vera í sambandi að það koma tímar og tímabil sem eru ekki dans á rósum, áhugi getur breyst og innra og ytra áreiti reynir á stoðir sambandsins. Þú talar um að neistinn sé farinn og komi ekki aftur hvað þig varðar. Á sama tíma og ég ber fulla virðingu fyrir þeirri skoðun, þá vil ég segja að fyrsta skrefið væri að mínu mati að skoða þetta vel og hvort það er einhver einasti möguleiki að vinna í sambandinu sjálfu, áður en aðrar ákvarðanir eru teknar. Það gætu opnast nýir möguleikar ef unnið er markvisst að uppbyggingu sambandsins, jafnvel með faglegri aðstoð. Þegar fólk er orðið úrkula vonar með að sambandið lagist hefur oft reynst gott að setja sér ákveðin markmið og tímasetja þau.

Markmiðið gæti til dæmis verið að leita faglegrar aðstoðar og skoða allar hliðar málsins, hvort eitthvað sé hægt að vinna með sambandið og gefa þeirri vinnu til dæmis 3 eða 6 mánuði. Með þessu móti eru báðir aðilar meðvitaðir um stöðuna og geta þá lagt sitt af mörkum, ef viljinn er fyrir hendi. Að sama skapi er búið að ákveða einhvern tímapunkt þar sem báðir aðilar geta sest niður og rætt hver árangurinn hefur verið. Ef niðurstaðan er sú að sambandið sé að lagast á einhvern hátt, þá er hægt að skoða hvað hefur breyst og halda áfram að gera það sem gott er. Ef annar eða báðir aðilar komast að þeirri niðurstöðu að sambandið sé ekki að ganga upp og sjá ekki ástæðu til að halda áfram, þá er hægt að ræða hvernig best er að vinna að sambandsslitum með tilliti til allra sem að málinu koma.

Það er margt unnið með því að fara fyrrgreinda leið og gefa sambandinu möguleika. Það er til dæmis mikilvægt þegar litið er til baka að geta sagt við sjálfan sig að hafa lagt sig allan fram við að halda sambandinu, hvort sem það skilar þeirri niðurstöðu að það haldi áfram eða því verði slitið. Þetta er ekki síður mikilvægt fyrir konuna þína. Ef hún vill halda sambandinu áfram, en þú ekki, þá þarf hún bæði að horfast í augu við að missa sambandið ykkar í því formi sem það hefur verið og að vera með öðruvísi umgengni við barnið ykkar.

Að þessu sögðu þá langar mig að reyna að róa þig aðeins varðandi kvíða þinn við að vera með aðra umgengni við barnið þitt, ef sambandinu lýkur. Það er mjög víða þannig að samböndum ljúki og að börnin umgangist foreldra sína á annan hátt en áður. Ef þið náið að sýna hvort öðru virðingu, vinnið vel að hlutunum með kærleika og heiðarleika sem markmið, þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að gott samkomulag sé um umgengnina við barnið ykkar og að það fái að njóta samvista við ykkur bæði. Lífið er þannig að stóran hluta dags eru flestir að heiman, í vinnu eða námi og því er það almennt þannig að við erum ekki alltaf með börnunum okkar. Það sem máli skiptir er að þann tíma sem við erum með þeim, séum við til staðar fyrir þau, veitum þeim athygli okkar og ást. Það er aðalatriðið og ekkert því til fyrirstöðu að þú gerir það áfram, hver sem framvindan verður.

Gangi ykkur allt í haginn!

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu

mbl.is

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

17:00 „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

13:00 Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

09:44 Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

05:00 Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

Í gær, 22:00 Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

Í gær, 19:00 Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

í gær Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

í gær „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

í gær Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

í gær Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

í gær Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

í gær Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

í fyrradag Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

í fyrradag Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

18.2. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

18.2. Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

18.2. Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

18.2. Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

18.2. Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

17.2. „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

17.2. Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »