Ég skalf ef ég þurfti að tjá mig

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Hvernig yfirstígur maður feimni er spurning sem ég hef oft þurft að svara en á kannski fá svör við önnur en þau sem ég sjálf hef þurft að finna fyrir mig og langar að deila með ykkur hér,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi í sínum nýjasta pistli: 

Ég er ekki týpan sem virðist vera feimin, hef alltaf haldið þessum fronti sem segir að ég sé það ekki - en trúið mér, ég er og hef alltaf verið feimin, hef einungis lært að yfirstíga feimnina með ýmsum hætti sérstaklega á síðasta áratug eða svo. Ég nýti mér þann styrk sem ég hef öðlast á leið minni til sjálfsþekkingar í hinum ýmsu aðstæðum í dag.

Ég er hinsvegar afar félagslynd og hef alltaf verið og hreinlega elska að vera í góðum hópi eða að kynnast nýju fólki og á auðvelt með það í dag.

Hér áður fyrr var ég svo feimin að ef ég lenti í að vera innan um ókunna aðila átti ég til að blaðra án afláts og út í eitt þar sem þögnin var svo hrikalega erfið að mér fannst, svo skammaðist ég mín fyrir blaðrið og fannst ég hafa orðið sjálfri mér til minnkunar. Kannski á ég enn til þessa flóttaleið í aðstæðum en ég get þó sagt að það er bara brotabrot af því sem áður var.

Ef ég var á námskeiðum eða einhverju slíku þar sem ég þurfti að kynna mig með nafni og ég tala nú ekki um ef ég þurfti að segja frá sjálfri mér að einhverju leiti þá fann ég fyrir bankandi hjarta og kvíðatengdri vanlíðan löngu áður en það kom að mér að tala og fann svo fyrir ótrúlegum létti þegar það var over and done with.

Ég átti einnig mjög erfitt með að tjá mig um skoðanir mínar á opinberum vettvangi eins og  t.d. á foreldrafundum í sal skólans sem börnin mín sóttu og alveg var sama hversu mikið mig langaði að tjá mig um hin ýmsu málefni þá steinhélt ég mér saman en skammaði mig svo reglulega fyrir aumingjadóminn eftir á.

Að tala fyrir framan hóp af fólki var bara algjörlega ógerlegt fyrir mig og ég man eftir fyrsta verkefninu mínu þar sem ég þurfti að tala yfir ca 20 manna hópi. Ég skalf á beinunum, fékk svimatilfinningu og það hefði líklega liðið yfir mig ef ég hefði ekki haft standandi tússtöflu fyrir framan mig til að styðja mig við! 

En þegar þarna var komið sá ég að þessa feimni yrði ég að yfirvinna til að ég gæti náð þangað sem ég vildi fara og ég tók ákvörðun.

Ákvörðun mín fólst helst í því að ég ætlaði að taka að mér hvert einasta verkefni sem byði uppá það að ég þyrfti að tala innan um fólk og hópa, því ég skildi sigrast á ótta mínum og eins vann ég vel með mína meðvirkni sem var töluverð á þeim tíma!

Ég byrjaði svo sem smátt að yfirvinna feimni mína, byrjaði kannski með því að ég þakkaði fyrir mig í matarboðum og hrósaði gestgjöfunum með því að standa upp og horfast í augu við þá sem við borðið voru, og einnig fór ég markvisst að þegja þegar ég fann þörf mína til að rjúfa þagnir þar sem minni hópar eða einstaklingar áttu í hlut.

Ég fór síðan að vera með námskeið fyrir 10-15 manns og fann að ég gat vel gert það, og fann oft fyrir sigurtilfinningunni sem fylgdi í kjölfarið. Þannig hélt ég áfram að æfa mig á hinum ýmsu námskeiðum sem urðu síðan að fyrirlestrum og fleiru. Ég hef meira að segja staðið fyrir framan nokkur hundruð manns sem veislustjóri og sungið með Ragga Bjarna og hafði rosalega gaman af og í raun ákaflega stolt af því augnabliki :)

Smátt og smátt á þessu æfingatímabili mínu fór ég að sjá sigrana mína og mér fór að líða betur með það að standa upp og tala fyrir framan hópa og í dag held ég að ég sé orðin alveg ágæt þó að streitan segi alltaf til sín fyrstu mínúturnar, en þar held ég að margir séu :)

Ég held semsagt þegar öllu er á botninn hvolft að til þess að sigrast á feimni dugi fátt annað en æfingar og það að stíga inn í óttann sem heldur okkur í feimnisböndunum, því hvað væri það versta svo sem sem gæti gerst í aðstæðunum?

Síðan er að æfa sig með ýmsum hætti (fake it until you become it) og vera meðvitaður um að það eru litlu sigrarnir sem byggja okkur upp í stærri sigra og áður en við vitum af er nánast öll feimni farin af okkur, sjálfsmynd okkar orðin sterkari og við tilbúin að sigra heiminn.

Og ef þú þarft aðstoð mína við að yfirstíga þína feimni þá er ég einungis einni tímapöntun í burtu.

Þar til næst elskurnar

mbl.is

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

Í gær, 23:47 Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

Í gær, 20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

Í gær, 16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

Í gær, 13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

Í gær, 10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

Í gær, 05:00 Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

í fyrradag Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

í fyrradag Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í fyrradag Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í fyrradag Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í fyrradag „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

í fyrradag Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »