Ég skalf ef ég þurfti að tjá mig

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Hvernig yfirstígur maður feimni er spurning sem ég hef oft þurft að svara en á kannski fá svör við önnur en þau sem ég sjálf hef þurft að finna fyrir mig og langar að deila með ykkur hér,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi í sínum nýjasta pistli: 

Ég er ekki týpan sem virðist vera feimin, hef alltaf haldið þessum fronti sem segir að ég sé það ekki - en trúið mér, ég er og hef alltaf verið feimin, hef einungis lært að yfirstíga feimnina með ýmsum hætti sérstaklega á síðasta áratug eða svo. Ég nýti mér þann styrk sem ég hef öðlast á leið minni til sjálfsþekkingar í hinum ýmsu aðstæðum í dag.

Ég er hinsvegar afar félagslynd og hef alltaf verið og hreinlega elska að vera í góðum hópi eða að kynnast nýju fólki og á auðvelt með það í dag.

Hér áður fyrr var ég svo feimin að ef ég lenti í að vera innan um ókunna aðila átti ég til að blaðra án afláts og út í eitt þar sem þögnin var svo hrikalega erfið að mér fannst, svo skammaðist ég mín fyrir blaðrið og fannst ég hafa orðið sjálfri mér til minnkunar. Kannski á ég enn til þessa flóttaleið í aðstæðum en ég get þó sagt að það er bara brotabrot af því sem áður var.

Ef ég var á námskeiðum eða einhverju slíku þar sem ég þurfti að kynna mig með nafni og ég tala nú ekki um ef ég þurfti að segja frá sjálfri mér að einhverju leiti þá fann ég fyrir bankandi hjarta og kvíðatengdri vanlíðan löngu áður en það kom að mér að tala og fann svo fyrir ótrúlegum létti þegar það var over and done with.

Ég átti einnig mjög erfitt með að tjá mig um skoðanir mínar á opinberum vettvangi eins og  t.d. á foreldrafundum í sal skólans sem börnin mín sóttu og alveg var sama hversu mikið mig langaði að tjá mig um hin ýmsu málefni þá steinhélt ég mér saman en skammaði mig svo reglulega fyrir aumingjadóminn eftir á.

Að tala fyrir framan hóp af fólki var bara algjörlega ógerlegt fyrir mig og ég man eftir fyrsta verkefninu mínu þar sem ég þurfti að tala yfir ca 20 manna hópi. Ég skalf á beinunum, fékk svimatilfinningu og það hefði líklega liðið yfir mig ef ég hefði ekki haft standandi tússtöflu fyrir framan mig til að styðja mig við! 

En þegar þarna var komið sá ég að þessa feimni yrði ég að yfirvinna til að ég gæti náð þangað sem ég vildi fara og ég tók ákvörðun.

Ákvörðun mín fólst helst í því að ég ætlaði að taka að mér hvert einasta verkefni sem byði uppá það að ég þyrfti að tala innan um fólk og hópa, því ég skildi sigrast á ótta mínum og eins vann ég vel með mína meðvirkni sem var töluverð á þeim tíma!

Ég byrjaði svo sem smátt að yfirvinna feimni mína, byrjaði kannski með því að ég þakkaði fyrir mig í matarboðum og hrósaði gestgjöfunum með því að standa upp og horfast í augu við þá sem við borðið voru, og einnig fór ég markvisst að þegja þegar ég fann þörf mína til að rjúfa þagnir þar sem minni hópar eða einstaklingar áttu í hlut.

Ég fór síðan að vera með námskeið fyrir 10-15 manns og fann að ég gat vel gert það, og fann oft fyrir sigurtilfinningunni sem fylgdi í kjölfarið. Þannig hélt ég áfram að æfa mig á hinum ýmsu námskeiðum sem urðu síðan að fyrirlestrum og fleiru. Ég hef meira að segja staðið fyrir framan nokkur hundruð manns sem veislustjóri og sungið með Ragga Bjarna og hafði rosalega gaman af og í raun ákaflega stolt af því augnabliki :)

Smátt og smátt á þessu æfingatímabili mínu fór ég að sjá sigrana mína og mér fór að líða betur með það að standa upp og tala fyrir framan hópa og í dag held ég að ég sé orðin alveg ágæt þó að streitan segi alltaf til sín fyrstu mínúturnar, en þar held ég að margir séu :)

Ég held semsagt þegar öllu er á botninn hvolft að til þess að sigrast á feimni dugi fátt annað en æfingar og það að stíga inn í óttann sem heldur okkur í feimnisböndunum, því hvað væri það versta svo sem sem gæti gerst í aðstæðunum?

Síðan er að æfa sig með ýmsum hætti (fake it until you become it) og vera meðvitaður um að það eru litlu sigrarnir sem byggja okkur upp í stærri sigra og áður en við vitum af er nánast öll feimni farin af okkur, sjálfsmynd okkar orðin sterkari og við tilbúin að sigra heiminn.

Og ef þú þarft aðstoð mína við að yfirstíga þína feimni þá er ég einungis einni tímapöntun í burtu.

Þar til næst elskurnar

mbl.is

Henny byrjaði með yfirmanni sínum 1971

10:01 „Ég hef aldrei upplifað ást við fyrstu sýn. Það væri mjög ólíkt mér ef slíkt gerðist. En ég heillaðist af því hvað hann var vel gefinn, fróður og skemmtilegur og síðla árs 1973 var ég orðin mjög ástfangin.“ Meira »

8 vandamál í rúminu sem eru eðlileg

06:00 Stundar þú alltaf kynlíf í sömu stellingunum eða hugsar jafnvel um einhvern annan en maka þinn í rúminu? Oftast eru áhyggjur af vandamálum tengdum kynlífi óþarfar. Meira »

Vinsælasti tíminn til framhjáhalds

Í gær, 22:00 Ertu viss um að þú vitir hvar maki þinn er klukkan kortér í sjö á föstudagskvöldum? Hann gæti verið að halda fram hjá.   Meira »

Segir ketó virka til lengri tíma litið

Í gær, 18:25 Klámstjarnan Jenna Jameson tekur ekki mark á fólki sem gagnrýnir ketó-mataræðið. Hún er búin að vera á ketó í sjö mánuði og segist aldrei hafa liðið betur. Meira »

Stjarna Lof mér að falla flytur

Í gær, 15:12 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fór með eitt af aðalhlutverkið í Lof mér að falla, hefur sett sína fallegu 114 fm íbúð á sölu. Meira »

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

í gær Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

í gær Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

í gær Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

í fyrradag Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

í fyrradag Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

í fyrradag Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

í fyrradag Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

19.11. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

19.11. Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

18.11. Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18.11. Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

18.11. Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »